blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 4
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2007
blaðið
Trén úr Heiömörk prýða
umhverfi golfvallar
Trén sem fjarlægð voru úr Heið-
mörk og Kópavogsbær vildi skila
en Skógræktarfélag Reykjavíkur
hafnaði prýða nú umhverfi golf-
vallar Kópavogs og Garðabæjar. í
yfirlýsingu frá Kópavogsbæ er því
vísað á bug að trén hafi ekki verið
lífvænleg, eins og framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélagins mun
hafa lýst yfir. Heildarfjöldi trjáa
sem metið var að hefðu verið
felld vegna framkvæmda við
vatnslögn var 559 tré af fimm trjá-
tegundum, að því er kemur fram í
yfirlýsingunni. Jafnframt kemur
fram að 57 trjám hafi verið skilað.
Aðstoðarríkislögreglustjóri segir að beita megi valdi við líkamsleit
Verklagsreglur lækna gilda
Lögreglu er heimilt að beita einstak-
ling valdi þegar læknir eða hjúkrunar-
fræðingur þarf, vegna lögreglurann-
sóknar, að takablóð- eðaþvagsýni eða
framkvæma líkamsrannsókn eins og
að leita í endaþarmi og leggöngum.
Er kennt í Lögregluskólanum hvaða
tökum er heimilt að beita.
„Lögreglan er alltaf bundin af með-
alhófsreglu stjórnsýslulaga um að
ganga ekki harkalegar fram en nauð-
synlegt er,“ segir Páll Winkel aðstoð-
arríkislögreglustjóri. „Lögreglan hef-
ur valdbeitingarheimildir sem hún
beitir í eins litlum mæli og eins
sjaldan og mögulegt er. I sumum til-
vikum verður einfaldlega ekki kom-
ist hjá því.“
Valdbeiting Lögreglan fylgir læknum
þegar beita þarf valdi til að ná sýni.
Páll segir það ekki á forræði lögregl-
unnar að ákveða við hvaða aðstæður
blóð- eða þvagsýni er tekið. Það sé
á herðum lækna eða hjúkrunarstarfs-
fólks og verklagsreglur lögreglu því
óþarfar. „Lögreglan fer fram á að
sýnatakan sé framkvæmd og við
segjum læknum ekki til um hvernig
þeir vinna sína vinnu.“
I Blaðinu í gær var sagt frá því að
kona kærði lögregluna á Selfossi til
ríkissaksóknara fyrir kynferðislegt
ofbeldi þegar þvagsýni var tekið
með þvaglegg án hennar samþykkis
4. mars síðastliðinn. Segir hún að
gyrt hafi verið niður um sig og sér
haldið nauðugri af lögregluþjónum
þegar sýnatakan fór fram. Kæru kon-
unnar var vísað frá þar sem að mati
ríkissaksóknaraembættisins var
ekki grundvöllur fyrir því að hefja
opinbera rannsókn vegna kærunnar.
Ríkissaksóknari vildi ekki tjá sig um
málið þegar eftir því var leitað.
heida@bladid.net
Hælisleitendur
frá Líbanon
og Sýrlandi
Hælisleitendurnir fjórir, sem
síðastliðinn fimmtudag leituðu
til lögreglunnar á Egilsstöðum,
kváðust vera frá Sýrlandi og Líb-
anon, að sögn Óskars Bjartmarz
lögreglumanns.
Um var að ræða tvær konur og
tvo karla og leiddi frumathugun
lögreglu í ljós að þau hefðu
komið með ferjunni Norrænu til
Seyðisfjarðar fyrr um daginn.
„Mér skilst að eitt þeirra hafi
verið búið að sækja um hæli í
Noregi og að málið hafi verið í
vinnslu þar,“ segir Óskar.
Mál fjórmenninganna hefur
verið sent Útlendingastofnun til
ákvörðunar.
Fleirum hleypt
inn í framhalds-
nám í sálfræði
Nemendum í framhaldsnámi í
sálfræði til cand.psych.-gráðu
með starfsréttindi verður fjölgað
úr sextán í tuttugu nú í haust
við Háskóla íslands. Er fjölgun
nemenda í framhaldsnáminu til-
komin vegna aukafjárveitingar.
Haustið 2006 var 9.471 nem-
andi skráður í Háskóla íslands.
Voru flestir skráðir í félagsvís-
indadeild, eða 2.462 nemendur.
Næstfjölmennasta deildin var
hugvísindadeild með 1.903
skráða nemendur. Ekki er búið
að taka saman tölur fyrir haustið
2007, meðal annars vegna þess
að kennsla er ekki hafin og fjöldi
erlendra nema ekki ljós.
