Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 54

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 54
Hrúturinn er mjög ákveðinn núna og lætur engan komast upp með frekju við sig. Þú ert búin/n að gera mikil plön fyrir sumarið og þú ættir að gera allt sem þú getur til að standa við þau, þá eiga næstu vikur eftir að vera fullar af ævintýrum og óvæntri rómantík. Þú mátt samt ekki gera of miklar væntingar til vina þinna því það eru ekki allir í sömu hugleiðingum og þú. Sumir vilja bara slappa af næstu vikurnar og þú verður að virða það. Gerðu hlutina þá bara sjálf/ur, þú hefur gott af því að prófa að standa á eigin fótum. If^Naut ‘ft'^Tvíburar 6^ Krabbi 21. apríl - 21. maí 22. maí - 21. júnf 22. júní - 23. júlí Nautið er búið að vera mjög einangrað upp á síðkastið og núna er kominn tími til að þú fáir smá útrás. Næstu vikurnar gætu einkennst af mikilli rómantík og líklegt er að þú kynnist áhugaverðum aðila. Úr því gæti orðið eitthvað meira en vinátta því þú tekur smá áhættu og hættir að vera stöðugt á varðbergi. Þú þarft að fókusa vel á verkefnin sem eru framundan í vinnunni og skipuleggja þig vel. Kláraðu þau verkefni sem þú ert búin að láta sitja á hakanum allt of lengi og byrjaðu sumarið á núllpunkti. Ekkert stress, bara skemmtun. Tvíburinn er búinn að lenda í miklum leiðindum síðustu vikurnar og margir hafa sært hann illa. Núna verður þú þó að reyna að fyrirgefa, þér á eftir að líða betur á eftir. Þú ert búin/n að fá mikla athygli frá hinu kyninu en hefur verið of upptekin af eigin vandamálum til að taka eftir henni. Hættu þessari sjálfsvorkunn og kannaðu alla möguleikana áður en það verður um seinan. Planaðu partý, bjóddu fólki heim og sýndu hvað þú getur verið skemmtilegur félagsskapur. Hugur þinn er búinn að vera í órafjarlægð frá heimilinu þínu síðustu vikur og þú hefur gaman af að láta þig dreyma um framtíðina. Krabbinn er búinn að halda sig mikið út af fyrir sig og hefur um leið misst mikið samband við fjölskyldu og vini. Núna þarftu að fara út að skemmta þér, setja draumana á smá pásu og fá útrás. Ef þú blandar geði við annað fólk og segir frá hugmyndum þínum er líklegra að draumar þínir verði að veruleika. Miklar breytingar á lífi Krabbans munu eiga sér stað í byrjun maí og þú átt eftir að vera hikandi í fyrstu, en eftir smá tíma áttu ekki eftir að vilja líta til baka. 2^Ljón (fc^Meyja &^Vog ^HEsporðdreki 24. júlí - 23. ágúst 24. ágúst - 23. september 24. september - 23. október 24. október - 22. nóvember Þú ert búin/n að reynast vinum þínum alveg ótrúlega vel upp á síðkastið og núna er tími til að fá greiðana til baka. Furðulegir tímar eru framundan og mikið af nýju og athyglisverðu fólki á eftir að vera partur af daglega lífinu og þú ættir að nýta þér það til að ná lengra í vinnunni. Þú ert mikil félagsvera og þarft að hafa nóg að gera og þér á svo sannarlega ekki eftir að leiðast í apríl. Maí á eftiraðvera rólegri en einstaklega rómantískur. Líklegt er að kunningi þinn fari að skipta þig meira máli og að úr verði meira en góð vinátta en þú verður að fylgja innsæinu og vera alveg viss um hvað þú ert að gera. Þetta samband gæti nefnilega endað í hrikalegum leiðindum fyrir báða aðila. Þú ert búin/n að standa þig vel í vinnunni og munt bráðum fá viðurkenningu fyrir allterfiðið, líklega íformi launahækkunar þó að þú þurfir eflaust að biðja um hana. Vinnan á hug þinn allan núna og þú ættir að halda því striki næstu vikurnar. Eftir að þú ert búin/n að ná markmiðinu geturðu farið að hugsa um ástarmálin, en ekki reyna að skora hátt á báðum stöðum í einu núna. Þú hefur einfaldlega ekki orkuna í það. Leitaðu til vinanna ef þig vantar félagsskap en passaðu þig á að gorta þig ekki af eigin frammistöðu því að það er mjög auðvelt að