blaðið - 12.09.2007, Page 7

blaðið - 12.09.2007, Page 7
biaóiö MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 FRÉTTIR Björgunarsveitir Sóttur á fjallstind Átta björgunarsveitarmenn auk læknis og þriggja sjúkra- flutningamanna sóttu í gærkvöld mann upp á Sóma- staðatind sem er beint fyrir ofan álver Alcoa á Reyðarfirði. Talið var að maðurinn væri hjartveikur. Sómastaðatindur er í um 900 metra hæð yfir sjó og leiðin upp á tindinn torfarin. STUTT • Dómstólar Héraðsdómur Austurlands dæmdi stúlku í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ásamt karlmanni brotist inn í sumarbústað í Stafafellsfjöllum í Lóni og stolið þar geisladiskum, álgrillbökkum, tjaldlukt, 6 kertum, Yatsy spili og tannkremstúpu. Var þýfið metið á 5439 krónur. • Vestfirðingar vilja að háskóli verður stofnaður á Vestfjörðum og að þar hefjist kennsla strax næsta haust. Þetta var samþykkt á Fjórðungsþingi Vestfirðinga um síðustu helgi. RÚV greindi frá því að stjórn sambandsins hafi verið falið að kalla þegar til fulltrúa allra þeirra stofnana og fyrirtækja sem að málinu gætu komið. Með farsíma á leið í skóiann Þeg ar nemendur tala í farsíma í kennslu- stundum, senda SMS eða taka myndir eru símarnir teknir af þeim. Truflun í kennslustundum Taka þarf farsíma af grunnskólanemendum Sænsk yfirvöld hafa nú heim- ilað kennurum að taka farsíma af nemendum og annað sem truflar skólastarfið. Á íslandi setur hver skóli sínar eigin reglur um farsímanotkun. Sænsku kennararnir fagna þess- ari heimild þar sem víða hafa nem- endur hunsað tilmæli kennara um að afhenda þeim símana. Þess eru dæmi að nemendur hafi tekið myndir af öðrum nemendum sem svara spurningum kennara rangt og sett á Netið. Þannig hefur ein- eltið verið víkkað út. Nemendur hafa einnig tekið myndir af kenn- urum og sett á Netið. Formaður sænska kennarasam- bandsins bendir á að kennari megi ekki taka farsíma af nemanda með valdi. „En því miður óttast ég að sú regla eigi eftir að verða brotin,“ segir aMetta Fjelkner í viðtali við Aftonbladet. Fortölur duga oftast hér Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir að yfirleitt dugi fortölur. „Ég kannast ekki við að það hafi orðið átök um farsíma. Við megum ekki beita valdi en vilji nemandi ekki afhenda farsímann sinn, sem truflun hefur stafað af, kemur yfirleitt skólastjórnin til sög- unnar. Oftast dugir að taka síma af nemanda og hann fær hann í lok kennslustundar. Ef um ítrekuð brot er að ræða er kallað í foreldra til að ná í símana.“ Að sögn Hreiðars er nemendum ekki bannað að hafa farsíma innan á sér séu þau ekki að senda SMS, tala i símann eða taka myndir með honum. Stundum koma nemendur með vasahnífa í skólann. Verði kennarar varir við það eru hnífarnir teknir. „Þetta er ekki markviss vopnaburður. Mörg börn eiga vasahníf og mega nota hann heima,“ tekur Hreiðar fram. Hann segir kennara ekki af- henda nemendum hnífana aftur, heldur verði foreldrar að sækja þá. Stórir hnífar eru hins vegar afhentir lögreglu. ingibjorg@bladid.net V G vill fund um leikskóla í ljósi ummæla formanns leikskólaráðs, bæði í borgar- stjórn og í fjölmiðlum, um mögulegar brey tingar á rekstr- arformi leikskóla borgarinnar hefur fulltrúi Vinstri grænna í leikskólaráði óskað eftir að boðað verði til fundar í ráðinu hið fyrsta. VG telur að vandi leikskólanna verði ekki leystur með breytingum á rekstrarformi, heldur fyrst og fremst með því að bæta kjör þeirra stétta sem þar starfa. Strætó Fleiri farþegar í ágúst Farþegar fóru 36 þúsund fleiri ferðir í strætó í ágúst 2007 en í ágúst 2006 og var aukningin því 5%. Ferðum fjölgaði úr 755 þúsund f 791 þúsund. Fram- haldsskólanemendur notuðu fríkortin sín síðustu vikuna í ágúst og má rekja vöxtinn á milli ára til þess. „Almenn ánægja ríkir meðal námsmanna með Frítt í strætó- verkefnið, við erum því mjög þakklát fyrir viðtökurnar,“ segir Pálmi Freyr Randvers- son, sérfræðingur í samgöngu- málum hjá umhverfissviði. l—EG/XdN' SUBARU Sjálfskiptur Sedan 2.680.000,- Sjálfskiptur Wagon 2.830.000,- Subaru eigendur vita ad veturnir geta oft verid hardir hér á landi. Þad er því mikilvægt ad vera med drif á öllum þegar keyrt er íhálkunni. Boxer vélin liggur lárétt í vélarrýminu svo þyngdarpunktur bílsins er mjög lágur sem gerir hann miklu stödugri í öllum akstri. AWD sídrifid tryggir ad aflid dreifist jafnt og örugglega til hjólanna. Þeir sem kaupa sér Subaru einu sinni halda áfram ad kaupa Subaru. Þeir vita ad hann er allt ödruvísi en adrir bílar. Subaru hefur verid seldur á íslandi í yfir 30 ár. Reynslan af bílnum vid þær erfidu og óvenjulegu adstædur sem hér eru hefur gert Subaru ad samnefnara fyrir endingu, hörku og úthald. Raunar er hvergi selt meira af Subaru midad vid höfdatölu en einmitt á íslandi. Subaru Legacy eru klárlega bestu kaupin í dag. Þú finnur varla bíl med þessa eiginleika í þessum verdflokki, Þad ætti því enginn ad kaupa sér bíl án þess ad koma fyrst og reynsluaka Subaru Legacy. Spurdu bara Subaru eigendur. Þeir vita af hverju Subaru eru sennilega gáfulegustu bílakaup sem þú gerir. Svo er hann ekki bara flottur á veturna, heldur allt árið! Ingvar Helgason Sævarhöfða 2 Sími 525-8000 Opið: Mán. 10-18, þri.-fös. 9 -18, lau. 12 -16. Umboðsmenn Akureyri Njarðvlk Höfn I Homafiröi um land allt 464-7940 421-8808 478-1990

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.