blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 14
JiL MIÐVIKUDAGUR 22. AGÚST 2007 blaöiö FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net WKg Fólk er að borga töluvert meira fyrir milljónina þegar vextirnir eru komnir upp í 5,90 prósent heldur en þegar þeir voru 4,15 prósent. Bláa lónið í Glæsibæ Heilsuræktarstöðin Hreyfing og Blue Lagoon Spa opna í lok ársins sameiginlega heilsulind í nýju húsnæði við Glæsibæ í Reykjavík. Hún verður fyrsta heilsulind sinnar tegundar í heiminum. Fram til þessa hefur spa-meðferð með einstaka virkum efnum Bláa lónsins einungis verið í boði í Bláa lóninu í Grindavík. Til stendur að opna fleiri slíkar heilsulindir erlendis á næstu árum. SPRON verður hlutafélag Samþykkt var á fundi stofnfjár- eigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. 508 mættu fyrir hönd stofnfjáreig- enda og fóru samtals með tæplega 70% atkvæðisréttar. Allir sem mættir voru greiddu atkvæði með breytingunni, en hún er þó háð samþykki Fjármálaeftirlits- ins. Rætt hefur verið um að skrá félagið í Kauphöllinni, en það ger- ist að öllum líkindum í haust. Um 250 manns starfa hjá fyrirtækinu. Metviðskipti ÍOMX Þrír dagar í ágúst voru mestu við- skiptadagarnir í sögu norrænu kauphallarinnar OMX, að því er fram kemur í tilkynningu frá kauphöllinni. Þetta voru 9.10. og 17. ágúst, en þá voru viðskipti sérstaklega mörg. Síðastnefnda daginn var heildarvelta viðskipta í kauphöllinni sú þriðja mesta frá upphafi. Fram kemur í tilkynn- ingu OMX að það sem af er ág- ústmánuði hafi meðalviðskipti á hverjum viðskiptadegi verið 144% meiri en í ágúst í fyrra. Launavísitalan hækkaði lítillega Launavísitala í júlí 2007 mældist 3x9,8 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,3%. Vísitalan miðast við meðallaun í hverjum mánuði. Tilboð Stillu runnið út Tilboð félagsins Stillu í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum rann út klukkan 16 í gær. Hljóðaði tilboð félagsins upp á 8,5 krónur á hlut en tilboð Eyjamanna var 4,6 krónur. Ekki hefur fengist upp- gefið hve margir hluthafar hafa samþykkt tilboð Stillu. Félagið Stilla er í eigu bræðr- anna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona sem kenndir eru við Brim. Stilla ásamt tengdum félögum á nú samtals 25,79 prósent af heildarhlutafé Vinnslustöðvarinnar. Vextir hafa hækk- að um 43 prósent ■ Vextir á íbúðalánum hafa hækkað úr 4,15 prósentum í allt að 5,95 prósent á þremur árum ■ Formaður Félags fasteignasala segir fólk ekki eiga annarra kosta völ en að taka lán á þessum vöxtum Reykjavík Hærri afborganir á lánunum gæti þýtt að fólk kaupi ódýrari eignir en það ætlaði sér. 1 JzqBBA' ’ ffBNn i'Bwy m 11 ■ • * ■ - ■ " Y * - - ^ I 4 1 ' 111 VEXTIR VERÐTRYGGÐRA LÁNA Ágúst 2007 Nóvember 2004 íbúðalánasjóður 5,10 % 4,15 % Glitnir* 5, 80 % 4,15% Kaupþing** 5,95 % 4,15% Landsbankinn 5,40 % 4,15% SPRON 5,95 % 4,20% * árið 2004 hét Glitnir islandsbanki ’ ’árið 2004 hét Kaupþing KB banki Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Vextir á íbúðalánum hafa hækkað verulega á undanförnum misserum og hafa þeir ekki verið hærri síðan viðskiptabankarnir hófu