falla í skuggann af þér. Þú hefur sjaldan verið vinsælli hjá hinu kyninu en einmitt núna. Nýttu þessa auknu athygli, losaðu um beislið og skemmtu þér. Vinur úr fortíðinni kemur óvænt upp á yfirborðið á næstu vikum og það á eftir að setja þig í erfiða aðstöðu. Meyjan verður að standa fast á sínu núna og ekki láta plata sig í að gera einhverja vitleysu, sama hversu erfitt það á eftir að verða. Mikil uppsveifla verður í vinnunni og mikið álag á eftir að hvíla á meyjunni í byrjun sumarsins. Framundan eru þó spennandi verkefni og þú ættir að eyða orkunni í þau fremur en nokkuð annað. Steingeitin er ekki mjög ánægð með lífið og tilveruna núna og er stöðugt að leita að einhverju sem hún veit samt ekkert hvað er. Það sem þú þarft er að prófa nýja hluti, vera opin/n fyrir því að kynnast nýju fólki og jafnvel bjóða á stefnumót. Ekki vera feiminn/ og missa af öllum tækifærunum! Þú getur lært heilmikið af fólkinu sem er í kringum þig og færð þá kannski þau svör sem þú þarft til þess að halda áfram. Þó að þú trúir því ekki núna þá brosir sumarið við þér. Vogin er búin að vera mjög viðkvæm síðustu daga og hefur ekki verið feimin við að ausa öllum sínum tilfinningum yfir á vini og vandamenn. Núna þarftu að segja skilið við fortíðina og byrja upp á nýtt. Þá er ekki verið að segja að þú eigir að gleyma því sem hefur verið að angra þig, heldur finna leið til að gera gott úr öllu saman. Nýttu þessa tilfinningasemi í ástarlífinu. Ef allt fer ekki eftir áætlun í þeim málunum máttu þó ekki taka það persónulega heldur halda áfram þínu striki því þúfellur oftfyrir þeim sem sýna þér engan áhuga en lítur ekki við þeim sem gera það. Breyttu hugarfarinu, nýtt og spennandi ástarsamband gæti verið í uppsiglingu ef þú þara tekur eftir því. Vatnsberinn þarf að stíga aðeins frá rútínunni sem hann er búinn að vera fastur í og gera öðruvísi hluti. Þú hefur ekki þorað að taka neinar áhættur í ástarmálunum í lengri tíma því þú óttast höfnun eins og heitan eldinn, en hleður á þig vinnu til að dreifa huganum. Sumarið er tími ævintýranna og ef vatnsberinn drattast á lappir og fer að gera eitthvað í sínum málum mun hann svo sannarlega upplifa hvað það er að vera ástfanginn. Þú getur auðveldlega fengið það sem þú vilt ef þú gengur bara aðeins á eftir því. Spennandi ferðalög eru framundan hjá sporðdrekanum sem á þó eftir að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir hvað þau varðar. Sérstaklega þegar kemur að framtíðarplönum. Mikið stress er búið að einkenna þig upp á síðkastið og núna þarftu að finna leið til að slaka á og hlaða batteríin. Þegar kemur að ástarmálunum þarftu alltaf að vera einu skrefi á undan hinum aðilanum og hefur mjög gaman af því að spila með þann sem þú hefur áhuga á og ert stöðugt í einhverri keppni. Ef það er engin spenna missirðu fljótt áhugann. Núna þarftu samt að gefa honum/henni tækifæri til að sanna sig fyrir þér. Ekki afskrifa of fljótt því að sá/sú sem þú ert að hitta núna gæti staldrað við lengi ef þú leggur niður vopnin. Haltu vel utan um peningana næstu vikurnar því að erfiðir tímar eru framundan. Það þýðir þó ekki að þú eigir ekki eftir að skemmta þér svakalega því að þú átt auðvelt með að gera gott úr því litla sem þú hefur. Fiskurinn á eftir að standa frammi fyrir stórri og erfiðri ákvörðun í byrjun sumarsins og þá er nauðsynlegt að enginn ýti á þig því hún gæti breytt lífi þínu til frambúðar. Gefðu þér síðan tíma til að vera ein/einn í nokkra daga og melta hlutina í ró og næði og hlaða upp orku. Sumarið á nefnilega eftir að vera stanslaust fjör! A^Bogmaður ^fi^Steingeit &áttVatnsberi ^jpFískar 23. nóvember - 21. desember 22. desember - 20. janúar 21. janúar -19. Febrúar 20. febrúar - 20. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.