blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 19
blaöið
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2007
27
Áberaíidi mirmisvcirði um fómarlömb Hillsborough-slyssins
Tóm sæti á Stanley Park
Nú hefur kviknað sú hugmynd
að til minningar um fórnarlömb
hins hörmulega Hillsborough-slyss
sem átti sér stað árið 1989 í Sheffi-
eld og varð 96 stuðningsmönnum
Liverpool að bana, muni ávallt
verða 96 auð sæti á hinum nýja leik-
vangi. Munu sætin einnig mynda
töluna 96 og þannig vera mjög
áberandi þegar þétt verður setið
í öðrum sætum. Nýr leikvangur
hins fornfræga knattspyrnufélags
Liverpool verður tekinn í notkun
árið 2010. Kostnaðurinn er 300
milljónir punda eða um 40 millj-
arðar íslenskra króna. Leikvang-
urinn mun taka 60.000 manns í
sæti, en hægt verður að stækka
hann til að taka við 78,000 manns
í framtíðinni.
Hillsborough-slysið markaði
djúp spor í sögu bresku þjóðar-
innar á sínum tíma og varð til þess
að reglur um aðgengi og skipulag
knattspyrnuleikvanga voru hertar
til muna. Sæti tóku við af stæðum
sem nú eru með öllu bönnuð.
Einnig voru allar girðingar teknar
niður, enda kom í ljós að þær voru
ekkert annað en slysagildrur þegar
troðningur myndaðist og fólk lenti
í sjálfheldu. Minnisvarðar um hina
látnu hafa verið settir upp víðsvegar
um England, en hinir þekktustu
eru við Shankly-hliðið á Anfield
Road, núverandi heimaleikvangi
Liverpool, og við Hillsborough-leik-
vanginn sjálfan.
Torres á Anfield
Ætlunin er að heiðra
minningu fómarlamba
Hillsborough slyssins
á nýjm leikvangi.
Heidfeld
framlengir
Samkvæmt tilkynningu frá
BMW hafa Þjóðverjinn Nick
Heidfeld og Pólverjinn Robert
Kubica endurnýjað samninga
sína við formúluliðið. Mario
Thiessen, liðsstjóri BMW,
segir að frammistaða Heid-
felds á þessu ári hafi tryggt
honum samninginn, en BMW
er í þriðja sæti í stigakeppni
bílasmiða.
Fall hetju
Michael Vick sem hefur verið
leikstjórnandi Atlanta Falcons
í ameríska fótboltanum á yfir
höfði sér fangelsisvist fyrir að
veðja á hundaslag, sem er ekki
óalgengt en ólöglegt athæfi
þar vestra. Svo virðist sem
nota eigi frægð Vicks til þess
að taka á þessu vandamáli
sem alla jafna kemst sjaldan
alla leið í dómsal. Vick er einn
öflugasti leikstjórnandinn í
íþróttinni, getur bæði kastað
og hlaupið. „Þetta var afar
heimskuleg ákvörðun hjá mér,“
sagði Vicks, sem gæti þurft að
dúsa fimm ár í fangelsi fyrir
illa meðferð á dýrum og að
taka þátt í ólöglegu veðmáli.
Tiger of þreyttur
Tiger Woods hefur ákveðið
að taka ekki þátt í Barcley's
Classic-mótinu í New York í
vikunni sökum þreytu. „Ætl-
unin var að keppa á öllum
fjórum PGA-úrsIitamótunum,
þar á meðal Barcley's-mótinu.
En í sannleika sagt þá er ég
bara ekki klár í slaginn. Eftir
að hafa leikið í hitanum og
rakanum á síðustu mótum
er ég einfaldlega of þreyttur
bæði á sál og líkama,“ sagði
Woods sem sagðist þó ætla sér
að taka þátt í síðustu þremur
úrslitamótunum.
lOs’fc a
l-'NCAP ©
m m m i \ 2006
www euroncap c o m
. FRÁBÆRT VERÐ !
Nýr Fiat Doblo
Sendibíll ársins í Evrópu 2006
Veldu þína stærð (3,2 / 3,8 / 4 m3 rými)
Ef notagildi, sveigjanleiki og verð er efst í þínum huga þá er Fiat Doblo lausnin.
Doblo: 850 kg, allt að 4 m3 flutningsrými,
Þú sérð strax að bestu kaupin eru í Fiat Doblo!
Verð frá kr 1.730.000.- með dieselvél
Verð frá kr 1.610.000,- með bensínvél