að bjóða slík lán fyrir þremur árum. Þá voru vextirnir 4,15 prósent og stóðu þeir í þeirri tölu fram til fyrstu mánaða ársins 2005. Síðan hafa þeir hækkað reglulega og til að mynda hafa vextir Glitnis og Kaupþings hækkað um 40 prósent á þessum þremur árum. Hærri greiðslubyrði Þegar viðskiptabankarnir fengu aðgang að íbúðalánamarkaðnum sumarið 2004, jókst aðgengi al- mennings að lánsfé til muna. Voru það ekki síst lægri vextir og hærra lánshlutfall sem varð til þess að fast- eignamarkaðurinn fór á fullt. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, telur að vaxta- hækkanirnar undanfarið verði ekki til þess að fasteignamarkaðurinn dragist saman. „Fólk er í þessum darraðardansi að kaupa sér fasteign og það hefur enga aðra möguleika en að taka lánin með þessum hætti,“ segir Ingibjörg. Fólk kaupi ódýrara Hún segir að helstu áhrifin gætu orðið þau að fólk keypti sér ódýrari eignir en það hefði ella gert upp á greiðslubyrðina að gera. „Greiðslu- byrðin er orðin mikil þegar verð- bólgan er tekin með í reikninginn. Fólk er að borga töluvert meira fyrir milljónina þegar vextirnir eru komnir upp í 5,90 prósent heldur en þegar þeir voru 4,15 prósent. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir skuldara, því fólk er að skuldsetja sig til allt að 40 ára.“ Ingibjörg bendir einnig á að lántöku fylgi annar kostnaður og nefnir hún lántöku- og stimpilgjöld í því samhengi. Þá þarf einnig að greiða uppgreiðsluþóknun vilji fólk losna við óhagstæð lán, en hún gæti hækkað nokkuð þegar vextir taka að lækka á ný. Seðlabankinn taki af skarið Friðrik S. Halldórsson hjá Kaup- þingi segir að á þessu tímabili hafi vextir á markaðnum hækkað mikið. Ástæða vaxtahækkunarinnar nú er sú að áhugi á verðtryggðum bréfum hefur snarminnkað í bili. „Hér inn- anlands hafa verðtryggðir vextir verið að þeytast upp. Seðlabank- inn heldur stýrivöxtum óbreyttum meðan verðbólga hefur farið hratt niður sem þýðir að raunvextir eru að hækka.“ Um það leyti sem viðskiptabank- arnir fóru út á íbúðalánamarkaðinn voru stýrivextir Seðlabankans 6,75 prósent. I dag eru stýrivextir bank- ans 14,25 prósent og er ekki útlit fyrir að þeir lækki fyrr en í upphafi næsta árs. Friðrik segir erfitt að segja til um hvenær bankarnir geti farið að lækka á ný, það sé að miklu leyti undir Seðlabankanum komið. „Menn voru að vona að Seðlabank- inn færi í lækkunarferli á haustmán- uðum, en það gerðist ekki. Það hefur mjög mikil áhrif á vaxtamarkaðinn almennt. Það er mikil framleiðslu- spenna í þjóðfélaginu og Seðlabank- inn vill sjá verðbólguna fara enn neðar. Það er því erfitt að ætla að vextirnir lækki þar til Seðlabank- inn tekur af skarið,“ segir Friðrik. MARKAÐURINN í GÆR Jarðboranaæði í Kaliforníu Jarðboranafyrirtæki í Kaliforníu vaxa nú með ævintýralegum hraða vegna áherzlu stjórnvalda í ríkinu á að nýta jarðhitaauðlindir þess til umhverfisvænnar orkuframleiðslu. Boranafyrirtækið Thermasource, sem í síðasta mánuði fékk 1,2 millj- arða lán frá Glitni banka, hefur á undraskömmum tíma fjölgað starfsmönnum úr þremur í 115 og ræður sextíu nýja starfsmenn í mánuðinum. Um 11% orku í Kaliforníu koma nú frá endurnýjanlegum orkugjöfum, en markmiðið er að hlutfallið verði 20% árið 2010. í kaliforníska blaðinu North Bay Business Journal er rætt við Louis Capuano, framkvæmdastjóra Thermasource. Hann kaupir nú jarðbora í gríð og erg, en segir að það sem helst hamli vexti jarðboranageirans séu erfiðleikar á að fá virkjanaleyfi. Fimm ár geti tekið að fá leyfi til að virkja, jafnvel meiri tíma ef umhverfismats er þörf. Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá 0MX á íslandi, 21. ágúst 2007 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um 4,3 milljarða króna. • Mesta hækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, eða 2,25%. Bréf Kaupþings hækkuðu um 2,13% og Straums-Burðaráss um 1,76%. Viöskipti í krónum ATH. = Athugunarlisti Félög í úrvalsvísitölu ♦ Atorka Group hf. a Bakkavör Group hf. a Existahf. ▼ FLGrouphf. a Glitnir banki hf. a Hf. Eimskipafélag íslands a lcelandair Group hf. Viöskipta- verö 9,05 66,90 32,50 25,15 28,05 39.45 26.45 Hlutfallsl. breyting 0,00% 0,60% 0,31% -0,40% 1,08% 0,77% 1,73% Dagsetning Fjöldi viösk.verðs viöskipta 21.8.2007 10 21.8.2007 14 21.8.2007 143 21.8.2007 25 21.8.2007 71 21.8.2007 12 21.8.2007 5 Heildar- viðskipti dagsins 13.688.172 162.315.968 1.038.999.119 140.574.130 1.176.644.172 12.395.044 54.154.250 Tilboö í lok dags: Kaup Sala 9,05 9,06 66,60 67,00 32,50 32,70 25,15 25,35 27,85 28,05 39,05 39,45 26,30 26,40 a Kaupþing banki hf. 1151,00 2,13% 21.8.2007 220 4.319.055.219 1149,00 1151,00 • Mesta lækkunin var á bréfum a Landsbanki íslands hf. 39,95 0,13% 21.8.2007 91 2.961.207.110 39,95 40,05 Mosaic Fashions hf. 17,50 - 17.8.2007 - - 365, eða 2,42%. Bréf Alfesca lækk- a Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 20,25 a Teymihf. 5,33 1,76% 0,38% 21.8.2007 21.8.2007 98 7 825.475.980 9.724.050 20,25 5,30 20,30 5,35 uðu um 1,68% og bréf Marels um ♦ össurhf. Önnur bréf á Aöallista 107,00 0,00% 21.8.2007 4 1.211.775 106,00 107,00 1,19%. ▼ 365 hf. 2,82 -2,42% 21.8.2007 7 5.080.954 2,83 2,87 • Úrvalsvísitalan hækkaði um Actavis Group hf. - 20.7.2007 - - v Alfescahf. 5,85 -1,68% 21.8.2007 4 70.343.852 5,85 5,90 1,16% í gær og stóð í 8.133 stigum í lok dags. a Atlantic Petroleum P/F a EikBanki 1091,00 693,00 2,25% 0,14% 21.8.2007 21.8.2007 5 5 2.395.750 10.146.584 1080,00 690,00 1090,00 693,00 ▼ Flaga Group hf. 1,62 -0,61% 21.8.2007 2 204.120 1,62 1,64 V ForoyaBank 228,00 -0,87% 21.8.2007 19 85.257.455 227,00 232,50 • fslenska krónan styrktist um ▼ lcelandic Group hf. 5,98 - 17.8.2007 - 5,95 6,03 ▼ Marelhf. 91,40 -1,19% 21.8.2007 6 31.231.260 91,40 91,90 1,37% í gær. Nýherji hf. 21,50 - 21.8.2007 3 1.141.478 21,90 Tryggingamiðstöðin hf. 39,80 - 16.8.2007 - . 39,15 39,80 Vinnslustöðin hf. 8,50 - 25.7.2007 - • Samnorræna OMX 40-vísitalan lækkaði um 0,47% í gær. Þýska DAX-vísitalan hækkaði um 0,2% og breska FTSE-vísitalan um 0,1%. First North á íslandi V CenturyAlumíniumCo. FIB Grandi hf. 2933,00 11,00 -0,91% 21.8.2007 18.7.2007 4 26.589.000 2913,00 2947,00 11,00 Hampiðjan hf. 6,50 ■ 20.6.2007 nmanm ■ ■■ 6,65

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.