blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2007 blaöiö Grunnafjörður Ráðherra ver votlendi Umhverfisráðherra hefur synjað staðfestingu á þeim hluta aðalskipulags Leirár- og Melahrepps er varðar vega- lagningu yfir Grunnafjörð en staðfestir það að öðru leyti. Skipulagsstofnun og Umhverf- isstofnun höfðu áður lagst gegn staðfestingunni þar sem Grunnafjörður er friðlýst svæði síðan 1994 og allt jarðrask óheimilt. Grunnafjörður er talinn eitt mikilvægasta votlendissvæði ís- lands og eitt af þremur svæðum á landinu sem tilkynnt hefur verið til alþjóðlegrar skrár um verndun votlendis. mbi.is Vestmannaeyjar Fá einkaleyfi á húkkaraball íþróttafélagið ÍBV hefur fengið einkarétt á nafninu húkkaraball. Friðbjörn Val- týsson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir að félagið hafi sótt um það á Einkaleyfastofu að fá orðin húkkaraball, brekku- söngur og þjóðhátíð skráð sem orðmerki, sem er sambæri- Iegt við vörumerki, en fengið synjun á hinum síðastnefndu. mbl.is Umferðarþungi stór- eykst í haustbyrjun ■ Mestu teppumar snemma á morgnana ■ Öngþveiti myndast kringum skóla ■ Umferð þyngst í Ártúnsbrekku og á Kringlumýrarbraut Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Umferðarþungi á götum höfuð- borgarinnar kemur til með að stór- aukast þegar grunn- og framhalds- skólarhefjast.flestirgrunnskólanna í dag. Mestu teppur myndast frá klukkan 7.45 til rúmlega 8 á morgn- ana en dreifing umferðarþungans er meiri síðdegis og tafir ekki eins miklar. „Gríðarleg umferð og hálfgert öng- þveiti myndast iðulega í kringum skólana 15-20 mínútum áður en þeir hefjast á morgnana,“ segir Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fræðslufull- trúi Umferðarstofu. Kristín Björg nefnir götur sem gæta þarf sérstaks öryggis í nánd við og eru það meðal annars Skeiðarvogur, Bústaðavegur, Langholtsvegur, Háaleitisbraut og Hamrahlíð þar sem fjöldi grunn- skólabarna er á ferli. Horft til framhaldsskóla eru mestu umferðarhnútarnir kringum Kringlumýrarbraut í nánd við Verzl- unarskólann, Háskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Hamrahlíð. Kringlumýrarbraut verst Landupplýsingadeild Reykjavíkur- borgar fylgist vel með teppum sem myndast á öðrum stöðum í borg- inni, segir Björg Helgadóttir, land- fræðingur hjá deildinni. „Við erum með mælitæki í Ártúnsbrekku og á Kringlumýrarbraut en á þessum tveimur götum skapast verstu um- ferðarteppurnar." Hún bætir við að einnig stíflist ákveðin gatnamót og hringtorg höfuðborgarinnar, meðal annars gatnamót við Sprengisand og hringtorg það sem stendur á Hring- braut við Þjóðminjasafnið. Virða hraðamörk í íbúðahverfum Umferðarstofa leggur áherslu á að foreldrar sem aka börnum sínum í sleppistæði, búi þau vel og brýni fyrir þeim nauðsynlegar umferðarreglur. „Það er einnig mikið öryggi fólgið í því að hafa endurskinsmerki á töskum og nota allra helst gang- brautir með gangbrautarljósum,“ segir Kristín Björg. „I íbúðahverfum er einnig mikilvægt að ökumenn virði skilyrðislaust hámarkshraða,“ segir hún og mælir með því að fólk sameinist í bíla, fari fyrr af stað og einstaklingar yfir 18 ára nýti sér ókeypis strætóferðir borgarinnar. ► 44.726 bílar um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar ► 86.147 bílar um Vesturlands- veg ► 63.103 bílar um Reykjanes- braut ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net FAMI LeiðancCi ítaCsktfyrirtœki í dönnun og framCeiðsCu á iðnaðar innréttingum Hillur plastvörur fataskápar og stál innréttingar " Hamarshöföa 1. Sími 511 1122 ■ VERSLUN Skoðið FAMI bæklinga á www.ri-verslun.is Hillukerfi breidd 2. m m tilboðsverð dýpt 40 cm 21 315 kr frá Bilainnrettmgar 25 941 kr

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.