blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 27
blaóió
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2007
27
Nýstimi vikunnar hjá Reykjavík FM
Sigruðu með lánssöngvara
Strákarnir í hljómsveitinni Shogun urðu
þess heiðurs aðnjótandi að vera valdir nýst-
irni vikunnar af útvarpsstöðinni Reykjavík
FM. Hljómsveitin hóf göngu sína í fyrra en
gerði sér lítið fyrir og vann Músíktilraunir
2007 síðastliðið vor.
„Bandið var stofnað í fyrra en var í rauninni
ekki fullmótað fyrr en rétt fyrir Músíktil-
raunir. Það var auðvitað mjög skemmtilegt að
sigra og gaman að segja frá því að við unnum
með lánssöngvara. Góður félagi okkar gerði
okkur greiða og söng með í stað aðalsöngv-
arans, sem þurfti að bregða sér til útlanda,“
segir Andri Freyr Þorgeirsson, trommuleikari
hljómsveitarinnar.
„Þetta var ótrúlega gaman og mikill heiður
að vera í sama flokki og önnur bönd sem hafa
unnið, eins og til dæmis Mínus, Andlát og
fleiri. Metnaðurinn óx um helming og við
fórum að vinna af miklu meiri krafti í kjöl-
farið,“ bætir Andri við.
Nýkomnir úr hringferð
Að sögn Andra hefur hljómsveitin verið að
átta sig á eigin stíl undanfarin misseri og er
nú að komast að niðurstöðu um tónlistarlegar
áherslur. „Við höfum alltaf kallað þetta met-
alcore, en erum ekki alveg vissir lengur. Það
má frekar kalla þetta metal með breakdown-
ívafi,“ segir Andri og bætir við að senn leggist
hljómsveitin í vinnslu átta laga breiðskífu.
„Við erum að leggja lokahönd á efnið svo
að við byrjum væntanlega á upptökum á
næstunni.“
Hljómsveitin hélt nýverið í hringferð um
Island og spilaði víðs vegar um landið „Við
spiluðum á Höfn, Egilsstöðum og Akureyri og
það gekk mjög vel. Hljómsveitirnar Gordon Ri-
ots og We made God komu með, en þær lentu
báðar í 3. sæti Músíktilrauna núna í ár og
fyrra. Annars stendur 17. júní á aðalsviðinu á
Arnarhóli eiginlega upp úr enda er það okkar
stærsta gigg til þessa," segir Andri að lokum.
Fjölskylda söngvarans
Magna verður í farar-
broddi á tónlistarhátíð-
inni Bræðslunni um helg-
ina. Systirin mun syngja
fyrir gesti hátíðarinnar og
móðir Magna hyggst elda
ofan í tónlistarfólkið.
Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur
halldora@bladid.net
Það verður mikið um að vera
á tónlistarhátíðinni Bræðslunni
sem fram fer á Borgarfirði eystra
á laugardaginn. Hátíðin er haldin
í þriðja skiptið og munu nokkrir
vinsælustu tónlistarmenn landans
stíga á svið. Má þar nefna Magna
Ásgeirsson, sem halda mun útgáfu-
tónleika vegna nýrrar plötu sinnar,
söngkonuna Lay Low og Megas auk
þess sem systir Magna, Aldís Fjóla
Ásgeirsdóttir, ætlar að ljá gestum
rödd sína.
„Þetta verður allsvaðalegt partí.
Systir mín ætlar að syngja með
danska helmingnum í hljómsveit
Jónasar Sigurðssonar. Hún er búin
að búa síðustu árin í Danmörku þar
sem hún hefur stundað söngnám
í Kaupmannahöfn," sagði Magni í
samtali við Blaðið í gær. Hann seg-
ist þess fullviss að Aldís eigi eftir
að standa sig vel á sviðinu og segir
hana afar músíkalska eins og aðra í
fjölskyldunni.
„Ég hef að sjálfsögðu mikla trú á
henni. Við komum frá mjög mús-
íkalskri fjölskyldu og flest frænd-
fólk spilar á eitthvert hljóðfæri. Þú
kemur allavega ekki að tómum
kofanum á ættarmótum hjá okkur.
Síðast héldum við brekkusöng og þá
voru held ég fimmtán gítarar með.“
Stolt af Magna
„Magni hefur náttúrlega haft áhrif
á tónlistargáfur mínar með því
að láta mig hlusta á hitt og þetta í
gegnum tíðina en ég var löngu búin
að ákveða að feta þessa braut og ætl-
aði mér frá unga aldri að verða söng-
kona,“ segir Aldís Fjóla aðspurð
hvort hún hafi viljað feta í fótspor
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram á laugardaginn
Systi r
Magna
treðu r
upp
Syngur á Bræðslunni á laugar-
dagur Aldís Fjoia. syst-r Magna As-
geirssonar, hyggst syhgja fynr gesti
tonlístarhátiöirinnar Bræðslan 2007
Magna með því að leggja land undir
fót og sækja söngnám í Danmörku.
