blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 22. AGÚST 2007
blaðió
MENNING
menning@bladid.net
Minn karakter, Tommy, er til að byrja
með ungur og spilar í rokkhljómsveitinni
Tommy and the Heartbreakers, en svo fer
ýmislegt að gerast, bæði gott og slæmt.
Listrænir
stólar
Fereyki ungra tórdistarmanna leikur á tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld
Spunatónlist, sálmar og sveitatónlist
Sýningin „Stóll á mann“
verður opnuð í DaLí Gallery
á Akureyri annað kvöld
klukkan
20. Um er
að ræða
samsýn-
ingu í um-
sjá Ragn-
hildar
Ragnars-
dóttur og
Sigrúnar
Sigvalda-
dóttur sem báðar eru grafískir
hönnuðir og hugmyndasmiðir
verkefnisins. Á sýningunni
eru 30 stólar unnir af ýmsum
aðilum sem fengu úthlutað
einum stól á mann til hönn-
unar og listtúlkunar, hver á
sinn hátt. Sýningin stendur
aðeins yfir eina helgi og er
DaLí Gallery því opið föstu-
dag til sunnudags frá klukkan
14 til 17 og laugardagskvöldið
frá klukkan 20 til miðnættis
vegna menningarhátíðarinnar
Akureyrarvöku.
Upplestur
skáldkonu
Sænska skáldkonan Ca-
milla Lackberg verður með
upplestur í Norræna húsinu
í kvöld klukkan 19 á vegum
norrænu menningarhátíðar-
innar Reyfis. Camilla kemur
frá Fjállbacka í Svíþjóð
og gerast bækur hennar
þar. Hún samdi sína fyrstu
skáldsögu árið 2003 og er nú
með ástsælustu höfundum
Svíþjóðar. Nýverið kom út
hennar fimmta bók.
Norðurlönd
fyrr á öldum
Háskólaútgáfan gaf nýlega út
bókina Vanner, patroner och
klienter i Norden 900-1800
sem fjallar um vináttu, óform-
leg samskipti og tengsl manna
á milli á Norðurlöndum á
fyrri öldum. Ritstjórar bók-
arinnar eru Lars Hermanson,
Thomas Smáberg, Jakob Dan-
neskiold-Samsoe og Jón Viðar
Sigurðsson.
Hópur ungra tónlistarmanna
ætlar að spila á tónleikum í Frí-
kirkjunni í Reykjavik í kvöld, en
þar mætir spunatónlist íslenskum
sálmum, nútímatónsmíðum og
amerískri sveitatónlist. Tónlistar-
mennirnir eru Nina Hitz sem spilar
á barokkselló, Heiða Árnadóttir
söngkona, Eiríkur Orri Ólafsson
trompetleikari og Guðmundur
Steinn Gunnarsson sem spilar á
rafgítar. „Við ætlum að spila spuna-
tónlist og sérstakar útsetningar á
íslenskum sálmum og lögum eftir
amerísk tónskáld ásamt nýju verki
eftir Guðmund Stein,“ segir Heiða.
,Við erum að spila saman í fyrsta
skipti sem hópur, en þannig er mál
með vexti að Nina Hitz, sem kemur
frá Sviss, býr í Hollandi og ferðast
mikið um Evrópu og spilar spuna-
tónlist og barokktónlist. Ég og hún
vorum að læra saman í Konunglega
tónlistarháskólanum í Hollandi, þar
sem ég var að læra klassískan söng,
og á sama tíma bjó Eiríkur Orri líka
í Amsterdam og við kynntumst
honum þar. Svo þekktum við Guð-
mund Stein frá fyrri tíð, en hann
býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum,
og saman ákváðum við fjögur að
halda tónleika í Fríkirkjunni núna.“
Aðspurð segist Heiða ekki vita
hvort þau eigi eftir að endurtaka leik-
inn og halda tónleika fjögur saman
aftur í bráð. „Ætli það yrði þá ekki
frekar í Hollandi en hér, enda búa
bæði Nina og Eiríkur Orri þar. En
það kemur bara í ljós,“ segir hún.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 og er aðgangseyrir 500 krónur.
Sænska sjónvarpið sýnir brátt þætti með íslenskum leikara í aðaMutverki:
Ákvaö snemma að leggja
leiklistina fyrir mig
íslenskur leikari gerir
það gott í Svíþjóð og fór
nýlega með aðalhlutverk í
fjögurra þátta sjónvarpss-
eríu sem gerist í Gauta-
borg á sjöunda og átt-
unda áratug síðustu aldar.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Sverrir Páll Guðnason er ungur,
íslenskur leikari sem býr og starfar
í Svíþjóð, en hann byrjaði ungur í
bransanum.
