blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2007
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@bladid.net
Ég sef alveg fyrir þessu en
minn er heiðurinn. Ég þekki
hverja þúfu á vellinum.
SKEYTIN INN
Patrick
Kluivert er
ekki á þeim
buxunum að
ganga til liðs við
í. deildarlið Sheffi-
eldWednesday. ^
Enska liðið hafði boðið þessum
fyrrverandi landsliðsframherja
Hollands til reynslu, en Kluivert er
ekki tilbúinn að leggjast svo lágt.
Þess í stað ætlar hann að bfða eftir
að stærri lið sýni honum áhuga.
Alex Ferguson,
knattspyrnu-
stjóri Manc-
hesterUnited,hefur
gefið Alan Smith
leyfi til að ganga til
viðræðna við Midd-
lesbrough. Smith hefur verið óhepp-
inn með meiðsli hjá ensku meistur-
unum og ekki náð að vinna sér fast
sæti í byrjunarliðinu. Samkeppnin
gæti aukist enn frekar ef kaupin á
Carlos Tevez ná að ganga í gegn.
Fátt virðist
geta komið
íveg fyrir
að Arjen Robben
gangitilhðsvið
Real Madrid. Rob-
ben fór ekki með
öðrum leikmönnum Chelsea í
æfingaferð til Bandaríkjanna og
hefur það aukið enn á vangaveltur
um framtíð hans hjá félaginu.
Bolton hefur
gengiðfrá
kaupunum á
sænskakantmann-
inum Christian
Wilhelmsson frá
Nantes.Kaup-
verðið er talið nema 2,1 milljón
punda, eða um 260 mihjónum
króna. Wilhelmsson, sem leikið
hefur 40 landsleiki fyrir Svfþjóð, var
í láni hjá Roma á síðustu leiktíð.
Bakvörðurinn
efnilegi
Leighton
Baines, sem leikur
með Wigan, er
líklega á leið til
Everton.Flestbenti
til þess að Baines væri á leið til
Sunderland, en hann ákvað á síðustu
stundu að ganga ekki til viðræðna
við Roy Keane og félaga. Tahð
er að ákvörðun hans sé til komin
vegna áhuga Everton, en Baines er
fæddur og uppalinn í Liverpool.
A hrifaThaksinShinawatra
l\ er þegar farið að gæta hjá
i \.Manchester City. Þrír ta-
ílenskir landsliðsmenn eru komnir
til æfinga hjá félaginu þar sem
þeir verða til reynslu. Hingað til
hafa Taílendingar ekki verið hátt
skrifaðir í knattspyrnuheiminum.
Sendibílor
til leigu
Hvaleyrarvöllur Völlurinn er
talínn sá næstbesti á landinu.
Blaðið G.Rúnar
Golfveisla á
Hvaleyrinni
Bestu kylfingar landsins leika á íslandsmótinu í höggleik
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
íslandsmótið í höggleik hefst á
Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag.
Mótið stendur fram á sunnudag og
verða fjórir hringir leiknir á fjórum
dögum. Færri keppendur komast
að en vilja því 176 kylfingar skráðu
sig til leiks, en hámarksfjöldi kepp-
enda er 150 kylfingar. Að tveimur
hringjum loknum verður niður-
skurður og halda 90 efstu keppend-
umir leik áfram.
Allir bestu kylfingar landsins
taka þátt á mótinu í ár, þar með tal-
inn Birgir Leifur Hafþórsson sem
leikur á Evrópumótaröðinni. Útlit
er því fyrir frábært mót því veður-
spáin er með ágætum og völlurinn
er í toppstandi að sögn Ágústs
Húbertssonar, framkvæmdastjóra
Golfklúbbsins Keilis, sem heldur
utan um mótið.
Sigmundur Einar Másson úr GKG
sigraði í karlaflokki með nokkrum
yfirburðum í fyrra. Hann hefur
verið að spila mjög vel upp á síð-
kastið og bar meðal annars sigur úr
býtum á Meistaramóti GKG á dög-
unum. Hann stefnir að sjálfsögðu
á að verja titilinn, þótt yfirburð-
irnir verði kannski ekki jafnmiklir
og í fyrra. „Ég ætla bara að spila
eftir minni leikáætlun og sjá hvað
það gerir. Ég gerði það í fyrra og
það dugði í átta högga sigur,“ segir
Sigmundur.
Helena Árnadóttir sigraði í
kvennaflokki í fyrra. Líkt og Sig-
mundur er hún ánægð með spila-
mennsku sína í sumar. „Ég stefni að
sjálfsögðu á að verja titilinn. Þetta
verður hörð keppni og við erum
nokkrar sem komum til með að berj-
ast á toppnum,“ segir Helena.
