blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 30
38
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2007
blaöið
FÓLK
Já, arkitektar
tala hátimbrað.
folk@bladid.net
Tala arkitektar annað tungumál?
I Norræna húsinu í gærkvöldi fóru fram umræður
um arkitektúr. Tilgangurinn með þessu var að
sýna fram á að fólk þyrfti ekki sérstakan orðforða
til þess að geta tjáð sig um arkitektúr. Guja Dögg
Hauksdóttir arkitekt stjórnaði umræðunum.
HEYRST HEFUR
SKEMMTISTAÐURINN Kaffi
Kósý hætti störfum ekki alls
fyrir löngu og keypti Ásgeir
Davíðsson, eða Geiri kenndur
við Goldfinger, húsnæðið. Geiri
seldi húsnæðið um leið og hann
fékk lyklana i hendurnar. Að
sögn Geira keypti Sigurður
Ólafsson húsnæðið. Sigurður
er bróðir Sævars Karls sem
Iengi vel seldi máttarstólpum
þjóðfélagsins klæðnað
á spottprís. Að
sögn Sigurðar er
þegar búið að
' leigja húsnæðið
út og ætla leigj-
endurnir ekki
að halda úti
skemmti-
stað.
í BLOGGHEIMUM furðar fólk
sig á því hvað varð af öllum mál-
glöðu stjórnmálamönnnunum
sem fóru hamförum á blogg-
inu fyrripart árs. Það virðist
eins og stjórnmálamenn hafi
bloggað yfir sig í aðdraganda
alþingiskosninganna i maí. Ef
skoðaðar eru heimasíður stjórn-
málamanna er skondið að sjá að
síðasta færsla á flestum þeirra
var 19. maí. Einhverjir munu
taka upp þráðinn í haust en vel
flestir ekki fyrr en eftir þrjú og
hálft ár þegar næsti kosningas-
lagur hefst. Bloggarar velta því
fyrir sér hvort flestir
stjórnmálamenn
verði skoð-
analausir
um leið og
þeir fái
þingsæti...
íenn *•
.Wm
GUÐVARÐUR Gíslason, betur
þekktur sem Guffi á Gauk og
Stöng, var að selja reksturinn á
Apótekinu. Sá sem keypti rekst-
urinn er Garðar Kjartansson,
kenndur við skemmtistaðinn
Nasa. Apótekið hættir rekstri 16.
september en þá munu Garðar
og félagar taka sér nokkrar
vikur í að gera staðinn upp. Það
eina sem Garðar vildi gefa upp
um nýja staðinn var
að þarna ætti að
vera klúbbur að
amerískri fyrir-
mynd. Að öðru
leyti segist hann
ætla að halda
áformunum
leyndum þar til
nær dregur..
íslensk R&B hljómsveit
Heimsfrægðin er bónus
Jónas Elí Bjarnason er
gítarleikari og rafvirki að
mennt. Hann hætti við
nám í verkfræði til þess
að verða tónlistarmaður.
Eftir Lovísu Hilmarsdóttur
lovisa@bladid.net
Jónas Elí gítarleikari hefur ásamt
hópi efnilegra tónlistarmanna sett
saman R&B-hljómsveit sem ber
nafnið Soul 7 og er sú eina sinnar
tegundar á Islandi. Hann segir að
hópinn sem kemur að þessu hafi
langað til að gera eitthvað krefj-
andi. „Við vildum gera eitthvað
metnaðarfullt og öðruvísi og því
var R&B tilvalið. Við spilum fruma-
samin lög í bland við gömul og ný
kover-lög. Með gestahljóðfæraleik-
urunum erum við tíu sem spilum.
Þetta eru metnaðarfullir og þaul-
vanir hljóðfæraleikarar sem koma
að þessu. Við þekkjumst öll mjög
vel og höfum unnið mikið saman,"
segir Jónas og bætir við að þau verði
með tónleika á Gauknum annað
kvöld. „Ef tónleikarnir heppnast
vel þá getur vel verið að við höldum
þessu áfram. En við erum flest í
skóla og förum sitt í hverja áttina í
haust þannig að þetta er allt óráðið.
