blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST 2007
blaöiö
LÍFSSTÍLLNEYTENDUR
neytendur@bladid.net
Við erum að tala um krakka sem eru kannski
komnir með tvær milljónir í skuld. Þessir
krakkar hrökklast jafnvel úr skóla vegna þess
að þeir eru búnir að lifa svo langt um efni fram.
Nýtt afsláttar-
kort í strætó
Strætó bs. hefur sett á markað
Bláa kortið, nýtt afsláttarkort
sem gildir í níu mánuði og gæti
því hentað þeim sem nota strætó
að staðaldri meginhluta ársins.
Bláa kortið kostar 30.500 kr.
Fyrir eru í boði afsláttarkort sem
gilda í styttri tíma. Gula kortið
gildir í tvær vikur og kostar 3.500
kr., Græna kortið gildir í einn
mánuð og kostar 5.600 kr., Rauða
kortið gildir í þrjá mánuði og
kostar 12.700 kr.
« í stað þess að greiða 38.100
krónur fyrir þrjú Rauð kort (3x3
mánuðir) geta notendur því keypt
eitt Blátt kort og sparað 7.600
krónur.
Markaðssetn-
ing matvæla
Nokkur stór alþjóðleg mat-
vælafyrirtæki hyggjast taka upp
nýjar reglur sem setja skorður við
- auglýsingum
sem beint er til
barna yngri en
12 ára í Banda-
ríkjunum.
Alþjóðlegu neyt-
endasamtökin
Consumer
International
hafa fagnað því
að stórfyrirtæki í matvælaiðnaði
gangist við þeirri ábyrgð sem þau
bera gagnvart börnum og að þau
skuli sýna viðleitni til þess að
stemma stigu við auknum offitu-
vanda meðal þeirra.
Consumers International telja
þó að reglurnar gangi ekki nógu
langt og gagnrýna meðal annars
að þær nái aðeins til auglýsinga
í Bandaríkjunum. Sú spurning
vakni af hverju reglurnar nái
ekki til auglýsinga utan Banda-
ríkjanna fyrst fyrirtækin hafi á
annað borð gengist við ábyrgð
sinni á þessu sviði. Telja Consum-
ers International að þörf sé á sam-
ræmdum alþjóðlegum reglum um
slíkar auglýsingar en samtökin
hafa lengi barist fyrir því.
Framhaldsskólanemar eru að
sumu leyti meðvitaðri neytendur
nú en áður þó að vissulega mætti
efla neytendavitund þeirra enn
frekar. Markaðsmenn leggja gildrur
sínar fyrir þennan aldurshóp og
margur óharðnaður unglingurinn
fellur í þær. Þess þekkjast dæmi að
fólk sé orðið skuldum vafið áður en
það nær tvítugsaldri.
„Ég hef horft upp á krakka sem
voru með yfirdrátt í nánast hverri
einustu lánastofnun. Það er alltaf
ákveðinn hópur sem ræður ekki við
þetta og við erum að tala um krakka
sem eru kannski komnir með tvær
milljónir í skuld. Þessir krakkar
hrökklast jafnvel úr skóla vegna
þess að þeir eru búnir að lifa svo
langt um efni fram,“ segir Garðar
Gíslason, félagsfræðikennari við
Menntaskólann í Kópavogi.
Illa leikin á vinnumarkaði
Garðar telur að það vanti öflugri
neytendavernd, neytendafræðslu og
fjármálaráðgjöf fyrir fólk á þessum
aldri.
Hann gerði könnun á vinnu nema
í þremur framhaldsskólum vorið
2005 ásamt Björk Þorgeirsdóttur
og Hannesi í. Ólafssyni. Hann segir
að illa sé farið með marga þeirra á
VINNA MEÐ SKÓLA
Vinna með námi er algeng-
ari á íslandi en víðast hvar í
aðildarríkjum OECD.
Algengara er að stúlkur
vinni með námi en drengir.
Árið 2002 stunduðu tæp
36% 15-19 ára stúlkna vinnu
með námi en 23% drengja.
Meðaltal í OECD-ríkjunum
árið 2003 var 11,3% og að
auki voru 4,9% nemenda á
námssamningi.
(Heimild: Hagstofa Islands)
vinnumarkaði og það sé eitt af því
sem þeir verði að gæta sín á.
