blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2007 blaóið Gasaströndin ESB greiðir rafmagnið Evrópusambandið samþykkti í gær að halda til bráðabirgða áfram að greiða fyrir eldsneyti til einu raforkustöðvarinnar á Gasaströndinni. Sambandið tilkynnti fyrr um daginn að það hefði lokað fyrir greiðslurnar vegna gruns um að Hamas-sam- tökin, sem ráða Gasaströndinni, hygðust skattleggja rafmagnið. Rafmagni sló út hjá 1,4 millj- ónum íbúa Gasasvæðisins, en samkomulag náðist um áfram- haldandi greiðslur gegn því að fulltrúar á vegum ESB fái frek- ari heimildir til eftirlits. aí Fellibylurinn Dean skall á Yucatan-skaga Ferðamannabæir sluppu við ofsann Fellibylurinn Dean skall á Yuc- atan-skaga í Mexíkó í gærmorgun. Fellibylurinn náði fimmta stigi skömmu áður en hann náði landi norðaustur af bænum Chetumal og fylgdi honum úrhellisrigning og sterkir vindar sem ollu miklum usla. Cancun og fleiri ferðamanna- bæir sluppu þó við að Dean færi þar beint yfir. Dean veiktist við að fara yfir Yuc- atan-skaga og varð að annars stigs fellibyl um hádegisbil í gær. Líklegt er talið að hann styrkist á ný þegar hann fer yfir Campeche-flóa. Mikill viðbúnaður hefur verið í Mexíkó undanfarna daga vegna komu felli- bylsins, en yfirvöld hafa varað við flóðum og aurskriðum sem munu fylgja honum. Mikil mildi þykir að miðja Deans hafi farið á land á strjálbýlu svæði sem hafði að mestu leyti verið rýmt. Vindhraði fellibylsins mældist mestur um 75 m/s, en síðdegis í gær mældist hann um 46 m/s. atlii@bladid.net Fellibylurinn Dean gengur yfir Mexíkó Mexíkósk yfirvöld hafa rýmt ferðamannabæi Feiiibyijaviðvörun og lokað olíuvinnslusvæði á hafi úti vegna fellibylslns Dean. Hitabeltisstormsviövörun Dean varð að 5. stigs fellibyl þegar Hitabeltisstormseftirlit hann náði Yukatan-skaga, en varð að 3. stigs fellibyl eftir því sem leið bandarIkin »■■■■■ Mexíkóborg Veracruz _ GVATEMALA HONDÚRAS Heimild: NOAA Þriðjudagur, kl. 12 að ísl. tíma KÚBA Cancun © GRAPHIC NEWS YUCATAN-SKAGI Jamafka: 4. stigs felli- bylur varð nfu manns að bana. Fimmtudagur, kl. 12. að ísl. tíma Endeavour lent Bandaríska geimferjan Endea- vour lenti heilu og höldnu við Kennedy-geimvísindastöðina í Flórídaríki í Bandaríkjunum síðdegis í gær. Sjö geimfarar voru um borð í ferjunni og hafa þeir unnið að byggingu Alþjóðlegu geimstöðvarinnar síðustu daga. Heimkomu ferjunnar var flýtt um einn dag vegna hugsanlegrar hættu sem henni stafaði af felli- bylnum Dean. aí Fækka í herliði David Petraeus, yfirmaður banda- ríska herliðsins i írak, hyggst leggja til að fækkað verði í liðinu um 30 þúsund, samkvæmt frétt New York Times. Unnið er að skýrslu fyrir Bandaríkjaþing þar sem árangur fjölgunar hermanna síðustu mánuði er metinn. Heimildarmenn blaðsins segja að í skýrslunni muni koma fram að ástandið í f rak hafi þrátt fyrir allt batnað eftir fjölgun. 