Við komum fram á Menningarnótt
og fengum frábærar viðtökur. Þetta
kemur mjög vel út þó ég segi sjálfur
frá.“
Var á leið í verkfræði
Jónas komst inn í The Institute of
Contemporary Music Performance
en það er mjög virtur tónlistarskóli
í London. „Eg var í frumgreinadeild-
inni í tækniskólanum og var á leið-
inni í verkfræði. Áður hafði ég farið
í inntökupróf i skólanum úti, en ég
gerði mér engar vonir um að kom-
ast inn. Það er ótrúlegt hvað maður
getur alltaf haft litla trú á sjálfum
sér. Ég áttaði mig ekki á því hvað ég
væri góður fyrr en ég fékk jákvætt
svar frá skólanum. Það er huguð
ákvörðun að yfirgefa líf öryggis
og fastra tekna en það kom ekkert
annað til greina. Ég hefði aldrei fyr-
irgefið sjálfum mér hefði ég sleppt
þessu tækifæri.“
Litlar líkur á heimsfrægð
Jónas er mjög raunsær og segir
að hann geri sér fyllilega grein fyrir
MAÐURINN
►
►
Jónas Elí Bjarnason er raf-
virki að mennt.
Hann fékk viðurkenningu
fyrirframúrskarandi náms-
árangur á fyrsta árinu sínu í
The Institute of Contempor-
ary Music Performance.
►
Hann er meðlimur hljóm-
sveitarinnar Seedy Street
Blues Collective.
því að það séu litlar líkur á frægð
erlendis. „Ég er mjög raunsær varð-
andi mína framtið í tónlistarbrans-
anum. Ég mun reyna að hasla mér
völl erlendis, en geri mér grein
fyrir því að þar eru alltof margir að
berjast um sama bitann. í mínum
raunsæju draumum þá verð ég
hérna heima að kenna á gítar, spila
og gera fjölbreytta hluti, jafnvel að
túra eitthvað erlendis. Að ætla að
verða heimsfrægur tónlistarmaður
er eins og að stefna að því að vinna
í lottói. Eg mun að sjálfsögðu reyna
að meika það úti en set það ekkert
inn í framtíðarplönin. Ef það gerist
þá er það bara bónus.“
BLOGGARINN...
Björn að
bregðast
„Við fáa menn hefég bundið eins ríkar
vonir og Björn Inga Hrafnsson sem mögu-
legan bjargvætt Framsóknarflokksins
- sem einsog þekkt er hefur um hríð gist
válista íslenskra stjórnmála. Þar tilkynnti
vonarpeningur minn og annarra unnenda
Framsóknar kjósendum sínum í 101 að
hann hefði nú fundið ráð til að binda snar-
lega enda á styrjaldarástandið sem ríkirí
því póstnúmeri íhvert sinn sem hallar að
nóttu. Hvernig? Jú - Björn Ingi ætlar að
leggja það til að brennivínsbúðin ÍAustur-
stræti hætti að selja bjórdósir í stykkjatali!
Svona menn kalla Bretar af alkunnri elsku-
semi political stand-up comic."
Össur Skarphéðlnsson
Ossur.hexia.net
Viðbjóður
„Getur verið að sú staðreynd að ekki eru
til neinar starfsreglur hjá lögreglu þegar
þvagsýni er tekið gegn vilja fólks, innifeli
aðgerðir af þessu tagi? Er hægt að kippa
manni úr umferðinni eftir geðþótta lög-
reglunnar og með valdi sem þessu, setja
upp þvaglegg, sem er frekar óþægilegt
inngrip, líka þegar það er gert með vilja
viðkomandi? Nú þarfhinn almenni borg-
ari tölur. Hversu oft er þetta gert? Eru
öll lögregluumdæmin að ganga svona
langt? Þetta er hreinn viðbjóður, það segi
ég satt. “
Jenný Anna Baldursdóttir
Jenfo.blog.is
Tannlæknar
slefa
„Mig grunar að leiðin til að næla sér i
sjúkraþjálfara sé einmitt sú að vera með
krumpað hár, alveg eins og tannlæknar
slefa yfir mér þegar ég fylli munninn af
bómull og þingmenn missa sig þegar
ég sletti frumvörpum eða reglugerð-
um. Verndun svæðislýsinga smárása t
hálfleiðurum nota ég þó alltaf spari á þá
síðastnefndu.“
Guðriður Haraldsdóttir
Surriharr.blog.is
*
LAUGARDAGAR
Su doku
ORÐLAUSLÍ
Auglýsingasíminn er
f
510 3744 blaðið=
5 3 4 7 9
9 5 3
6 8 2 3 5
7 4 2 3
8 9 4 1 2 6
2 4
7 2 6 9
5 3
8 7
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Af hverju ertu alltaf í
einum sokk í rúminu?
© Jlm Ungor/dlst. by Unltod Modla, 2001
HERMAN'
eftir Jim Unger