Sárt að vera
ekki með
„Ég æfi á fullu. Mér þykir
sárast að fá ekki að vera með,“
segir Lúðvík Geirsson, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði, í léttum
dúr. Hann slær fyrsta höggið
á íslandsmótinu í höggleik á
Hvaleyrarvellinum í dag og
segist hann hafa undirbúið
höggið vel. Lúðvík hefur lengi
verið viðloðandi golfíþróttina
og ólst svo að segja upp á Hval-
eyrarvellinum. Hann vill ekki
gefa upp nákvæma forgjöf, en
segist vera „bogey-spilari“ eins
og stendur.
Það getur tekið á taugarnar
fyrir kylfinga að slá kúluna
fyrir framan fjölda áhorfenda
og sjónvarpsmyndavélar. Lúð-
vík segir að það komi ekki til
með að hafa áhrif á hann. „Ég
sef alveg fyrir þessu en minn
er heiðurinn. Eg þekki hverja
þúfu á vellinum.“
Hvaleyrarvöllur
Byrjað var að spila Hvaleyr-
arvöllinn í sinni núverandi
mynd árið 1997. Það var
Hannes Þorsteinsson sem
teiknaði og hannaði fyrri 9
holur vallarins, en fleiri aðilar
komu að hönnun síðari 9 holn-
anna. í raun má segja að völl-
urinn skiptist í tvo ólíka hluta.
Fyrri 9 holurnar eru spilaðar í
Hvaleyrarhrauni og er spilað í
suður frá klúbbhúsinu og svo
til baka. Síðari níu holurnar
eru spilaðar á Hvaleyrartún-
inu þar sem spilað er meðfram
strandlengjunni. Vellinum
verður snúið við á mótinu,
þannig að síðari 9 holur vall-
arins verða leiknar í hrauninu
og fyrri 9 á túninu.
Hvaleyrarvöllur er 5.904
metrar af hvítum teigum og
er par vallarins 71. Völlurinn
þykir einn sá besti á landinu.
I árlegri úttekt hins virta
golftímarits Golf Digest er
Hvaleyrarvöllur í öðru sæti
yfir bestu velli landsins, á eftir
Grafarholtsvelli í Reykjavík.
Völlurinn er einnig krefj-
andi þar sem úfið hraunið
og opin strandlengjan refsa
grimmilega fyrir augnabliks
kæruleysi.
Margar brautirnar á
vellinum eru mjög krefjandi.
Sérstaklega er 2. holan (11.
hola í mótinu) alræmd þar
sem slá þarf yfir hraun til að
komast inn á braut. Freistast
margir til að nota járnkylfu í
upphafshögginu. Glompurnar
á 9. holu (18. holu) eru sérlega
varasamar auk þess sem kepp-
endur verða að vara sig á tjörn-
inni framan við flötina á 18.
holu (9. holu) í innáhögginu.
Tveir leikvellir rísa í liverpool
Stuðningsmenn kjósa um nýjan völl
Stóru liðin í Liverpool-borg, Ev-
erton og Liverpool, hafa birt teikn-
ingar af nýjum leikvöngum sem þau
hyggjast reisa. Jafnvel var talið að
liðin myndu splæsa saman í nýjan
völl, en ekki reyndist grundvöllur
fyrir þeirri hugmynd.
Völlurinn sem Everton hyggst
reisa mun rúma 55 þúsund manns
og verður staðsettur í Kirkby,
sem er rétt utan við borgina. Sú
ákvörðun hefur hlotið blendnar
viðtökur meðal íbúa Kirkby sem
og stuðningsmanna Everton. Stuðn-
ingsmennirnir vilja halda vellinum
innan borgarmarka á meðan íbú-
arnir óttast áhrif þess að byggja svo
stóran leikvang í bænum. Ákveðið
hefur verið að leyfa útvöldum hópi
Stanley Park Rafael Benítez vonast til
að eíga margar ánægjulegar stundir á
Stanley Park, nýjum heimavelli Liverpool.
stuðningsmanna að kjósa um hvort
völlurinn flytjist til Kirkby. Núver-
andi heimavöllur Everton, Goodison
Park, rúmar um 40 þúsund manns,
og segja forráðamenn liðsins að sá
völlur sé nú þegar orðinn of lítill.
Liverpool leikur sína leiki á Anfi-
eld Road en hyggjast færa sig yfir á
Stanley Park, sem er ekki skammt
undan. Völlurinn mun taka 60 þús-
und manns í sæti, en hægt verður að
fjölga sætum upp í 78 þúsund. Gert
er ráð fyrir að völlurinn verði tilbú-
inn árið 2010. Þá verður „the Kop“,
stúkan þar sem hörðustu stuðnings-
menn liðsins halda til, endursköpuð
á nýja vellinum.
magnus@bladid.net