162 þús- und bandarískir hermenn eru nú í frak. aí oJuiímt uuof id mad*«osg ítölsku barnaskórnir eru komnir. Gore-tex og ullarfóður fyrir litlar tásur í vetur. Iðu-husinu Lækjargötu 2, simi 652 7682 Ákvörðun snúið við Dómstóll í Ástralíu hefur snúið við þeirri ákvörðun þarlendra stjórnvafda að afturkalla land- vistarleyfi indverska læknisins Mohamed Haneef, sem var grun- aður um aðild að misheppnuðum hryðjuverkaárásum í Lundúnum og Glasgow fyrr í sumar. Dómstóllinn segir að stjórnvöld hafi gert mistök í málinu, en allar ákærur á hendur Haneef voru felldar niður eftir að ríkissak- sóknari þar í landi skoðaði mál hans. Haneef er nú í Indlandi. Menn Saddams fyrir rétt Réttarhöld hófust yfir fimmtán samverkamönnum Saddams Husseins, fyrrum íraksforseta, í Bagdad, höfuðborg fraks, í gær. Mennirnir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða tuga þúsunda manna þegar þeir brutu uppreisn sjíta á bak aftur í kjölfar Persaflóastríðsins árið 1991. Meðal sakborninga er frændi Hus- seins, Ali Hassan al-Majid, sem er betur þekktur sem Eiturefna-Ali, en hann var dæmdur til dauða í öðrum réttarhöldum fyrr á árinu. aí Olíuborun sið- ferðilegt álitamál i ■ Borun leiðir af sér meiri tekjur fyrir Noreg en hraðar loftslags- breytingum ■ Áskorun fyrir ríka þjóð að taka ábyrga afstöðu Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Norðmenn standa nú frammi fyrir erfiðum siðferðislegum spurn- ingum er varða olíuborun sína. Á fáeinum áratugum hefur olían og jarðgasið í norskri lögsögu um- breytt Noregi frá því að vera land í rústum eftir hersetu í eitt ríkasta land heims. Almenningur og stjórn- málamenn deila hins vegar nú um hvort rétt sé að bora eftir meiri olíu norðan heimskautsbaugs, vitandi það að frekari olíunotkun heims- byggðarinnar mun þegar allt kemur til alls einungis hraða hlýnun lofts- lags ájörðinni. f frétt Washington Post segir að sérfræðingar áætli að rúmlega sjötíu milljarðar tunna af olíu og gasi finnist undir hafsbotni á stóru svæði við norðurheimskautið. Sú staðreynd að auðveldara sé að vinna auðlindirnar í hlýrra loftslagi flækir deiluna enn frekar. Hagnast á hlýnun Norskir viðskipta- og stjórnmála- menn renna nú hýru auga til svæða sem rík eru af auðlindum á hafs- botni í Norður-íshafi og við pólinn. Þeir gera sér grein fyrir að ef þeir aðhafast ekkert munu önnur ríki svo sem Rússland, Danmörk, Kan- ada og fleiri ríki verða fyrri til og nýta auðlindirnar. Því er spurt hvað Norðmenn eigi að gera þegar hlýnun NORSKA OLÍAN ► Miklar olíu- og jarðgasauð- iindir eru á norsku yfirráða- svæði. ► Landið er í þriðja sæti yfir mestu gasútflutningsríki heims og í fimmta sæti þeg- ar kemur að olíuútflutningi. ^ Á síðasta ári mátti rekja 36 prósent af tekjum ríkissjóðs Norðmanna til jarðolíunnar. jarðar bætir loftslag í þeirra heims- hluta og nýtist þeim fjárhagslega, en veldur hörmungum á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Jan-Gunnar Winther, forstjóri Norsku heimskautsstofnunarinnar í bænum Tromsö, segir þennan heimshluta vera þann sem hagnist mest á hlýnun loftslags á jörðinni. „Það getur reynst mikil áskorun fyrir vel stæða þjóð að taka ábyrga afstöðu, vitandi að þetta muni hafa jákvæð áhrif heima fyrir.“ Alvarlegt vandamál Trude Sundset, fulltrúi norska olíufyrirtækisins Statoil, sem er í meirihlutaeigu norska ríkisins, segir í samtali við Washington Post að fyrirtækið líti hlýnun jarðar al- varlegum augum og telji hana vera vandamál. Fyrirtækið finnur þó jafnframt fyrir þörfinni á að útvega alþjóðlegum mörkuðum olíu. Fyrir- tækið mun hefja olíuvinnslu í Bar- entshafi nú haust, þar sem talið er að um átta milljaðar tunna af olíu finnist. „Svo lengi sem heimurinn vill olíu og gas, þarf að fara þangað sem olíu og gas er að finna.“ HVAÐ VANTARUPPÁ? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.