blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 22.08.2007, Blaðsíða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2007 blaóiö ORÐLAUSLÍFIÐ ordlaus@bladid.net Breskar konur virðast til dæmis fylgjast meira með tísku og fréttum af fræga fólkinu en íslenskar þannig að við þurftum aðeins að létta síðuna og taka inn meira af þess háttar efni. Miðnæturbíó á kvikmynda- hátíðinni Alþjóðleg kvikmyndahátíð fer fram dagana 27. september til 7. okt- óber næstkomandi en þetta verður í fjórða skipti sem íslendingum er boðið upp á slíka kvikmyndaveislu. Miðnæturbíó hefur verið einn vinsælasti viðburður Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík síðastliðin þrjú ár en á þeim sýningum er hinu óhuggulega, sér- kennilega og sprenghlægilega gert hátt undir höfði og áhersla lögð á að skapa annars konar og frjálslegri stemningu en þekkist venjulega í bíóhúsum borgarinnar. Að þessu sinni fer miðnæturbíó fram þann 29. september og verða þá sýndar tvær nýjar myndir auk þess sem hljómsveit mun flytja þekkt stef úr hryllingsmyndum síðustu áratuga. I ár verða sýndar kvikmyndirnar The Tripper eftir David Arquette og nýsjálenska kvikmyndin Black Sheep eftir Jonathan King. 16 plötusnúðar koma fram á Nasa á laugardag Islandsmet í skífuskanki íslandsmetið i fjölda plötusnúða á einu kvöldi verður slegið á laugardag þegar sextán plötusnúðar koma fram á Nasa. Þetta fullyrðir Kristinn Bjarnason, betur þekktur sem Dj Ghozt, í samtali við Blaðið. „Ég er að halda árshátíð íslenskra plötusnúða á Nasa,“ segir Kristinn. „Þeir sem fram koma verða við í klúbba- þættinum Flex af X-inu, Ghozt og Brunhein. Svo ætla þeir úr Party Zone að senda Grétar G. á svæðið. Hann er búsettur í Skotlandi, en við í Flex Music ákváðum að fljúga honum heim. Hann verður heiðursgestur á þessu kvöldi.“ Aðrir plötusnúðar sem koma fram eru tvímenning- arnir af Teknó.is, Exos og Eyvi. Þá koma fram Ingvi, Skapti og Beatur úr Groovebox-genginu, Jonfri, Oli Ofur og Tryggvi úr Barcode-hópnum, Aj og Danni úr Bigroom-klíkunni og loks munu Plugg’D-peyjarnir Tweak, Jayarr og Frigore sjá um fjörið á efri hæðinni. Kristinn Bjarnason Draugurinn lofar stemningu á laugardaginn. Húsið verður opnað klukkan 23 og kostar 1.500 krónur inn. atli@bladid.net Tónleikar í íslensku óperunni á morgun Listamenn flytja tónlist Tom Waits Fjöldi þekktra tónlistarmanna mun stíga á stokk í Islensku óper- unni fimmtudagskvöldið 23. ágúst næstkomandi. Tilefnið er tónleikar til styrktar Barnaspítala Hringsins og er dagskráin helguð tónlist Tom Waits. Söngvarar á tónleikunum eru meðal annars Ragnhildur Gísla- dóttir, Daníel Ágúst, Pétur Ben, Bjarni Lárus Hall, Höskuldur Ólafsson, Sigríður Eyrún, Didda og Krummi auk þess sem leikarinn Björn Hlynur Haraldsson mun leyfa gestum að njóta raddar sinnar. Undir leikur hljómsveitin The bad livers and the broken hearts band, en bandið var slcipað sérstaklega af þessu tilefni. Meðal átta hljómsveit- armeðlima eru þeir Frank Hall, Sig- tryggur Baldursson og Pétur Ben. Miðarnir rjúka út „Hún Sigríður Eyrún kom til okkar í Vesturportið og spurði hvort við gætum tekið þátt í þessu. Við höfðum samband við Frank Hall, sem er tónlistarstjóri tónleikanna, og svo bara varð þetta einhvern veginn miklu stærra en við bjuggumst við,“ segir Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, og fullyrðir að um sé að ræða rjómann af listamönnum landsins. „Við erum ofboðslega ánægð með þennan hóp og það er mikill áhugi og eftirvænting. Þarna verða átta manna hljómsveitir og um 12 söngvarar minnir mig, svo að þetta verður rosa prógramm. Við reyndum líka að fá fólk sem maður sér ekki endilega fyrir sér taka Tom Waits-lögin. Maður hugsar til dæmis ekki beint til Röggu Gísla eða Krumma þegar tónlist Tom Waits er annars vegar, en það er einmitt það skemmtilega við þetta. Við sjáum söngvarana í nokkuð öðru ljósi en venjulega.“ Miðasala á tónleikana hefst í íslensku óperunni í dag og eru miðarnir þegar farnir að rjúka út. „Við höfum samt verið að selja miða síðustu daga á twtonleikar@gmail. com. Miðarnir hreinlega rjúka út og við búumst við að það verði pakkfullt á þessum tónleikum. Það ætti líka enginn að missa af þessu, þetta verður frábært!