„Ég geri þetta algjörlega á eigin for-
sendum þó svo að ég fái leiðsögn frá
Magna og bræðrum mínum. Annars
er ég auðvitað mjög stolt af Magna
og virkilega hrifin af nýju plötunni
hans. Ég heimsótti hann í stúdíóið
í Danmörku þar sem hann tók plöt-
una upp og get sagt með fullri vissu
að fólk getur verið spennt að heyra
meira af plötunni," bætir Aldís við.
Hún er að vonum full tilhlökkunar
fyrir komandi helgi og spennt fyrir
því að spila fyrir sitt heimafólk.
„Það er svolítið öðruvísi að koma
fram í sinni heimasveit. Ég er búin
að syngja aðeins í Danmörku og þar
náttúrulega þekkja færri mann en
Megas mætir á svæðið Tónlistarmað-
urinn Megas mun stíga á stokk á Bræðsl-
unni næstkomandi laugardag.
hérna. Þetta verður kannski stress-
andi í fimm mínútur áður en ég fer
upp á svið, en um leið og ég byrja að
syngja verður þetta örugglega allt í
lagi og mjög skemmtilegt
Athyglissjúk fjölskylda
Magni og Aldís eru ekki einu fjöl-
skyldumeðlimirnir sem taka þátt
í Bræðslunni því bróðirinn Áskell
Heiðar hefur umsjón með hátíð-
inni og móðirin, Jóhanna Borgfjörð,
hyggst elda ofan í listamennina sem
koma fram.
„Mamma er með veitingasöluna
hérna og verður með listamennina
í fæði og gistingu. Þannig að það
má kannski kalla þetta fjölskyldu-
hátíðina okkar,“ segir Aldís og bætir
við að athyglissýkin renni í æðum
fjölskyldumeðlima.
„Þetta er athyglissjúk fjölskylda,
UM A/IAGNA OG ALDÍSI
Aldís nemur söng í Comp-
lete vocal Institute í Dan-
mörku.
► Fyrsta sólóplata Magna
kemur út miðvikudaginn 1.
ágúst næstkomandi.
W* Magni heldur útgáfutónleika
^ annað kvöld í Borgarfirði
eystri og leikur svo á Bræðsl-
unni á laugardeginum.
það er alveg greinilegt. Mér líður
allavega mjög vel uppi á sviði og ég
held að það hafi sannast á síðasta ári
að það sama er uppi á teningnum
hjá Magna.“
JÁ/NEI
Elskum
sólina sem er búin að sleikja vanga
okkar síðustu daga. Við elskum
sumarstemninguna sem myndast
meðal landsmanna og alla íslend-
ingana sem hressast upp í góða
veðrinu og gefa frá sér góða orku.
Það er fátt betra!
Líkar við
gömlu góðu útileguna. 1 kjölfar
aukningar í tjaldvagna, fellihýsa-
og húsbílasölu virðist tjaldmenn-
ingin eitthvað hafa farið fyrir
bí. En það er einfaldlega enginn
maður með mönnum nema gista
í það minnsta eina nótt á ári í
forláta tjaldi úti á landi. Svo er það
bara prímusinn, gítarinn og góða
skapið!
Langar
til þess að skella okkur í golfið.
Vandamálið er einfaldlega tíma-
leysið auk þess sem maður þorir
ekki að arka á völlinn og gera sig
að fífli með því að fleygja kylfunni
á næsta mann í einhverju mislukk-
uðu högginu.
Vitum ekki með
margra daga útihátíðir. Þær eru, jú,
ógurlega skemmtilegar og henta
eflaust mörgum en stundum spyr
maður sig hvar fólk fær orkuna til
að skemmta sér í 4-5 daga í senn.
Tölum nú ekki um ef rigningin
er allsráðandi og drullupollar úti
um víðan völl. Er ekki nóg að gefa
þessu tvo daga baja?
Bless, bless,
ljósabekkir. Fyrirbæri sem er fyrir
löngu farið að syngja sitt síðasta og
auk þess afskaplega heilsuspillandi.
Þar fyrir utan er ekki lengur smart
að vera óeðlilega brúnn og gervi-
legur eins og oft vill verða þegar
ljósabekkjanotkun er óhófleg.
Þolum ekki
skatta. Hvernig stendur á því að
maður þarf að svitna á hverjum
mánuði vegna óhóflegrar skattfjár-
hæðar sem af okkur er dregin. Það
er með öllu óþolandi að þurfa að
greiða um þriðjung launa sinna í
skatt á mánuði.
j \ :
WWW i IM3IIÍ feKKJU III. IH