Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 21

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 21
Ef ég væri George W. Bush þá myndi ég... fara að kfkja ofan í buxurnar, það er búin að vera skítalykt af mér ansi lengi. Ef ég væri Birgitta Haukdal þá myndi ég... ekki vilja vera svona, ekki sitja og bíða og vona, ég myndi bara vilja vera ég sjálf... Ef ég væri Michael Jackson þá myndi ég... láta skjóta mértil tunglsins og taka alvöru moonwalk. Ef ég væri Jón Ásgeir þá myndi ég... safna í mottu til að fullkomna 80's lookið. Ef ég væri Ingibjörg Sólrún þá myndi ég... einnig bjóða mig fram sem formann Geimverufélags l’slands og slá tvo bræður í einu höggi. Ef ég væri Bobby Fischer þá myndi ég... gefa Sæma rokk einn rembings fyrir að losa mig úr prísundinni. Ef ég væri George W. Bush þá myndi ég... leggja mig því það hlýtur að vera þreytandi að vera þreytandi. Ef ég væri Birgitta Haukdal þá myndi ég... mæta á útgáfutónleika Úlpu á Nasa þann 29.apríl vegna útgáfu á fyrstu smáskífu næstu breiðskífu þeirra drengja og standa fremst. Jafnvel með fléttur i tilefni dagsins. Ef ég væri Michael Jackson þá myndi ég... reka lögfræðinginn, taka útúr mér snuðið og ráða Pharrell í eitt takttruflað meistarastykki, svona rétt áður en ég færi í steininn. Ef ég væri Jón Ásgeir þá myndi ég... síga niður þakgluggann á næsta kjölfestufjárfestafundi með hárið tekið í snúð og sveðju í hendi. Svona rétt til þess leggja áherslu á ég sé ekkert að grínast með það að hafa leigt Óperuhúsið í Danmörku undir tónleika með Geirmundi Valtýs. Ef ég væri Ingibjörg Sólrún myndi ég... skora á össur í skrykkdans keppni með frjálsri aðferð. Það myndi auka skemmtanagildið á annars skoðanadaufum formannsslag. Ef ég væri Bobby Fischer myndi ég... reyna að forðast afleiki og jafnvel raða bara upp á nýtt með opnum huga. Ef ég væri George W. Bush þá myndi ég... biðjast afsökunar á öllu því sem ég hef gert sem er Ijótt og vont. Það gæti tekið svolítið langan tíma, en ég er metnaðarfullur. Ef ég byrja strax og geri ekkert annað þangað til ég dey, þá kannski tekst mér það. Ef ég væri Birgitta Haukdal þá myndi ég... velta því fyrir mér hvað ég er að gera á þessum lista, ég er bara lítil sæt og saklaus stelpa og hef ekkert gert af mér til að verðskulda það að vera hérna. Ef ég væri Michael Jackson þá myndi ég... flytja til íslands, og láta dæma mig hér fyrir alla kynferðisglæpina mína, þá þyrfti ég ekki að sitja inni lengur en í svona þrjá mánuði. Áfram ísland! Ef ég væri Jón Ásgeir þá myndi ég... Kaupa! Kaupa! Kaupa! Kaupa! Selja (djók) Kaupa! Kaupa! Kaupa! Kaupa! Kaupa! Kaupa! Kaupa! Kaupa! Selja! (hah! náði þéraftur) Kaupa!Kaupa!Kaupa!Kaupakaupaka upakaupakuapapakaupalkjæk.arhh.. arrhhhh.namminamm......bónus.... Ef ég væri Ingibjörg Sólrún myndi ég... gera það sama og Steingrímur J, viðurkenna að ég sé sköllótt og snoða mig. Ganga síðan til liðs við Vinstri Græna, enda myndi ég passa vel í hópinn eftir klippinguna. Ef ég væri Bobby Fischer myndi ég.. . taka strætó niður á skrifstofu samsærissorpritsins Reykjavík Grapevine og berja alla starfsmenn blaðsins. Þeir eiga það skilið helvítis fíflin, enda vinna þeir allir hjá CIA og Bandaríkjastjórn. Síðan myndi ég taka strætó aftur heim. Sigfús Sigfússon 28 ára Hver er nýi bankastjóri Alþjóðabankans? Veit ekki. Hvað heitir kærasti Britney Spears? Kevin Federline. Hvað eru aðfallsgöng? Úff, veit það ekki. Hvar er Finnmörk? I Finnlandi kannski? Hvað heitir maðurinn sem nýlega sagði af sér sem fréttastjóri Útvarps? Ekki hugmynd. Guðrún Ágústa Gestsdóttir 21 árs Hver er nýi bankastjóri Alþjóðabankans? Ekki hugmynd. Hvað heitir kærasti Britney Spears? Uuu, veit það ekki. Hvað eru aðfallsgöng? Eitthvað skólpdæmi. Hvar er Finnmörk? Uuu, er það ekki eitthvað land? Hvað heitir maðurinn sem nýlega sagði af sér sem fréttastjóri Útvarps? Veit það ekki. Rétt svör Nýi bankastjóri Alþjóðabankans er Paul Wolfowitz. Kærasti Britney Spears heitir Kevin Federline. Aðfallsgöng eru göng sem búin eru til þannig að stíflur virki. Finnmörk er í Noregi. Maðurinn sem nýlega sagði af sér sem fréttastjóri Útvarps heitir Auðun Georg Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.