blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 18
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@bladid.net
Á þessu stigi málsins verðum við að
treysta á reynslu okkar og passa okkur á
að leggjast ekki í eitthvert volæði. Þetta er
sú deild sem refsar þér mest ef þú misstígur þig.
Stórveldi í vanda
Manchester United enn án sigurs Versta byrjunin í 15 ár Þörf á markaskorara
SKEYTIN INN
Franska
meistaraliðið
Olympique
Lyon er sagt
veraáhöttunum
eftir Eiði Smára
Guðjohnsen i
erlendum netmiðlum. Forseti félags-
ins, Jean-Michel Aulas, er sagður
tilbúinn að reiða fram 7 milljóna
punda tilboð í Barcelona-leikmann-
inn, sem hefur þrálátlega verið
orðaður við West Ham, Manchester
United og Newcastle í sumar. Talið
er að Eiður eigi að leysa af hólmi
brasilíska sóknarmanninn Fred, sem
er sagður vilja á burt frá liðinu.
Hinn nýi sókn-
armaður
Tottenham
Hotspurs, Darren
Bent,hefurkomið
stjóra sínum Mart-
in Jol til varnar, en
sá hollenski hefur verið gagnrýndur
undanfarið fyrir slaka byijun liðsins
í ensku úrvalsdeildinni. Þó svo að
liðið hafi unnið Derby 4-0 í síðasta
leik hefur sá orðrómur borist út að
Juande Ramos, þjálfari Sevilla, sé á
leið í stjórasætið á Whitehart Lane.
Bent segir að það sé fáránlegt að
ihuga stjóraskipti á þessum tima-
punkti. „Hann hefur komið okkur í
topp fimm á síðustu tveimur tímabil-
um og allt þetta tal er þvi algert bull!“
Tottenham
Hottspurs er á
eftir argent-
ínskaleikstjórn-
andanum Juan
Roman Riquelme
samkvæmt umboðs-
manni leikmannsins. Riquelme er
samningsbundinn Villarreal á Spáni,
en félagið er sagt vilja losa sig við
hann, enda hefur hann verið í láni
hjá sínu gamla liði, Boca Juniors í
Argentínu. Riquelme var í frábæru
formi í Copa America í sumar þegar
hann leiddi lið sitt til úrslita gegn
Brasilíu, en það tapaði þeim leik 3-0.
Svíinn knái
Sven-Göran
Eriksson
hefurheldurbetur
farið vel af stað
með Manchester
City, sem er efst í
deildinni með fullt hús stiga. Hann
hefur þó allan varann á og segir enn
rúm fyrir bætingu í spilamennsku
liðsins. „Við eigum langa leið fyrir
höndum áður en við getum kallað
okkur topplið. Við munum berjast
með kjafti og klóm en það eru
margir hlutir sem þarf að vinna.“
Meistarar Manchester
United virðast vera í krísu.
Þeir hafa ekki unnið sigur
í fyrstu þremur leikjum
deildarinnar og eru í 16.
sæti með aðeins tvö stig.
Þetta er versta byrjun liðs-
ins síðan tímabilið 1992-
93, en það tímabil varð
liðið reyndar meistari
eftir frábæran endasprett.
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
„Það er vissulega erfitt að berjast
svona með vindinn í fangið. Við
þekkjum hins vegar þessa stöðu
sem við erum í. Á undangengnum
árum höfum við náð að yfirstíga
slík vandræði og við munum gera
Liðið hefur gert tvö jafntefli
og tapað einum leik
► Liðið hefur aðeins skorað
eitt mark, Paul Scholes
gegn Portsmouth
Liðið hefur fengið tvö
mörk á sig
það aftur núna,“ hefur Sir Alex
Ferguson, stjóri liðsins, sagt boru-
brattur í fjölmiðlum.
Nýju mennirnir munu blómstra
Ferguson styrkti liðið umtalsvert
í sumar með kaupunum á argent-
ínska sóknarmanninum Carlos Te-
vés, ungstirnunum Nani og Ander-
son, enska landsliðsmanninn Owen
Hargreaves og markmanninum
Tomasz Kuszsak. Frá liðinu fóru
þeir Alan Smith, Giuseppe Rossi,
Tim Howard og Kieran Richardson.
Kaupin virðast þó ekki hafa skilað
fleiri mörkum inni á vellinum.
.Spilamennska liðsins hefur í raun
verið ágæt, við höfum bara ekki
nýtt færin. Við verðum að spila jafn
vel á síðasta þriðjungi vallarins og á
hinum tveimur, annars gengurþetta
ekki upp,“ lét Ferguson hafa eftir sér
eftir 1-0 tap liðsins gegn nágrönn-
unum í Manchester City, sem eru
efstir í deildinni með níu stig. Ekki
bætir úr skák að tvær aðalstjörnur
liðsins eru frá keppni. Wayne Ro-
oney verður frá vegna meiðsla
næstu tvo mánuði og Cristiano Ron-
aldo þarf að taka út leikbann fyrir
að skalla í andlit Richards Hughes,
leikmanns Portsmouth. Þá eru þeir
Ole Gunnar Solskjær og Louis Saha
einnig meiddir og Carlos Teves því
eini eiginlegi sóknarmaðurinn sem
er leikfær.
Markamaskínu vantar
í kjölfar ástandsins á Old Trafford
hefur gula pressan verið dugleg að
nefna ýmsa sóknarmenn við liðið,
þar sem enn eru eftir nokkrir dagar
af leikmannaglugganum. Þar er
sagður efstur á blaði Klaas Jan Hunt-
elaar, markamaskínan hjá Ajax,
sem hefur verið duglegur að skora
undanfarin þrjú tímabil í Hollandi.
Hann er eitraður í vítateignum,
hefur bæði hraða og áræðni og
nef fyrir marktækifærum. Spark-
spekingar segja hann rétta mann-
inn fyrir United; hann minni um
margt á Ruud Van Nistelrooy, sem
sló hvert markametið á fætur öðru
fyrir félagið. Þá er Huntelaar aðeins
24 ára gamall og því góður framtíð-
arkóstur. Einnig hafa verið nefndir
Obafemis Martins hjá Newcastle,
Eiður Smári Guðjohnsen og Nico-
las Anelka hjá Bolton. En af orðum
Sir Alex Ferguson að dæma virðist
hann ekki ætla að rjúka til og kaupa
framherja, eins og hann sagði þegar
Wayne Ronney meiddist. Árangur
Skotans er óumdeildur og hann er
eldri en tvævetur í bransanum. „Á
þessu stigi málsins verðum við að
treysta á reynslu okkar og passa
okkur á að leggjast ekki í eitthvert
volæði. Þetta er sú deild sem refsar
þér mest ef þú misstígur þig. Þess
vegna verðum við að fara að hala
inn sigra og það strax." Manchester
leikur næst gegn Tottenham heima
á sunnudag, en Lundúnaliðið er
í álíka stöðu og United, hefur þó
unnið góðan sigur, 4-0 gegn Derby
í síðasta leik. Ljóst er að allt verður
lagt undir hjá sveinum Fergusons
og aðeins sigur kemur til greina.
Leikurinn hefst klukkan 15 að ís-
lenskum tíma.
INNKOLLUN A VORU
Okkur hefur veriS tilkynnt aS ein gerS af tjaldi
sem keypt er af „Nordisk Company A/S sé
gallað. TjaldiS heitir „Woodstock" vörunúmer
47219000, fveggja manna pop-up tjald.
TjaldiS hefur veriÖ í sölu frá Mars 2007 til
Ágúst 2007.
TjaldiS hefur veriS í sölu hjá JYSK í Danmörku,
Noregi, SvíþjóS, Finnlandi, Hollandi og
verslunum Rúmfatalagersins á Islandi.
Upp hefur komiS galli er var&ar ófullnægjandi öndunar efnis í tjaldi.
Vegna þessa galla höfum þegar hætt sölu á tjöldunum og biðium vinsamlegast viðskipta-
vini okkar sem hafa keypt þetta tjald að skila því í næstu Rúmfatalagersverslun og fá fulla
endurgreiSslu á vörunni. ViS biSjumst velvirSingar á þeim óþægindum sem þetta kann aS
hafa valdiS. MeS fyrirfram þökk fyrir sýndan skilning.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá byrgja okkar:
Nordisk Company A/S
Papirfabrikken 28
DK-8600 Silkeborg
tlf +45 73 73 40 00
mail: fb@nordisk-company.com
BJlilAIM, A
N /1ILID
VirSingarfyllst Rúmfatalagerinn ehf.
Ný staða Lærisveinum Sir
Alex Ferguson er vorkunn.
‘r - * ■