ÚTSALA
VALHÚSGÖGN
SKÁPAR-
BORDSTOFlMJSCÖGN
söfah-sófasett-hobhsófab
asett-hornsi^am- —
Síöustu daga
Opið: Virkadaga 10-18
Laugardaga 11-16
Sunnudaga 13-16
; rúni
Rðltu um vtrslunina okkar I rólegheitum i
netinu meö nýja 360* sýningarkerfinu okkar
ir þúaöpr ' '
usqoqn
Ármúla 8 - 108 Reykjavlk
Slmi 581-2275 ■ 568-5375
Fj ármögnunin
afar vafasöm
■ Ríkisendurskoðun ítrekar að fjármögnun nýju Grímseyjarferj-
unnar standist ekki lög ■ Telur „afar vafasamt" að eyða hundruð-
um milljóna á grundvelli fjárheimilda sem ráðherra hefur vísað til
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@bladid.net
Ríkisendurskoðun sendi í gær
frá sér viðbrögð við ummælum fjár-
málaráðherra vegna kaupa á nýrri
Grímseyjarferju. I svartri skýrslu
stofnunarinnar um ferjukaupin sem
kom út í síðustu viku gagnrýndi hún
harðlega þær ákvarðanir og aðferðir
sem notaðar voru við fjármögnun
kaupa og endurbóta á nýju ferjunni
og sagði það verklag á engan hátt
standast ákvæði fjárreiðulaga.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra
lét hafa eftir sér í kjölfarið að hann
teldi þessa niðurstöðu Ríkisendur-
skoðunar ranga. Það væri algengt
að ónýttar heimildir væru nýttar
til annarra framkvæmda, slíkt verk-
lag væri viðurkennt og hefði tíðkast
lengi. Þá hefði Vegerðin aldrei farið
út fyrir fjárheimildir sínar. Þvert á
móti væri alltaf afgangur af þeim og
því hefði Vegagerðin heimild til að
nýta slíkt fé til að fjármagna önnur
verkefni, til dæmis kaup á nýrri
Grímseyjarferju.
í svarbréfi Ríkisendurskoðunar
vegna þessara ummæla Árna segir
að sú heimild sem fjármálaráðherr-
ann vitnar í heimili sölu á gömlu
Grímseyjarferjunni, Sæfara, og að
andvirðinu sé varið í kaup á nýju
skipi. Sæfari er metinn á 30 til 40
milljónir króna en Ríkisendur-
skoðun hefur áætlað að kostnaður
við kaup og endurbætur á nýrri
FJÁRMÁLARÁÐHERRA OG RÍKISENDURSKOÐUN
Heimild til kaupa og endur- jjjg- Ónýttar heimildir bóta á nýrri Grímseyjarferju , .. _ Fjarmalaraðherra: Algengt að onýttar Fjármáiaráðherra: 6. grein fjárlaga ár- heimildir séu nýttar til annarra fram- anna 2006 og 2007 segir að fjármálaráð- kvæmda en heimildir eru fyrir í fjárlögum. herra sé heimilt að selja gömlu ferjuna Það hafi verið gert og slíkt verklag sé og nota andvirðið til kaupa á nýrri. viðurkennt. Ríkisendurskoðun: Ekki hægt að vísa Ríkisendurskoðun: Millifærsluheimild- til þessarar heimildar þar sem gamla in takmarkast við rekstarkostnað, ekki ferjan hefur enn ekki verið seid. stofnkostnað. Grímseyjarferjumálið telst til stofnkostnaðar. tb- Heimildir Vegagerðarinnar Fjármálaráðherra: Vegagerðin hefur aldrei farið út fyrir fjárheimildir sínar held- ur alltaf verið með afgang. Því hafi hún heimild fyrir kostnaðinum. Ríkisendurskoðun: Vegagerðin fór rúmlega 500 milljónir fram úr fjárheimild- um sínum í árslok 2006. Þar af má rekja um 300 milljónir til útgjalda vegna nýrrar Grímseyjarferju.
Grímseyjarferju verði að minnsta
kosti 500 milljónir króna. Þar sem
Sæfari er hins vegar enn óseldur
telur Ríkisendurskoðun að heim-
ildin hafi alls ekki verið nýtt og
því sé „afar vafasamt að stofna til
hundraða milljóna króna útgjalda
á grundvelli þessarar sölu- og
ráðstöfunarheimildar“.
Fór víst fram úr heimildum
Ríkisendurskoðun segir enn-
fremur að hún telji óheimilt að
millifæra fjárheimildir milli stofn-
kostnaðar eða viðhaldsverkefna og
rekstarviðfangsefna nema Alþingi
hafi veitt til þess sérstaka heimild í
fjárlögum eða fjáraukalögum. Það
hafi verið gert í þessi tilfelli.
Að lokum bendir ríkisendurskoð-
andi á að rekstarútgjöld Vegagerð-
arinnar hafi farið um 500 milljónir
fram úr fjárheimildum á síðasta ári
og þar af megi rekja um 300 millj-
ónir beint til kaupa og endurbóta á
nýrri Grímseyjarferju. Staðhæfing
fjármálaráðherra um að Vegagerðin
hafi aldrei farið út fyrir fjárheim-
ildir sínar sé því röng.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra
vildi ekki svara spurningum blaða-
manns í gær en fréttatilkynning
barst frá ráðuneyti hans. Þar eru
fyrri rök ítrekuð og sagt að ráðu-
neytið telji að „ákvörðun um að
heimila Vegagerðinni að nýta tíma-
bundið ónotaðar lögákveðnar heim-
ildir hafi verið innan þess ramma
sem fjárreiðulögin setja“.
Fjárlaganefnd mun funda um
málið á morgun.