blaðið - 12.09.2007, Page 30

blaðið - 12.09.2007, Page 30
38 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 blaóiö FOLK folk@bladid.net Já, það er alltaf brosað í gegnum tárin, því þetta eru gleðitár. Brosirðu í gegnum tárin? Elínu Gestsdóttur var um daginn sagt upp störfum sem framkvæmda- stjóra hjá Ungfrú ísland en hún hafði starfað þar síðastliðin tólf ár. HEYRST HEFUR Hann var einkennilegur tölvu- pósturinn frá G. Pétri Matthías- syni, upplýsingastjóra Vega- gerðarinnar í gær, sem barst til allra helstu fjölmiðla landsins. Þar voru reifaðar skákfréttir af skákmóti í Laugalækjaskóla, sem verður að teljast ansi langt seilst út fyrir verksvið Vegagerð- arinnar. Ekki er vitað hvort vega- málastjóri hefur ávítað G. Pétur fyrir þetta hlið- arspor, en ljóst er að það fellur enn sem komið er í skugga Grims- eyjarferju- málsins... Hinn sykursæti Skjöldur Eyfjörð er hugsanlega að fara að vinna fyrir hið virta snyrtivörufyrir- tæki Balmain frá París. Felst starf hans í að selja hárleng- ingar um allan heim og hönnun á tískulínum og klippingum. Þetta kemur fram á bloggi hans. Skjöldur hefur eimitt nýopnað flott tískuhús og snyrtistofu að Pósthús- stræti 13 og spurning hvort hann geti sinnt báðum störfum í einu... Heimildir herma að eitt glæsi- legasta par landsins til margra ára, Þorsteinn J og María Ellingsen, séu skilin að borði og sæng. Hafa þau um langt skeið prýtt fjölmiðla á Fróni en nú virðist hamingjan hafa runnið sitt skeið. Við taka nýir tímar og mun Þorsteinn stýra nýjum þætti í vetur á RÚV ásamt Andreu Róberts, sem mun fjalla um kvik- myndir og leikhús og nefnist hann 07/08... María Reyndal segist frekar vilja leikstýra heldur en leika María Ingibjörg Reyndal hefur slegið í gegn í lottó-auglýsingunum Vill heldur leikstýra María Ingibjörg Reyndal er einn reyndasti leik- stjóri okkar íslendinga af yngri kynslóðinni. Hún hefur meðal annars leik- stýrt barnasöngleiknum Abbababb! og Beyglum með öllu og framundan er leikritið Ökutímar, sem verður frumsýnt á Ak- ureyri þann 2. nóvember. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Þeir sem ekki þekkja nafnið ættu samt að þekkja Maríu í sjón, en hún leikur einmitt eiginkonu Lýðs Odds- sonar, Björgu, í hinum margrómuðu Lottóauglýsingum sem sýndar hafa verið í sjónvarpi að undanförnu. Þótt María sé menntuð leikkona og hafi alið með sér þann draum sem barn, hefur hún að mestu haldið sig við leikstjórnina. „Ég hélt alltaf að ég ætlaði að verða leikkona. En sú menntun hefur þó nýst mér ágætlega, og kannski einstaklega vel í þessum Lottóauglýsingum! “ Leiklistin „Ég ólst upp í Norðurmýrinni og fór í Háteigsskóla, sem reyndar hét þá Æfingaskólinn. Þar lærði ég fyrst leiklist, en það var einmitt hún Halla Margrét, nú óperusöngkona á Ítalíu, sem opnaði heim leiklistarinnar fyrir mér. Eftir grunnskólann fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð og fór auðvitað beint í leikfélagið þar sem ég hitti fyrir Benedikt Erlings- son, Pál Óskar, Atla Rafn, Brynhildi Björns, Völu Þórs og fleiri góða leik- ara sem ég er eflaust að gleyma! Eftir menntó fór ég að kenna unglingum leiklist í Tónabæ og leikstýrði til dæmis Jóhönnu Jónas í einleik eftir Dario Fo. Það gekk voða vel og ég fékk mjög fína dóma í blöðunum. Eftir það ákvað ég að fara í leiklist- arskóla í Englandi sem var mjög skemmtilegur tími. Þar kynntist ég fólki sem er enn góðir vinir mínir í dag og alltaf gaman að sjá sumum þeirra bregða fyrir í sjónvarpsþáttum hér heima. Það er nú enginn þeirra eitthvað „mega-frægur“ en þó var rauðhærði gaurinn með stutta hárið í The Office, sem var einnig mynd- inni í Love Actually, í bekknum fyrir ofan mig!