blaðið - 18.09.2007, Side 23
blaöió
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEIVIBER 2007
35
ORÐLAUSTÍSKA
tiska@bladid.net
mn Ég fór á sýningu í fyrra og
var í hálfgerðu sjokki. Ég
tók varla eftir fötunum því
mér fannst þær svo grannar.
Flottastar á hátíðinni
Katherine Heigl Stjarnan úr sjónvarps-
þáttunum Grey's Anatomy þótti bera af
í hvítum kjól frá Zac Posen.
Emmy-verðlaunaafhendingin fór fram á sunnudagskvöldið með pompi
og prakt en á hátíðinni eru verðlaunaðar stærstu sjónvarpsstjörnurnar
vestanhafs. Að vanda var rætt um best og verst klæddu leikkonurnar
og þóttu nokkrar bera af að þessu sinni.
Eva Longoria Desperate Housewives-
leikkonan vekur alltaf athygli en hún
klæddist pallíettukjól frá Kaufman Franco.
America Ferrera Úr sjónvarpsþáttunum
Ugly Betty þótti afburða smekkleg í blá-
um kjól frá Monique Lhuillier.
Elísabet Davíðsdóttir finnur íyrir breytingum í fyrirsætubransanum
Fékk sjokk vegna
mjórra fyrirsætna
Fyrirsætan Elísabet Dav-
íðsdóttir kveðst ánægð
með vakningu varðandi
ofurgrönnu fyrirsætuna
og Ásta Kristjánsdóttir
fagnar framtaki tísku-
ráðs Bretlands varðandi
áherslu á aukið heilbrigði.
Eftir Haildóru Þorsteinsdóttur
halldora@bladid.net
Eftir dauða suðurafrísku fyrir-
sætunnar Luisel Ramos, sem lést
af völdum lystarstols á síðasta ári,
hefur umræða um ofurgrannar fyr-
irsætur verið áberandi og spjótin
hafa beinst að fyrirsætubrans-
anum varðandi miklar kröfur til
holdafars.
Umræðan hefur kallað fram
mikil viðbrögð og nokkrar umboðs-
skrifstofur og hönnuðir hafa beitt
sér fyrir vakningu í þessum efnum.
Þannig komst tískuvikan í Bret-
landi í hámæli sökum nýrra reglna
þess efnis að fyrirsætur undir 16
ára aldri séu bannaðar á sýningar-
pöllunum, en áður höfðu ítalskir og
spænskir fatahönnuðir ákveðið að
sniðganga fyrirsætur undir þyngd-
arstuðlinum 18.
(sjokki á tískusýningu
Fyrirsætan Elísabet Davíðsdóttir
segist finna mikinn mun frá því
sem áður var þegar kemur að
kröfum til holdafars fyrirsætna.
„Það hefur orðið mikil breyting
frá því ég byrjaði í þessu. Fyrirsæt-
urnar eru yngri og grennast með
hverju ári. Ég fór á sýningu í fyrra
og var í hálfgerðu sjokki. Ég tók
varla eftir fötunum því mér fannst
þær svo grannar," segir Elísabet
og bætir við að tískuvikurnar séu
hættulegastar.
„Þá taka fyrirsæturnar 2-3
mánaða törn, sem getur verið ansi
hættulegt því þér getur fundist þú
Of langt gengið á köflum Fyrirsætan
Elísabet Davíösdóttir segist finna mikinn
mun á útliti fyrirsætna í dag.
feit innan um þessar stelpur. Sumar
léttast um tíu kíló á þessum tíma.“
Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir
Aðspurð um íslenska fyrirsætu-
bransann segist Elísabet þess
fullviss að hér á landi sé allt annað
uppi á teningnum.
„Eg held að þær séu yfirhöfuð
frekar heilbrigðar. Þar er þetta líka
miklu minna en í New York og
öðrum borgum, auk þess sem við
erum ekki með þessar stóru tísku-
sýningar sem gera mestu kröfurnar
um mjóar fyrirsætur. Ég hef alla-
vega ekki séð neitt á íslandi eins og
maður sér úti,“ segir Elísabet.