“ segir Rakel að lokum. halldora@bladid.net Þurftu að laga síðuna að breskum konum Femín færir út kvíarnar Eigendur femin.is hafa verið að kynna sér breskar konur undanfarin ár og hafa opnað vefsíð- una femin.co.uk sem er með svipuðu sniði og hér heima. Eftir Hildu H. Cortez hilda@bladid.net Þær Soffía Steingrímsdóttir og Iris Gunnarsdóttir starfrækja vefsíðuna femin.co.uk fyrir breskar konur, en þær hafa haldið úti femin. is undanfarin ár hér á landi. Að sögn Soffíu er síðan með svipuðu sniði og hér heima en efni síðunnar er aðallega ætlað konum á aldr- inum 20 til 45 ára. Meiri áhugi á tísku „Síðan er komin upp og við munum hefja markaðssetningu af fullum krafti í haust,“ segir Soffía Steingrímsdóttir, ritstjóri femin.is. „Við höfum verið að kynna okkur markaðinn og breskar konur og þurftum aðeins að laga síðuna að þeim. Breskar konur virðast til dæmis fylgjast meira með tísku og fréttum af fræga fólkinu en íslenskar þannig að við þurftum aðeins að létta síðuna og taka inn meira af þess háttar efni. Við leggjum til dæmis minni áherslu á börn og uppeldi en það efni virðist ekki eiga jafn mikið upp á pallborðið hjá breskum konum og íslenskum. En annars verður þetta áfram sama hugmyndin. Á síðunni eru greinar og upplýsingar ásamt netverslun, afþreyingu og spjallþráðum. Við erum búnar að ráða nokkrar breskar stelpur sem koma til með FEMIN.IS ► ► Femin.is var stofnað árið 2000. Á vefnum er að finna fjölda efnisflokka en lögð er áher- sla á efni tengt tísku, heilsu, kynlífi og börnum og upp- eldi svo eitthvað sé nefnt. w Sjónvarpsþátturinn Femin W* hóf göngu sína á Stöð 2 árið 2003 undir stjórn leikkon- unnar Maríu Ellingsen. að skrifa fyrir okkur sem sérhæfa sig á mismunandi sviðum, þar sem ein fjallar um kynlíf og önnur heilsu svo eitthvað sé nefnt. Erfiður markaður Að sögn Soffíu hefur lengi staðið til að færa út kvíarnar. „Við höfum alltaf hugsað okkur að fara í útrás með Femin og stóð til að fara annað hvort til Bretlands eða Dan- merkur en að lokum var ákveðið að slá til hér í Bretlandi. Við höfum núna verið búsettar í London í tvö ár og höfum verið að kynna okkur markaðinn vel og vonumst til að okkur verði tekið jafn vel hér og á íslandi þar sem síðan hefur gengið mjög vel. Við rekum öfluga netverslun sem er líklega ein sú stærsta á íslandi þannig að fyrirtækið stendur í blóma um þessar mundir og þess vegna tilvalið að róa á önnur mið. Efþetta mun ganga jafn vel í Bretlandi þá erum við auðvitað að tala um miklu stærra batterí, en að sama skapi er miklu erfiðara að komast að. Samkeppnin er mikil og allir að herja á sama hópinn með til dæmis tímaritum og blöðum. En það vinnur með okkur að vefverslun er á mikilli siglingu í Bretlandi og við komum inn á góðum tíma.“ Tónleikar á Organ í kvöld Líkn leikur fyrir dansi Hljómsveitin Líkn stígur á stokk á skemmtistaðnum Organ í kvöld og heldur útgáfutónleika í tilefni nýrrar plötu sveitarinnar. Hljómsveitin er skipuð þeim Jóni Indriðasyni, Brynjari Má Ottóssyni og Hallvarði Ásgeirssyni en auk þeirra hyggst bassaleikarinn Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson leika með strákunum í kvöld. Hljómsveitin mun spila lög af nýju plötunni auk þess sem gestum gefst færi á að heyra brot af næstu plötu Líkn. Á tónleikunum verður hægt að fjárfesta í plötunni á tilboðsverði. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og kostar litlar 500 krónur inn. Útgáfutónleikar í kvöld Hijómsveitin Líkn leikur á skemmstitaðnum Organ klukkan 21:00 í kvöld. Moss ósátt Eiturlyfjaneytandinn Pete Do- herty hefur tekið upp samband á ný við fyrrverandi kærustu sína, fyrirsætuna Irina Lazareanu, en hann átti í ástarsambandi við hana áður en hann og Kate Moss hófu langa og stormasama sambúð. Doherty og Lazareanu sáust saman á Claridge-hótelinu í Lundúnum um síðustu helgi og virtust einnig afar náin á V Festi- val í Chelmsford. Moss ku ekki vera sátt við að Doherty sé strax kominn í annað samband en að- standendur fyrirsætunnar vona að það verði til þess að hún gefi hann endanlega upp á bátinn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.