„Ég flutti til Stokkhólms árið 1990
og var þá 12 ára gamall, en áður en
ég flutti út lék ég Ólaf Kárason Ljós-
víking ásamt Helga Björnssyni í
Heimsljósi, fyrsta stykkinu sem var
sett upp í nýja húsinu við Listabraut.
Ætli ég hafi ekki verið um 10 eða 11
ára þá,“ segir Sverrir. „Ég lék hann
þegar hann var barn og svo áfram
hugsanir hans þegar hann var orð-
inn fullorðinn, þannig að við lékum
hann báðir samtímis. Ætli það hafi
ekki verið þá sem ég ákvað að ég ætl-
aði að leggja leiklistina fyrir mig.“
Þegar Sverrir flutti ásamt fjöl-
skyldu sinni til Svíþjóðar kunni
hann ekki orð í sænsku, og því
tók dálítinn tima að byrja aftur að
leika. „En svo þegar ég var búinn
að ná tökum á tungumálinu byrj-
aði boltinn að rúlla aftur og ég held
ég hafi verið svona 16 ára þegar ég
tók að mér fyrstu hlutverkin í Sví-
þjóð, fyrst í sjónvarpinu og svo í
leikhúsum. Síðustu árin hef ég mest
verið í bíómyndum og sjónvarpi og
það eru liðin tvö ár síðan ég var síð-
ast á leiksviði," segir hann.
Leikur rokkarann Tommy
Þann 3. september næstkomandi
tekur sænska ríkissjónvarpið til
sýninga fyrsta sjónvarpsþáttinn
af fjórum í seríunni Upp till kamp
eftir Peter Birro sem er leikstýrt
af Mikael Marciman, en þar fer
Sverrir með aðalhlutverkið. „Þetta
eru fjórir 90 mínútna þættir, sem
gerast í Gautaborg árin ’66, ’69, 72
og '76. Minn karakter, Tommy, er
til að byrja með ungur og spilar í
rokkhljómsveitinni Tommy and the
Heartbreakers, en svo fer ýmislegt
að gerast, bæði gott og slæmt. Þessir
þættir gefa mjög raunsanna mynd
af þessum árum, enda er fyrsti þátt-
urinn til að mynda í svarthvítu, en
næstu þrír í lit. Svo fléttast inn í
handritið ýmsir atburðir sem raun-
verulega áttu sér stað í Gautaborg á
þessum árum,“ segir Sverrir.
Fá hlutverk, margir leikarar
Aðspurður segir hann leiklistar-
bransann í Svíþjóð vissulega vera
hálfgert hark. „Það eru tiltölulega
fá hlutverk í boði en margir leik-
arar. En það hjálpar að vera kominn
með annan fótinn inn fyrir ef svo
má segja og sjálfur þakka ég fyrir
að hafa þegar verið í ýmsum hlut-
verkum, en hafa þó ekki fyrr en nú
verið í aðalhlutverki. Það hefði verið
verra ef maður hefði kannski fengið
risastórt breik þegar maður var tán-
ingur, því að þeir sem gera það eiga
oft erfitt með að fylgjaþví eftir.“
Hugsartil Islands
I sumar lék Sverrir í annarri sjón-
varpsseríu sem heitir Kungamordet
og verður sýnd í sænska sjónvarp-
inu í vetur, en hvað tekur við núna
hjá honum er ennþá óráðið. Skyldi
hann ekkert langa að koma til Is-
lands og reyna fyrir sér hér?
„Ég hef náttúrlega ekkert leikið
hér á íslandi frá því áður en ég flutti
út og ég hugsa stundum að það væri
gaman að prófa það. Það er náttúr-
lega meira að gerast hér í kvikmynda-
bransanum og öðru heldur en áður
og það væri mjög gaman ef ég fengi
eitthvert hentugt hlutverk hér á Is-
landi. Reyndar á ég fjölskyldu úti í
Stokkhólmi og held því að ég verði
þar eitthvað áfram. En konan mín
elskar ísland og ég veit að það yrði
ekkert vandamál að koma og vera
hér í einhvern tíma, ég yrði bara að
hafa eitthvað að gera,“ segir þessi
upprennandi leikari að lokum.