blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 24
32
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2007
blaðió
(575 8900
ORÐLAUSLÍFIÐ
•y
ordlaus@bladid.net
Hann er bara heppinn
að ég var ekki þarna.
Tvífarar vikunnar
THE
BOURNE ULTIMATUM
Romember Everylhiiig Forgive iMothincj
lfabwka p£
astrópíA kl. 10:30
ASTRÓPÍÁ M. 10:30 VIP
RATATOUILLE E NSKU TAí kl. 5:30-8-10:30 L
RATATOUILLE (SLTAL kl. 3 - 5:30 OiGITAL
TRANSFORMERS kl. 5-8-10:40 10
NANCY DREW kl.4-6 7
GE0RGIA RULES M.8 7
HARRY P0TTER 5 M. 3-10:30 10
SHREK3M/-ISLTAL w.3-4-6
0CEANS13 M. 10:30 7 -
SaííJ./m KRINGLUNNI
B0URNE ULTIMATUM kl. 5:40 - 8 -10:20 12
ASTRÓPÍA M. 8-10:10
RATAT0UILLE M/-ISLTAI M.5:30 Dtönil
RATAT0UILLE FNSKUTAlJ M. 5:30-8
TRANSF0RMERS W. 10:20 DiGITAl 10
n'ixlí< AKUnrmi
HSTRÓPÍÁ M. 6-8-10
RATATOUILLE ISLTAL M. 6
RATATOUILLE / tai M. 8
TRANSF0RMERS kl. 10:15 10
stViBíSkiiŒÍöaái
B0URNE ULTIMATUM M. 8-10:30 12
ASTRÓPÍA M.8-10
SaíV-sSkitUOSU í m »07
RUSH H0UR 3 kl.7-9 121
ASTRÓPlÁ M. 9
RATATOUILLEm/ÍSLTAL kl. 6:50
Nýtt í bíó
450 fcP. í tóól Giidir á allar sýningar rosrklar msð rauða!
SmÖRRK^BÍÓ
ÍÍCBÖÖröEUÖTMffrÚM
kL530.8og1030
THEBOURNEU.LUXUS
RUSH H0UR3
SÍMPSON enskt tal
kL530.8og1030
kl. 3.45,550,8 og 10.10
SIMPSON íslenskt tal
DEÁTH PRÓOF "
DIEHARD4.0
THE B0URNE ULTfdATUMÍ jií 53q8og1030
RUSH H0UR3 -----------------
BECOMING JANE
M. 530,8 og 1030
THEBOÚRNEULTIMATUM
M.6,8og10-KRAFT
SIMPSON íslenskt tal
SICKO M. 530 og 8 7
DIE FALSCHER M.5.30 14
FUCK kl.5.30 7
DELIVER US FROM EVIL M. 8 14
HALLAM FOE kl.5.30
ZOO M.1030 16 |
C0CAIN C0WB0YS M.8 14 8
GOODBYE BAFANA M. 10.30 7 S
SHORTBUS M. 10.30 18 h
GOING TO PIECES M. 10.30 16 I
AWAY FR0M HER M.8 7 >
THEBOURNEULnWTOJM M. 5.40,8,102OPCM/ER 14
RUSHH0UR3 M.3.45,6,8ofl10
RATATOUILLEisLlal kL 3.45 L
TRANSF0RMERS M. 7 og 10 10
SIMPSON íslensktal M.4 L
Það verður ekki hjá því
komist að líkja tónlistar-
manninum Pétri Ben við
leikarann Mark Wahlberg.
Ekki nóg með að þeir séu
mjög líkir heldur eiga þeir
einnig tónlistina sameig-
inlega, þar sem Wahlberg
var betur þekktur sem
tónlistarmaðurinn Marky
Mark á sínum tíma.
Pétur Ben Myndi sóma sér vel í hópi
Wahlberg-bræðranna.
Mark Wahlberg Aðhyllist ekki sömu tón-
listarstefnu og Pétur en líkist honum þó.
Litli bróðir Gunnars úr Fóstbræðrum er íslartdsmeistari í pylsuáti
Hæfileikarnir frá afa
Jón Maríusson borðaði 14
pylsur á 12 mínútum sem
dugði honum til sigurs á
íslandsmeistaramótinu í
pylsuáti um helgina.
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@bladid.net
„Ég segi nú ekki að það þetta
hafi verið auðvelt, enda var ég ekki
vel undirbúinn," segir Jón Maríus-
son, nýkrýndur íslandsmeistari í
pylsuáti. Utvarpsstöðin Rvk Fm
stóð fyrir keppninni á Menningar-
nótt, en Jón sporðrenndi 14 pylsum
á 12 mínútum sem tryggði honum
öruggan sigur.
Jón, sem er bróðir „Fóstbróð-
urins” Gunnars Jónssonar, segist
ekki hafa leitað til bróður síns fyrir
keppnina, en segir aftur á móti afa
sinn hafa gefið sér góð ráð. „Ég
notaði bara gamalt trix frá afa
- að borða bara hratt og stöðugt.
Hann lifði á þannig tíma að sá
sem var fljótastur fékk mest við
matarborðið."
Ætlaði ekki að taka þátt
Fyrir helgi birti Blaðið viðtal við
Kristján Knútsson, sem þótti gríð-
arlega sigurstranglegur, og hann
sagðist meðal annars hafa borðað
22 pylsur á einum degi. Kristján
kom tíu pylsum niður í keppninni
og hafnaði í öðru sæti.