„Þau ráða sig sem verktaka og
finnst það rosalega gaman og
svo lenda þau í því að þau hafa
ekki borgað neina staðgreiðslu af
sköttum. Ef eitthvað kemur upp á,
þau veikjast eða slasa sig þá mega
þau bara éta það sem úti frýs. Það
vantar því fræðslu um fjármálaum-
hverfið eins og það leggur sig. Það
þarf að taka þetta miklu fastari
tökum og það þarf að byrja fyrr,
ekki í framhaldsskóla heldur jafnvel
1 sjöunda eða áttunda bekk,“ segir
Garðar sem telur að slík fræðsla
verði að haldast í hendur við fræðslu
um kynbundið launamisrétti.
Kynbundin launamismunun
„Mér sýnist þróunin vera sú að
stelpur vinni meira með skóla en
strákar. Mín skýring er sú að þær
eru með lægri laun fyrir sumarvinn-
una,“ segir Garðar og tekur undir
að snemma beygist krókurinn í kyn-
bundnu launamisrétti. „Það kemur
líka fram hjá okkar nemendum þó að
það sé kannski minna af því í þessum
aldurshópi en mörgum öðrum enda
erum við að tala um láglaunahóp. Ég
veit að stelpur vinna meira og mín
tilfinning er að það sé vegna þess að
þær eru með lægri laun en ekki endi-
lega vegna þess að þær séu svo miklu
dýrari i rekstri," segir Garðar.
Samhliða könnuninni á vinnu
framhaldsskólanema var athugað
i hvað nemarnir eyddu helst pen-
ingum sínum. Garðar segir að það
hafi komið á óvart hve miklu þeir
eyddu í mat og hvers kyns skyndi-
bita. Þá fór drjúgur hluti eyðslunnar
í skemmtanir/áfengi, fatnað/snyrt-
ingu, bifreiðar og tómstundir.
Símakostnaður ungmenna hefur
einnig aukist að sögn Garðars en þó
eru þau orðin meðvitaðri um hann
en áður. „Þau nota mikið MSN-ið,
Skype og þessa hluti. Það er miklu
meira um það enda svo miklu auð-
veldara fyrir þau að tengjast hvar
sem er. Þá kaupa þau sér frelsi og
eru mjög meðvituð um hvað þau
eiga inni,“ segir Garðar.
Efla þarf neytendavitund framhaldsskólanema samkvæmt könnun á högum þeirra
Skuldsett fyrir tvítugt
Dæmi eru um ungmenni
undir tvítugu sem hrökkl-
ast úr skóla vegna skuld-
setningar. Margir fram-
haldsskólanemar þekkja
ekki nógu vel rétt sinn
á vinnumarkaði og líða
fyrir það.
Eftir Einar Örn Jónsson
einar.jonsson@bladid.net
Upplýstir framhaldsskolanemar
Efla þarf neytendafræöslu fólks á
framhaldsskólaaldri enda margir ekki
nógu meðvitaöir um rétt sinn og sum
ir sokknir í skuldafen fyrir tvítugt.
Örugg í umferðinni
Skólastarf er að hefjast um
þessar mundir og víða má búast við
ungum vegfarendum á ferli. Mikil-
vægt er að bílstjórar sýni sérstaka
aðgæslu af þessu tilefni, ekki síst
í grennd við skóla, íþróttahús og
aðra staði þar sem börn eru á ferð.
Þá verða foreldrar enn fremur
að huga að öryggi barna sinna
og fræða þá um rétta hegðun í
umferðinni.
• Hvort sem börnin fara gangandi
eða hjólandi í skólann er mikilvægt
að öruggasta leiðin verði fyrir
valinu jafnvel þó að hún sé ekki
endilega sú stysta.
• Leggið áherslu á að börnin noti
gangbrautir og gangbrautarljós
þar sem þau eru til staðar, stoppi
og líti til beggja hliða áður en þau
fara yfir.
• Brýnið fyrir þeim að fara sér-
staklega varlega þegar skyggni er
Lítil börn með skóla-
töskur Bílstjórar þurfa
að gæta sérstaklega
að ungum vegfarend-
um um þessar mundir.
slæmt, til dæmis vegna myrkurs
eða veðurs.
• Gætið þess enn fremur að endur-
skinsmerki séu á fatnaði og töskum
barnanna, einkum eftir að skyggja
fer.
• Margir foreldrar kjósa að aka
börnum sínum til skóla og er þá
mikilvægt að viðeigandi örygg-
isbúnaður sé notaður miðað við
stærð og aldur barnsins. Hleypið
barninu út á öruggum stað gang-
stéttarmegin þannig að það þurfi
ekki að fara yfir götu.