blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2007 blaðiö Mismunandi hvað apótekin telja mistök ■ Skilgreining Lyfjastofnunar á alvarlegum mistökum við afgreiðslu lyfja var sett fram munnlega ■ Utrýma þarf misræmi í reglum apóteka, segir formaður lyfjafræðinga Þýsku ferðamennirnir Formleg leit hófst í gær Formleg leit hófst í gær að tveimur þýskum ferðamönnum sem saknað hefur verið eftir að þeir skiluðu sér ekki til Þýskalands með flugi sem þeir áttu bókað 17. ágúst. Björgunar- sveitir leituðu í Skaftafelli í gær. Áætlað er að þyrla Landhelgis- gæslunnar fari á staðinn í dag. Þá verður skipulagt leitarflug þar sem kanna á algengar göngu- og klifurleiðir á svæðinu, sem og aðra staði þar sem hættu- legt er að ferðast um. mge Reykjavík Ölvaður gröfu- maður ók á brú Karl á fimmtugsaldri var hand- tekinn í Súðarvogi í Reykjavík á mánudag eftir að hafa ekið hjólagröfu sem rakst í Elliða- árbrúna á mótum Sæbrautar og Reykjanesbrautar. Við það kvarnaðist lítilsháttar úr brúnni en brotin lentu á aðvífandi bíl sem rispaðist. Fyrrnefndur ökumaður, sem stakk af frá vettvangi, reyndist vera undir áhrifum áfengis og hafði þar að auki verið sviptur ökuleyfi. Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Lyfjastofnun hefur ekki gefið formlega út skilgreiningu sína á því hvað teljist vera alvarleg mistök í apótekum, en slíkt ber að tilkynna til Lyfjastofnunar. Hefur þetta leitt til þess að Lyfjastofnun er ekki kunnugt um öll alvarleg mistök sem verða þar sem misjafnt er eftir apótekum og lyfjafræðingum hvað fellur í þann flokk mistaka sem á að tilkynna stofnuninni. Formaður Lyfjafræðingafélags Islands vill að skerpt sé á reglunum og þessu mis- ræmi útrýmt. Skilgreining kynnt á fundi Alvarleg mistök verða í apótekum, samkvæmt skilgreiningu Lyfjastofn- unar, þegar rangir lyfjaskammtar eða röng lyf eru afgreidd út úr apó- teki. Misjafnt er hvernig slík mistök eru skilgreind af lyfjafræðingum. Samkvæmt heimildum Blaðsins líta til dæmis sumir svo á að ef við- skiptavinur skaðast ekki af mistök- unum þurfi ekki að tilkynna þau til Lyfjastofnunar. Eru þau þá einungis skráð í atvikaskrá viðkomandi apóteks. Regína Hallgrímsdóttir, sviðs- stjóri eftirlitssviðs Lyfjastofnunar, ► í fyrra voru notuð lyf fyrir rúma 16,6 milljarða króna. ► Hver íslendingur notaði að meðaltali lyf fyrir um 1.380 krónur á dag í fyrra. Á milli áranna 2005 og 2006 jókst lyfjanotkun á hverja þúsund íbúa á dag um 2,2 prósent. segir að skilgreining stofnunar- innar á alvarlegum mistökum hafi verið kynnt á fundi í fyrra sem for- •svarsmenn rekstrarleyfishafa apó- tekanna sátu. Segir hún að liklegt sé að þeim apótekum sem ekki áttu fulltrúa á þessum fundi og þeim sem ekki hafa farið nýlega i úttekt hjá Lyfjastofnun sé ekki kunnugt um skilgreiningu hennar. Blaðið greindi frá því á laugardag að Lyfjastofnun hefði aðeins verið tilkynnt um þrenn mistök við lyfja- afgreiðslu á árinu. Það væru grun- samlega fá atvik að mati Lyfjastofn- unar sem teldi apótekin þegja yfir mistökunum. Vantarfleiri lyfjafræðinga I apótekum er tvöfalt eftirlit við af- greiðslu lyfja sem felur í sér að tveir starfsmenn á vakt, annar alltaf lyfja- fræðingur, eiga að fara yfir allar afgreiðslur. Samkvæmt lyfjalögum eiga að vera tveir lyfjafræðingar á vakt í apótekum. Frá þessari reglu má hins vegar veita undanþágu ef afgreiddar eru færri en sextíu lyfja- ávísanir á dag, samkvæmt viðmið- unarreglum Lyfjastofnunar. Regína segir að það sé á ábyrgð lyfsölu- leyfishafa og rekstrarleyfishafa að mönnun apóteka sé í lagi. Unnur Björgvinsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Islands, segir ekki nógu marga lyfjafræðinga út- skrifast til að hægt sé að fylla allar þær stöður sem þurfi. „Við vitum það öll að það eru ekki alltaf tveir lyfjafræðingar á vakt i öllum apótekum. Það er bara þannig og hefur verið i mörg ár. Þetta er eitt- hvað sem Lyfjastofnun veit alveg af.“ UMARTILBOÐ 10-40% afsláttur I ' FRÍ LEGUGREiNING og fagleg ráðgjöf á heilsu- og sjúkradýnum www.rumgott.is EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.