„Hann koksaði í miðri keppni,"
segir Jón og bætir við að í upphafi
ætlaði hann ekki að taka þátt. „Ég
hringdi og ætlaði bara að fá upp-
lýsingar um reglurnar, en Ómar
[Bonham, dagskrárstjóri Rvk Fm]
Sendibílar
til leigu
www.corgobllar.ls
íslandsmeistari Jón Mariuson
sigraöi örugglega í (slandsmeistara-
mótinu í pylsuáti um helgina.
KEPPNI í PYLSUÁTI
►
►
Pylsuát er vinsæl íþrótt í
Bandaríkjunum og Japan.
Heimsmetið í pylsuáti er 66
pylsur í brauði á 12
mínútum.
► Heimsmethafinn, Joey
Chestnut, á fjölmörg mat-
artengd met, meðal annars
í vöfflu-, samloku- og kjúk-
lingavængjaáti.
vildi bara skrá mig.“ Jón stefnir
á að verja titilinn að ári, en ætlar
ekki að taka þátt í Norðurlanda-
eða Evrópumóti í íþróttinni.
Líkir bræður
„Hann er bara heppinn að ég var
ekki þarna,“ segir Gunnar Jónsson,
Fóstbróðir og stóri bróðir Jóns, en
kveðst þó vera stoltur af árangri
litla bróður. „Það verður að segjast
eins og er að hæfileikinn kom frá
afa gamla.“
Átta ár skilja á milli bræðranna,
en Gunnar segir þá bræður vera
líka að öllu leyti. „Það er sennilega
af því ég dröslaðist alltaf með hann
út um allt, þannig að hann hefur
margt frá mér. Mér finnst eiginlega
að hann hefði átt að þakka mér
fyrir árangurinn,"
segir Gunnar
í léttum dúr.
„Hann leitaði
ekki til mín,
en þetta hefur
síast inn í
gegnum undir
meðvitund-
• «
'Uk/ ' .±;'M1
Gunnar Jónsson Segir litla bróður erfa hæfileikana frá afa þeirra og sjálfum sér. w
,S TT. ■
Gestaleikari í
One Tree Hill
Kevin Federline hefur tekið að
sér gestahlutverk í næstu seríu
sjónvarpsþáttanna One Tree Hill.
Þrátt fyrir skrílslæti í kringum
margrómaðan skilnað hans og
Britney Spears er hann hvergi
af baki dottinn og virðist ná að
nota athyglina sem hann fékk í
kjölfarið sér til framdráttar. Fe-
derline mun leika rokksöngvara
og hefjast tökur í vikunni. Svo
er bara spurning hvort Federline
nái að toppa fyrrverandi eigin-
konuna í vinsældum, en óhætt er
að gera því skóna að lítið þurfi til
miðað við endurtekin glappaskot
Britney síðustu misserin.
Óttast ekki
skífustuld
Ný breiðskífa
Sprengjuhallar fær
að hljóma á Organ
„Ég held að þetta verði mjög
skemmtilegt. Maður heyrir glænýja
plötu, sem er einhvern veginn svo
ný að það er næstum því eins og
að heyra lifandi tónlist. Svo heyrir
maður þetta ennþá meira lifandi
þegar við spilum,“ segir Bergur
Ebbi Benediktsson, meðlimur í
Sprengjuhöllinni.
Sveitin er sjóðandi heit um þessar
mundir og stendur fyrir svoköll-
uðum forhlustunartónleikum á
Organ, laugardaginn 1. september.
Þá gefst fólki tækifæri til að hlusta á
breiðskífu piltanna, í fyrsta og eina
skipti þar til hún kemur út í október.
Eftir að skífan hefur verið spiluð
tvisvar treður sveitin upp.
Fólk hvatt til að segja sína skoðun
„Þeir sem hafa áhuga á hljóm-
sveitinni og islensku tónlistarlífi í
dag ættu að hafa gaman af þessu,“
segir Bergur, en hann óttast ekki
að óprúttnir aðilar mæti á svæðið
með upptökutæki og leki skífunni á
Netið. „Það væri náttúrlega töff, ég
held við yrðum bara upp með okkur
ef það myndi gerast. Þetta er eitt-
hvað sem væri gert við Björk. Við
höfum engar áhyggjur af því.“
Bergur hvetur fólk til að mæta á
svæðið og segja meðlimum sveitar-
innar hvað því finnst. „Það verður
að vísu frekar lítið sem við getum
gert til að breyta plötunni,“ segir
hann, en skífan verður tilbúin þegar
tónleikarnir verða haldnir.
Miðasala á tónleikana hefst i dag í
Skífunni, BT á landsbyggðinni og á
Midi.is. Miðaverð er 1.000 krónur.
atli@bladid.net
Þoldi ekki álag
frægðarinnar
Leikarinn Ethan Hawke segir
hjónaband sitt og leikkonunnar
Umu Thurman ekki hafa þolað
álagið sem frægðinni fylgdi.
Hawke segir að ferill Umu hafi
tekið sinn toll af sambandinu sér-
staklega í ljósi þess að ferill hans
var á niðurleið á meðan frægð
eiginkonunnar jókst. Þau voru
gift í sex ár en skildu að skiptum
árið 2004 eftir að hafa eignast tvö
börn saman. „Það er ósanngjarnt
þegar öðrum aðilanum gengur
mjög vel en allt er á niðurleið
hjá hinum. Þá getur afbrýðisemi
gert vart við sig sem eyðileggur
sambandið.“