blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 1
Hæf ileikarnir frá afa
Gerir það gott í Svíþjóð
Leikarinn Sverrir Páll Guðna-
son gerir það gott í Svþjóð.
Hann fór með aðalhlutverkið
í sjónvarpsseríunni „Upp till
kamp" sem sýnd verður í
sænska sjónvarpinu í byrjun
september.
Færir út kvíarnar
„Ég notaði gamalt trix
frá afa, að borða
bara hratt og
stöðugt," segir
Jón Maríusson
íslandsmeistari
í pylsuáti.
Aðstandendur femin.is
þurftu að laga síðuna að
Sw breskum konum, segir
m, Soffía Steingrímsdóttir,
jBft ritstjóri, sem nýlega
A opnaði vefverslun í
■ Bretlandi.
ORÐLAUS 32
LAUS»34
MENNING16
Miðvikudagur
22. ágúst 2007
Formaður fjárlaga-
nefndar blæs til sóknar
■ Gunnar Svavarsson ætlar að kanna hvort fleiri verkefni hafi verið fjármögnuð á sama
hátt og kaupin á Grímseyjarferjunni ■ Dregur hæfni Ríkisendurskoðunar ekki í efa
Eftir Þórð Snæ Júiíuson thordur@bladid.net
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar,
ætlar að láta kanna hvort fleiri verkefni á vegum
ríkisins hafi verið unnin með sama verklagi og
kaup og endurbætur á nýrri Grímseyjarferju, en
Ríkisendurskoðun ítrekaði í gær að hún teldi
kaupin hafa verið framkvæmd án nauðsynlegrar
heimildar í fjárlögum. „Ég er að nota tækifærið
til að blása til sóknar og þá verðum við einfald-
lega upplýst um það hvort tugir eða hundruð verk-
efna séu unnin í heimildarleysi. Þá geta menn
náttúrlega ekki verið í skjólinu," segir Gunnar.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur sagt at-
ÁGREININGUR UM HEIMILDIR
►
Ríkisendurskoðun taldi fjármögnun
kaupa og endurbóta á Grímseyjarferju
ekki standast fjárreiðulög.
►
►
Fjármálaráðherra sagði þessa ályktun
stofnunarinnar ranga.
Rfkisendurskoðun ítrekaði í gær að hún
teldi að ekki hefðu verið heimildir í fjár-
lögum fyrir kostnaði við ferjuna.
hugasemdir Ríkisendurskoðunar rangar. Gunnar
segist ekki rengja álit Ríkisendurskoðunar. „Ég
hef engar forsendur til að draga í efa faglega
hæfni Ríkisendurskoðunar til þess að vera hinn
hlutlausi og óháði aðili í þessu máli.“
Hann segist ekki vita til þess á þessari stundu
að fleiri verkefni séu fjármögnuð með þeim hætti
sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við. Það
muni væntanlega koma í ljós við nánari athugun.
„Ef svo er ekki þá er þetta Grímseyjarferjumál eins-
dæmi og þá rennir það ríkari stoðum undir álit
Ríkisendurskoðunar. Ef fjölmörg önnur verkefni
eru unnin með álíka hætti þá hlýtur það auðvitað
að kalla á að fjárlaganefnd fari yfir þau, enda
telur Ríkisendurskoðun þau vera unnin í heimild-
arleysi." FJÁRMÖGNUNIN » 4
fbúðalánavextir
hækkuðu um 40%
Vextir á íbúðalánum hafa ekki
verið hærri síðan viðskiptabank-
arnir hófu að bjóða slík lán fyrir
þremur árum. Vextir Glitnis og
Kaupþings hafa til að mynda
hækkað um 40 prósent á \\
þessum þremur árum. ÍM |■|,
Stórskuldug vegna
manneklunnar
Vegna skorts á plássi á frístunda-
heimili varð Díana Ósk Óskars-
dóttir, einstæð móðir sem kaus að
gæta dóttur sinnar, stórskuldug. I
ár verður hlutavistun barna ■ ^
ekki íboði. JL,
Melaskóli annar bekkur takk!
Allt tilbúið hjá kaupmanninum á hominu
Eins og í öllum bókaverslunum hefur verið mikið að gera í bókaversluninni Úlfarsfelli í vesturbæ Reykjavíkur nú
í upphafi skólaárs. Þar þurfa viðskiptavinirnir hins vegar ekki að leita að skilaboðaskjóðu, stílabókum, blýöntum,
strokleðri og öðru sem til þarf vegna skólastarfsins, heldur fá þeir poka með ritföngum fyrir sinn árgang afhentan
yfir búðarborðið eins og litla stúlkan á myndinni. Sjálf var afgreiðslustúlkan, Thelma Marín Jónsdóttir, 10 ára
þegar hún hóf störf í versluninni eða litlu stærri en viðskiptavinurinn á myndinni. mynd/frikki
Chavez fær
eigið tímabelti
Venesúela mun taka upp
einstakt tímabelti um næstu
áramót, þegar klukkan verður
færð fram um hálftíma.
Hugo Chavez forseti segir að
breytingin muni bæta líðan
og styrkja þjóðina í námi og
vinnu. Nú muni sólin skína
þegar landsmenn rísa úr
rekkju. „Þetta er spurning
um efnaskipti, þar sem heilar
mannanna stjórnast af sól-
arbirtu," sagði Chavez þegar
hann tilkynnti um fy rirhugaða
breytingu í vikulegum
þætti sínum, Halló, forseti.
Um áramótin verður Venesúela
því þremur og hálfum tíma á
eftir íslandi í stað fjögurra. ai
NEYTENDAVAKTIN
Sjávarréttasúpa m.brauði / hvítvinsglas
Fyrirtæki Krónur
Sægreifinn, Rvk. 750/*
Fjöruborðið, Stokkseyri 1650/800
Hafið bláa, Ölfusárósum 1850/650
Humarhúsið, Rvk. 1710/880
Rauða húsið, Eyrarbakka 1990/800
* mátt koma með eigið vín
Verð á sjávarréttasúpu sem aðalrétti og hvitvinsglasl
Upplýsingar frá Neytendasamtökunum íjdfe^
GENGI GJALDMIÐLA
USD SALA 66,94 % -1,03 T
m GBP 132,63 -1,23 T
ii 11 DKK 12,13 -1,00 T
• JPY 0,59 -0,67 T
M EUR 90,30 -0,97 T
GENGISVfSITALA 122,65 -1,05 T
ÚRVALSVfSITALA 8.132,68 1,2 A
VEÐRIÐ í DAG
VEÐUR»2
L
bilolond.is
1
Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum!