blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 2
2
FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2007
blaöiö
Sojabaunir
í stað fisks
Kúabændur íhuga
að kaupa ódýrara
fóður í Færeyjum
Kjarnfóður er allt að 50 pró-
sentum dýrara hér á landi en í
Færeyjum. Þetta kemur fram á vef
Landssambands kúabænda sem
gerði samanburð á kjarnfóðurverð-
lista frá Meginfélagi Búnaðarmanna
í Færeyjum. Hluti skýringarinnar
er sagður vera munur á hráefni sem
notað er í fóðrið. Hér á landi er not-
ast við fiskimjöl sem hráefnisgjafa
en uppistaðan í danska fóðrinu sem
selt er í Færeyjum eru sojabaunir.
(slenska fóðrið of dýrt
Baldur Helgi Benjamínsson, fram-
kvæmdastjóri LK, segir íslenska
fóðrið vissulega betra, en það sé
hins vegar orðið svo dýrt að menn
velti alvarlega fyrir sér að hætta
notkun þess. Engar málefnalegar
forsendur séu til þess að verð á
kjarnfóðri geti ekki verið það sama
í báðum löndum.
Verndartollur á innfluttum kjarn-
fóðurblöndum var í fyrra lækkaður
úr 7,80 krónum á kílóið niður í
3,90 krónur. Baldur segir það vera
baráttumál kúabænda að afnema
þennan toll, sem sé íþyngjandi fyrir
kúabændur. „Það er verið að þrýsta
á okkur með verð. Við sömdum um
verðstöðvun í tvö ár og það er búið
að vera sama heildsöluverð á mjólk-
urvörum síðan 1. janúar 2006 og
verður það að minnsta kosti fram
að áramótum. Við verðum einhvern
veginn að geta tekið á móti og þar
er lækkað verð á kjarnfóðri eitt af
forgangsmálum.“
magnus@bladid.net
STUTT
• Kappakstur Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu þurfti að
hafa afskipti af tveimur sautján
ára piltum sem voru í bílakapp-
akstri í Gufuneskirkjugarði á
mánudagskvöld.
• Umferðareftiriit Lögreglan
á höfuðborgarsvæðinu verður
með sérstakt umferðareftirlit
við upphaf nýs skólaárs í dag
líkt og undanfarin ár. Lögregla
hvetur ökumenn til að sýna
sérstaka varúð, en í hópi skóla-
barna eru margir krakkar að
setjast á skólabekk í fyrsta
sinn.
Meirihluti presta hlynntur því að heimild verði gefin til að staðfesta samvist samkynhneigðra
Ekki var spurt um hjónaband
Um 65 prósent starfandi presta eru mjög eða
frekar hlynntir því að prestum Þjóðkirkjunnar
verði veitt heimild til að framkvæma staðfesta
samvist samkynhneigðra. Svipaður fjöldi telur
líklegt að hann myndi nýta sér slíka heimild.
Þetta er niðurstaða könnunar sem gerð var af
fyrirtækinu Outcome fyrir Biskupsstofu í júní og
júlí í sumar. Um netkönnun var að ræða og var
svarhlutfall 75 prósent.
Ekki var spurt um hjónaband samkynhneigðra.
Hannes Blandon, prófastur Eyjafjarðarprófasts-
dæmis, segir að það hefði verið miklu betri spurn-
ing í sjálfu sér. „Eg á erfitt með að kyngja því samt,
því það fyrirbæri er þrungið merkingu og meðan
við erum ekki á eitt sáttir með þá merkingu í lút-
hersku kirkjunni að fara þá leið, sem sagt að leyfa
hjónaband þessa fólks, þá er ég ekki tilbúinn að
leyfa það. Eg er tilbúinn að blessa þetta fólk en
það þarf að finna nýtt orð yfir sambúð samkyn-
hneigðra. Þetta strandar á því.“
Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkj-
unni í Reykjavík, segir niðurstöðurnar jákvæðar.
,Hins vegar kemur þetta töluvert á óvart miðað við
það sem gefið var til kynna á síðustu prestastefnu.
Þá er spurning hvað ræður. Ætli það sé ótti við
kirkjuleg yfirvöld? Hvað sem því líður, þá ber að
fagna þessari niðurstöðu. Annars er ég hræddur
um það verði haft vit fyrir kirkjustofnuninni, að
þetta verði samþykkt á Alþingi, hvort sem ríkis-
kirkjustofnunin vill þetta eða ekki,“ segir hann.
Á prestastefnu í apríl 2007 kom fram tillaga þess
efnis að prestum, sem það kysu, yrði heimilað að
vera lögformlegir vígslumenn staðfestrar sam-
vistar. Tillögunni var vísað til kenningarnefndar
en prestastefna samþykkti jafnframt ósk um að
kanna hug presta til þessarar þjónustu.
HJÚSKAPUR SAMKYNHNEIGÐRA
►
Enginn munur er á réttarstöðu gagn-
kynhneigðra hjóna og samkynhneigðra
í staðfestri samvist nema hvað varðar
vígslu trúfélags.
W. í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er
' talað um að veita trúfélögum heimild til
að staðfesta samvist samkynhneigðra.
► Samtök samkynhneigðra hafa lagt áher-
slu á að fá fullgilda hjónavígslu í kirkju.
{ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna frá
maí 2007 er talað um að veita trúfélögum heimild
til að staðfesta samvist samkynhneigðra og tóku
spurningarnar mið af því.
magnus@bladid.net - traustis@bladid.net
Stórskuldug vegna skorts
á plássi á frístundaheimili
■ Einstæð móðir minnkaði við sig vinnu þar sem hún hafði engan til að gæta barnsins
síns eftir skóla M Hlutavistun verður ekki í boði á frístundaheimilum í vetur
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Vegna skorts á plássi á frístunda-
heimili frá upphafi skólaárs fyrir
tveimur árum þar til um miðian
mars næsta ár varð Díana Ósk Ósk-
arsdóttir, sem er einstæð móðir,
stórskuldug auk þess sem hún gat
ekki lokið stúdentsprófi eins og hún
hafði ætlað sér. Díana er þess full-
viss að svipaður vandi muni blasa
tð mörgum einstæðum mæðrum í
vetur sem ekki fá pláss á frístunda-
heimilum fyrir börn sín.
Kaus að líta eftir dóttur sinni
„Ég á enga að til að grípa inn í
þegar svona stendur á. Þegar dóttir
mín, Amanda Líf, var í 1. bekk í
Foldaskóla fyrir tveimur árum gat
ég ekki hugsað mér að hún yrði
eftirlitslaus eftir hádegi. Ég vildi
frekar missa tekjurnar og hafa hana
í öruggum höndum. Auðvitað er
þetta hrikalegur tekjumissir fyrir
einstæða móður. í fyrra fékk Am-
anda pláss nokkrum vikum eftir að
skólinn byrjaði þannig að ég þurfti
ekki að vera jafnlengi frá vinnu þá.
Nú vorum við ótrúlega heppnar og
fengum strax pláss á frístundaheim-
ilinu,“ segir Díana.
Þegar Amanda hóf skólagöngu
sína gerði Díana ráð fyrir að þurfa að
vera frá vinnu eftir hádegi í nokkrar
vikur í mesta lagi. „Biðin eftir plássi
lengdist hins vegar sífellt og Am-
anda komst ekki að á frístundaheim-
ilinu fyrr en seinni hlutann í mars.
Fékk loks pláss Dlana Ósk Óskarsdóttir og
dóttir hennar, Amanda Líf. Díana gat ekki hugs-
að sér að láta dóttur sína ganga með lykil um
hálsinn eins og sumir 1. bekkingar gerðu.
Ég þurfti að velta öllum greiðslum
áfram og stóð uppi með stóra skuld
eftir veturinn,“ segir hún. Þar sem
Díana gat ekki mætt í allar kennslu-
stundir sem hún þurfti til að ljúka
stúdentsprófi féll hún á svokölluðu
punktakerfi. „Það voru ýmsir nem-
endur í skólanum i hrikalegum
vandræðum vegna skorts á plássi á
frístundaheimili,“ segir Díana sem
gat loks lokið prófinu í fyrra.
Hverjum degi bjargað
Önnur móðir sem Blaðið ræddi
við og hefur ekki fengið pláss á frí-
stundaheimili fyrir dóttur sína fyrir
veturinn segir að málunum verði
bjargað frá degi til dags. „Maðurinn
minn er í vaktavinnu og foreldrar
mínir búa rétt hjá okkur. Við teljum
okkur þess vegna frekar heppin. En
þetta verður erfitt félagslega fyrir
dóttur mína. I fyrra komst hún ekki
að á fristundaheimili fyrr en í nóv-
ember þegar hlutavistunarkerfinu
var komið á. Fram að þeim tíma
beið hún til klukkan 5 á daginn
eftir því að skólafélagarnir kæmu
heim úr frístundastarfinu,“ segir
móðirin.
I fyrra saxaðist á biðlistana þegar
ákveðið var að fara að tillögu Sam-
fylkingar og bjóða upp á hlutavistun
en þá komust fleiri börn að. Nú
verður hlutavistun ekki í boði, að
minnsta kosti ekki til að byrja með.
STAÐREYIIDIR
► í síðustu viku var aðeins
búið að ráða 80 af þeim 307
starfsmönnum frístunda-
heimila ÍTR sem þarf.
► í síðustu viku var aðeins
búið að samþykkja um 700
umsóknir um vist af þeim
rúmlega 2700 sem borist
höfðu.
► Frístundaheimilin eru opin
í um 3 klukkustundir á dag
og þess vegna er einungis
um 30 til 40 prósenta starf
að ræða.
VEÐRIÐ I DAG
20 stig norðaustanlands
Suðvestan og vestan 10-15 og skúrir.
Víða 15-20 m/s um norðanvert landið.
Hægari vindur vestantil síðdegis og léttir
til austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á
Norðausturlandi.
Skúrir suðvestanlands
Suðvestan 10-15 m/s og skúrir, en yfirleitt
þurrt og bjart austantil á landinu. Hægari
vindur þegar líður á föstudag. Hiti breytist
lítið.
Skipulagi Nón-
hæðar hafnað
Skipulagsnefnd Kópavogs-
bæjar hafnaði á fundi sínum
í gær skipulagstillögum á
Nónhæð og Arnarsmára
32. Ákvörðunin tekur til
allra þriggja skipulagsstiga.
Nefndin samþykkti að fela
bæjarskipulagi að yfirfara
athugasemdir sem borist hafa
vegna tillagnanna.
Tillögurnar gerðu ráð fyrir
því að háar byggingar yrðu
reistar á svæðinu. Ibúar kröfð-
ust þess hins vegar að svæðið
yrði í anda þess sem heitið
hefði verið við skipulagningu
hverfisins.
mbl.is
Leiðrétt
Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 31
Amsterdam 22
Ankara 34
Barcelona 23
Berlín 22
Chicago 28
Dublin 16
Frankfurt 18
Glasgow 19
Halifax 21
Hamborg 18
Helsinki 23
Kaupmannahötn 19
London 16
Madrid 23
Mílanó 17
Montreal 13
. Miinchen .22
New York 15
Nuuk 6
Orlando 26
Osló 21
Palma 26
París 20
Prag 25
Stokkhólmur 23
Þórshöfn . 1?