blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. AGÚST 2007 blaðiö Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Allir eiga sín mannréttindi Blaðið sagði í gær frá máli konu, sem kærði lögregluna á Selfossi til rikissak- sóknara og taldi sig hafa verið beitta kynferðislegu ofbeldi. Konan var hand- tekin, grunuð um ölvun við akstur. Hún réðst að sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum með svívirðingum og hótunum, neitaði að gefa þvag- og blóðsýni og var að lokum þvinguð til að gefa þvagsýni. Sú sýnataka fór þannig fram að lögreglumenn héldu konunni á meðan læknir og hjúkrunar- fræðingur settu upp hjá henni þvaglegg og sóttu þvagið. Ríkissaksóknari vísaði kæru konunnar frá og taldi að þvi valdi, sem varð að beita hana til að ná þvagsýninu, hefði verið beitt eins varlega og unnt var með hliðsjón af aðstæðum. Nú er út af fyrir sig ekki ástæða til að draga í efa þá niðurstöðu lögregl- unnar og ríkissaksóknara að nauðsynlegt hafi verið að beita konuna valdi til að ná þvagsýninu. Þvagsýni getur verið eina leiðin til að sanna ölvuna- rakstur á fólk og sá glæpur er sannarlega alvarlegur. Það sem orkar tvímælis í málinu er sú staðreynd, sem fram kom í bréfi lögreglustjórans á Selfossi til embættis ríkissaksóknara, að engar verklagsreglur eru til um hvernig skuli staðið að sýnatöku sem þessari ef fólk neitar að gefa þvagsýni sjálfviljugt. Það liggur í augum uppi að hér er um ákaflega viðkvæmt mál að ræða. Til að taka þvagsýni með valdi þarf að afklæða fólk og fara höndum um kynfæri þess. Hver á að gera það? Hvernig á að gera það? Mega karlar vera viðstaddir þegar slíkt er gert við konu? Eru þetta ekki spurningar, sem lög- reglan á að geta svarað ef spurt er? Réttarhald í máli ákæruvaldsins gegn konunni hófst í gær. Enginn dómur hefur fallið í málinu, en af málsgögnunum má ráða að öll hegðun konunnar hafi verið sízt til fyrirmyndar. Málið er bara að meira að segja þeir, sem verða ofurölvi, keyra fullir og eru jafnvel óþolandi, óalandi og óferjandi á flestan hátt, eiga líka sín mannréttindi. Eins og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir í viðtali við Blaðið i gær, verðum við að ætlast til þess af heil- brigðisstéttum og lögreglu að mannréttindi séu alltaf virt og að „farið sé að fólki með fullri virðingu og það haldi reisn sinni“. Almenningur treystir lögreglunni til að rannsaka og upplýsa kynferðis- brot og verður auðvitað líka að geta treyst því að við óvenjulegar aðstæður, eins og upp komu í máli konunnar, séu vinnubrögð lögreglu hafin yfir vafa. Einfaldasta leiðin til að tryggja það er að setja reglur, sem lögregla getur farið eftir. Það er hæpið, sem Páll Winkel aðstoðarríkislögreglustjóri segir í Blaðinu í dag, að verklagsreglur heilbrigðisstarfsfólks dugi í tilvikum sem þessum. Það er væntanlega ekki heilbrigðisstarfsfólkið, sem beitir valdi, heldur lögreglumenn. Með verklagsreglum fyrir lögreglu væru bæði lög- reglumenn og þeir, sem þeir kunna að þurfa að hafa afskipti af vegna ölvuna- raksturs, betur settir. Ólafur Þ. Stephensen IB SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBL.IS/PODCAST I Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar. Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net I Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins jyiJrJi 10 m I LflNWtlý’TSSIÍóL'i F«t?GAE 100 WtiHult SVETLAllfl, §2 to vnwKofiji hja TJÓA -SíTóíUS, BotblI?280Kji. LlST^Áa^IAKlFMl FoHGr^ o KZ. (HAtfN syAp SIQr I MOe&UN EN LOTar. h M^ETA 'í PYRRAMÍUtfj) 7 Virðing við lögregluna takk! Það varð að frétt daginn eftir Menningarnótt að allt hefði farið afar friðsamlega fram og lítið sem ekkert hefði verið um ólæti eða líkamsárásir. Sem betur fer. Eina dökka fréttin var af heimilisföð- urnum sem gerði athugasemd við náunga sem voru að vinna skemmd- arverk og var eltur uppi og barinn, og það nánast um hábjartan dag. Svo fréttist að árásarmönnunum hefði verið sleppt eftir yfirheyrslur. Þetta leiðir hugann að því „ástandi“ sem hefur mikið verið til umfjöll- unar að undanförnu og snýr að mið- borg Reykjavíkur. Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefur tjáð sig á skorinorðan máta um málið og heitir aðgerðum í samvinnu við borgaryfirvöld. Allt er þetta gott og blessað. Umræðan í kjölfarið hefur þó verið býsna skondin. Helst dettur mönnum í hug að loka vínbúðinni í Austur- stræti eða allavega að banna það að selja einn kaldan í stykkjatali. Mér er til efs að það lagi ofbeldisverk að næturlagi í miðbænum sem virð- ist vera stóra vandamálið. Síðan er það opnunartími skemmtistaðanna. Borgaryfirvöld hafa nefnt þann möguleika að takmarka opnunartím- ann og færa hann til þess horfs sem var áður fyrr. Eru allir virkilega búnir að gleyma því hvernig hlutirnir voru hér áður en afgreiðslutíminn var gef- inn frjáls? Upp úr klukkan þrjú á næt- urnar um helgar, þegar stöðunum var lokað, fylltist miðborgin af fólki með tilheyrandi veseni og ofbeldi. Allir að reyna að ná í leigubíl á sama tíma, og annað sem enn er verra, ung- lingadrykkja og útihátiðarstemming tók völdin. Eftirpartí í heimahúsum KLIPPT OG SKORIÐ Grímseyjarferjuævintýrið virðist engan endi ætla að taka og er orðið farsa líkast. Pétur Gunnarsson, ritstjóri með meiru, skrifaði um máhð í gær eftir að Ríkisend- urskoðun skiptist á skeytum við Arna Mathiesen fjármálaráðherra. „Erfið staða ráðherrans, ef athuga- semd Renda á við rök að styðjast virðist hann annað hvort ekki hafa betri skilning á því umhverfi sem hann stýrir eða þá að staðhæfingar hans um staðreyndir málsins eru rangar. Hvort er eiginlega verra?" skrifar Pétur og bætir við að Sturla Böðvarsson sé í sérkennilegri aðstöðu vegna málsins. „Hann var tóku við undir morgun og lögreglan átti fullt í fangi með útköll í úthverfi og heimahús. Auknar sektir fyrir óvirðingu Það leysir því engan vanda að loka vínbúðinni í Austurstræti, hætta að selja þar kaldan bjór né heldur að hverfa til fortíðar með afgreiðslu- tíma skemmtistaða. Að mínu mati er aðeins eitt ráð sem dugar. Aukin lög- gæsla í miðborginni og ekki síður að breyta lögum á þann hátt að sektum verði beitt þegar veist er að lögreglu Steinunn Valdís Óskarsdóttir eða henni sýnd vanvirðing að öðru leyti. Það eru ótrúlegar fréttir sem maður heyrir að lögreglan þori ekki út úr bílum sínum á tilteknum stöðum í miðborginni nema vera minnst fjórir eða fimm saman. Að lögreglan þori ekki að láta sjá sig af ótta við árásir eða ofbeldi!! Halló - er ekki allt í lagi? Ég held að oft á tíðum sé lögreglan að vinna verk sín við ótrúlega erf- iðar og flóknar aðstæður. í mörg ár hefur verið talað um virðingarleysi gagnvart lögreglunni og erlendir sér- fræðingar hafa margoft bent á, í um- ræðum um ofbeldi í miðborginni, að það sé áberandi hversu lítil virðing samgönguráðherra og pólitískur ábyrgðarmaður ferjumálsins og þess klúðurs sem undirbúningur þess er á alla lund en nú er hann orðinn forseti Alþingis og þannig í senn höfuð fjárveitingarvaldsins - sem var hlunnfarið í málinu - og síðast en ekki síst yfirmaður Ríkis- endurskoðunar, varðhundsins sem er að finna að framkvæmd málsins.“ Helga Sigrún Harðardóttir, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknar og varaþing- maður í Suðurkjördæmi, skrifar um ályktun stuttbuxnadeildar sjálfstæðismanna (SUS) en þar er þess krafist að forstöðumenn ríkisstofnana reki stofnanir sínar innan fjárheimilda, að ráðherrar og sé borin fyrir lögreglunni. Þessu þarf að breyta. Einn liður í því gæti verið að breyta lögum, líkt og gert var með sektargreiðslur fyrir of hraðan akstur. Fólk sem þarf að greiða tugi þúsunda fyrir að aka of hratt einu sinni, gerir það tæplega aftur. Sam- kvæmt mínum upplýsingum hefur þetta nýja ákvæði um gríðarlega háar sektir fyrir að keyra of hratt sannað gildi sitt. Verulega hefur dregið úr hraðakstri. í sumár var töluvert rætt á Netinu um myndband þar sem meint harð- ræði lögreglu við handtöku á Egils- stöðum er gagnrýnt. Ekki ætla ég í sjálfu sér að hafa skoðun á því hvað sé rétt eða rangt að gera við slíkar aðstæður, en hitt er ljóst að í aðdrag- anda handtökunnar er lögreglunni sýnt algert virðingarleysi. Mér er til efs að nokkurs staðar annars staðar í heiminum væri slík framkoma liðin gagnvart lögreglu. Því miður er það þannig að oft á tíðum eru það pen- ingasektir sem gilda, til að koma í veg fyrir hlutina. Varpa því fram þeirri hugmynd hvort ekki ætti að fara sömu leið og með hraðakstur- inn - menn hugsa sig þá kannski tvisvar um áður en þeir pissa utan í lögreglubíla eða senda löggunni fokkmerki og freista þess með öllum ráðum að espa hana til átaka, að ég tali nú ekki um að láta sér detta í hug að ráðast á lögreglufólk. Vissulega getur verið sannleikskorn í því að lög- reglan megi betur vinna sér inn fyrir virðingunni. Eins viljum við fæst búa við takmarkalaust lögregluríki. En ofangreint virðingarleysi er fýrir allt of löngu orðið landlægt og okkur öllum til skammar. Höfundur er alþingismaöur ráðuneyti búi svo um hnútana að fjárlögum sé fylgt og að látið sé af óásættanlegu umburðarlyndi gagn- vart brotum á þeim lögum. „Eins og oft áður er það sem ekki er sagt, sem vekur athygli. Stuttbuxnakrakk- arnir minnast ekki einu einasta orði á brot fjármálaráðherra á fjárreiðulögum í tengslum við Grímseyjarferjuna og áfellisdóm Ríkisendurskoð- unar yfir verkum hans... Að ekki sé minnst á ærumeiðingar í garð sjálfstætt starfandi sérfræð- ings sem reynt hefur verið að kenna um klúðrið sem fylgdi kaupum og endurbótum á Grímseyjarferjunni." the@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.