“ Heim á Frón „Eftir námið var ég aðeins lengur í London, eða um eitt og hálft ár, þar sem ég var að leika og reyna fyrir mér. Ég lék til dæmis í Royal Albert Hall og fékk meira að segja fínan umboðsmann eftir að hafa leikið í Birninum eftir Tsékov! En á þessum tíma hafði ég kynnst manninum mínum, Orra Vésteins- syni fornleifafræðingi, sem vildi óður komast heim á Klakann til að fara að grafa eitthvað í jörðina. Við komum heim til íslands árið 1999 og þá tók ég til við að leikstýra KONAN ► ► María er fædd árið 1970 Meðal verka sem hún hefur leikstýrt eru Lína Langsokk- ur, Best í heimi og Beyglur með öllu. ► Hún útskrifaðist sem leik- kona frá The Central School of Speech and Drama árið 1997 menntaskólum í ákveðnum verk- efnum. Svo tók ég við Kaffileikhús- inu og leikstýrði Ævintýri um ást- ina en fór þá til Leikfélags íslands i Iðnó og leikstýrði þar Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason. Þá fórum við Magnús Geir, leikhússtjóri fyrir norðan, einmitt að tala um leikritið Ökutíma eftir Paulu Vogel, sem við ætlum að setja upp í haust á Akur- eyri. Það er því búinn að vera langur undirbúningur að þessu verki, sem fjallar um forboðna ást ökukenn- ara til ungrar frænku sinnar. Þetta er dramatískt verk með kolsvartri kómík og skartar einvalaliði leik- ara. Sjálf Lay Low semur tónlist og verður á staðnum til að flytja hana. Annars er ég alltaf með Abbababb! líka, þennan frábæra barnasöng- leik, sem vann einmitt Grímuna fyrir bestu barnaleiksýningu ársins og þá hef ég verið að semja atriði fyrir Stelpurnar á Stöð 2, ásamt því að leika aðeins í þeim líka. Ég lofa alveg þrusugóðu handriti í vetur og góðu gríni einnig!“ BLOGGARINN... Davíð og evran „Þótt Evrópusambandið sé ekki fullkomið og evran ekki fullkomin, eigum við að vera með. Þótt embættismenn séu fyrirferðarmiklir í sambandinu, eru þeir ekki vanhæfír eins og þeir islenzku. Þeir evrópsku kunna stjórnsýslu, en íslenzkir embættismenn kunna ekkert íhenni. Þótt lýðræði sé lítið í sambandinu, erþað enn minna hér á landi. Mestu máli skiptir, að krónan er orðin hættuleg hagkerfinu. Hún rambar út og suður, viðkvæm fyrir árásum fjárglæframanna. Sem betur fer er þjóðin loksins eftir dúk og disk að átta sig á, að fullyrðingar Davíðs Oddssonar i evrópu- málum eru hlægilegar." Jónas Krístjánsson www.jonas.is Tepruskapur „Sóley Tómasdóttir hefur kvartað til Jafn- réttisstofu undan auglýsingu Veiðiportsins þar sem stúlka íbikini heldur á veiðistöng. Á sama tíma birtir Linda Pétursdóttir mynd af allsnakinni konu iauglýsingu fyrir Baðhúsið sitt. [...] Stundum minna íslensku femínistastelpurnar á íranska erki- klerka ífurðulegum tepruskap sinum. Og það er nú einu sinni þannig að þó maður telji sig hafa kynjapólitiskar forsendur fyrir því að amast við Ijósmynd af stúlku í bikini þá verður slíkt alltaf flokkað undir tepruskap og smámunasemi - á meðan verið er að murka lifið og sálina úr konum i öðrum heimshlutum. “ Ágúst Borgþór Sverrisson blogg.visir.is/agustborgthor Ráðvilltir karlar „Talandi um karlmenn. Þeireru ekki bara ráðvilltir í snyrtivörudeildunum. Þeir eru enn umkomulausari i kvenfatabúðunum. Standa vandræðalega ímiðri verslun þeg- ar konan er að skoða og kaupa - eða bíða misþolinmóðir fyrír utan. Vinur minn sagði mér eitt sinn frá bragði sem hann beitti þegar honum leiddist biðin. Og það virkaði alltaf. Hann segði við konuna þegar hún værí að máta flik: Hún klæðir þig illa. Stuttu siðar væru þau á hraðri leið heim..." Ama Schram http://arna.eyjan.is/ ALLIR DAGAR Auglýsingasíminn ORÐLAUSLÍFIÐ 510 3744 blaðiö= Su doku 6 5 1 7 8 6 2 3 6 3 7 9 5 8 2 9 2 4 8 7 7 1 3 3 8 4 1 4 7 9 1 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERMAN eftir Jim Unger Geturðu skipt 50-kalli? Ég þarf að skilja eftir eitthvert þjórfé.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.