Hún bendir á mikilvægi þess að
foreldrar sendi stelpur ekki ungar
út til fyrirsætustarfa.
„Ég hef persónulega alltaf verið
ósammála því að senda stelpur of
ungar út. Ég hef séð margar stelpur
fara illa út úr því vegna þyngdar-
innar, eiturlyfja eða annars.“
Fagnar framtakinu
Ásta Kristjánsdóttir, einn
eigenda fyrirsætuskrifstofunnar
Eskimo, segist fagna framtaki
Tískuráðs Bretlands varðandi
áherslu á aukið heilbrigði fyrir-
sætna og lágmarksaldur.
„Auðvitað vonar maður að þetta
sé að breytast og kröfurnar verði
minni. Reyndar hefur breiddin
aukist þannig að bæði er verið að
nota mjó módel og stærri módel
og allt þar á milli. Sem dæmi eru
reknar svokallaðar plus size-deildir
í mörgum erlendum stofum sem
ganga mjög vel,“ segir Ásta.
„Varðandi tískuvikuna í Bret-
landi þá finnst mér þetta frábært
framtak, enda getur þetta haft
þau áhrif á auglýsendur að þeir
biðji síður um ofurgrannar fyrir-
sætur. Hingað til hefur krafan á
tískusýningum erlendis verið 90
cm mjaðmir og 60 cm mitti, en ef
erlendir fatahönnuðir fara að bóka
fólk í öðrum málum þá er það hið
besta mál. Auðvitað kemur krafan
frá kúnnunum og við þurfum
þá að svara eftirspurninni. Hins
vegar má ekki gleyma því að lang-
flestar fyrirsætur eru einfaldlega
grannar frá náttúrunnar hendi og
það verður að passa sig á því að
tala ekki alltaf um átröskun þegar
kemur að mjóum
konum,“ segir
Ásta að
lokum.
Ánægð með framtakið Ásta Krist-
jánsdóttir hjá Eskimo segir ákvörðun
Tískuráðs Bretlands frábært framtak.
Lily heimildar-
laus í Chanel
Poppstjarnan Lily Allen ætlaði
að bæta við fataskápinn á dög-
unum en varð svo sannarlega ekki
kápan úr því klæðinu. Söngkonan
heimsótti Chanel-verslun og tók
saman góðan fatabunka, en þegar
afgreiðslustúlka ætlaði að taka við
greiðslu var kortinu hafnað sökum
heimildarleysis. Allen mun hafa
falast eftir láni fram á næsta dag og
gekk á braut eins og epli í framan.
„Kortinu mínu var hafnað og
þegar ég ætlaði að hringja í bank-
ann varð síminn minn batteríslaus.
Þetta var mjög niðurlægjandi og
ég þurfti að koma aftur næsta dag
með greiðslu," sagði söngkonan í
samtali við The Sun og bætti við
að óheppnin elti hana á röndum
þegar kemur að tísku. „Ég á þvílíka
sögu um óheppni þegar kemur að
fötum og öllu tískutengdu. Nokkrir
hönnuðir eru hættir að lána mér
föt því að ég lendi alltaf í einhverju.
Christian Louboutin vill ekkert
lána mér af því að hundurinn minn
nagaði skóna sem hann lánaði
mér og svo setti ég leðju í kjól sem
Julien Macdonald lánaði mér. Hann
var heldur ekki mjög ánægður.“
llbelladonnaii
Flottar
jyfirhafnir
Stærðir 42-56
Jk
U
4
I
©
Skeifan 11 d • 108 Reykjavík
sími 517 6460
www.belladonna.is
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Gl.e:raugnave:rsl.«jn
G A RÐ A B Æ J A R
Garðatorg 1
SfMI 534 2661
OPIÐ KL. 10-18 ALLA VIRKA DAGA
Laugardaga KL. 11-14
Sjónmæli ngar — Linsum át u n
Líttu við hjá okkur
ug fáðu faglega ráðgjöf
BjDöum
barna-