Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 48
VIÐ HVAÐ VORU STJÖRNURNAR AÐ VINNA
ÁÐUR EN FRÆGÐIN BANKAÐI UPP Á?
Mick Jagger
Rokkarinn var sendisveinn á geðsjúkrahúsi
áður en steinarnir fóru að rúlla.
Bill Withers
Bjó til klósettsetur fyrir Boeing 747 flugvélar.
Kris Kristofferson
Atvinnumaður í amerískum fótbolta.
Madonna
Starfsmaður á Dunkin' Donuts.
Henry Rollins
Vann við að selja ís.
Elvis Costello
Það segir sig kannski sjálft en Elvis
Costello var forritari.
John Lennon
Var áður vatnsveituvinnumaður.
Björk
Vann áður í fiskvinnslu á íslandi.
Kylie Minogue
Var starfsmaður á videóleigu.
Sting
Starfaði áður sem enskukennari.
George Michael
Þeytti plötum á veitingastað áður en
hann meikaði það með Wham.
Elvis Presley
Var áður vörubílstjóri.
Bob Dylan
Innheimti skuldir.
Huey Lewis
Vann við að slátra kanínum.
Rod Stewart
Starfaði sem líkgrafari.
Jon Bon Jovi
Vann við að búa til jólaskraut.
Tom Jones
Seldi ryksugur.
Lemmy
Var hvorki meira né minna en
rótari fyrir Jimmy Hendrix.
ÞARFT ÞÚ Á KÚRI AÐ HALDA...
...PRÓFAÐU NÝJASTA NÝTT,
AÐ HALDA CUDDLEPARTÝ!
Það er alveg ótrúlegt hvað fólki tekst að skilgreina hverja einustu tilf inningu
og hverja einustu löngun, analísera þær og finna lausnir á vandamálinu. Ef
þú ert illa haldin af snertingarvanrækslu þá er þetta lausnin fyrir þig.
Hvað er þetta?
Kúrupartýin eins og þau myndu
kallast á íslensku eru partý eða
samkoma þar sem hópur fólks
hittist á kósífötunum og kúrir
saman. Herbergin eru oftast fyllt
með notalegum púðum og þar
getur fólk lagst niður saman og
strokið hvort öðru, faðmast eða
fitlað í hári.
Fyrir hverja?
Það eru margar ástæður fyrir því að fólk
mætir. Aðallega er þó um einhleypt fólk
að ræða sem vantar hlýju, snertingu og
nánd og langar ekki að hanga á barnum til
að næla sér í slíkt. Aðrir eiga einfaldlega
mjög erfitt með að snerta aðra og fara þá
•' l'.úrupartý til að komast yfir þá fælni, því
margir eiga mjög erfitt með að sýna þeim
nánd sem það hefur ekki kynferðislegar
langanir til.
Reglur og
undirbúningur
Þaðererfittaðkúrauppviðeinhvernsem
þú hefur ekki kynferðislegar langanir til
og því eru nokkrar reglur í gangi og fyrir
hvern tíma er undirbúningur. Reglurnar
eru nokkrar en mesta áherslan er lögð
á að sleppa allri kynferðislegri hegðan
s.s. að nuddast upp við hvert annað í
fötunum. Það er auðvitað ekki hægt að
banna fólki að örvast en það má ekki
gera neitt í því.
Undirbúningsvinnan felst í rauninni í
að viðhalda reglunum og þar lærir fólk
að þekkja takmörkin sín, vita hvað það
vill og læra að segja: ,,nei, þetta vil ég
ekki!"
Hver er tilgangurinn?
Partýin ganga út á það að eins og samfélagið
er í dag þá er alveg hellingur af fólki þarna
úti sem er einhleypt (sumir sem mæta eru
þó í sambandi) og vantar ást og umhyggju.
Þessa umhyggju er einfaldlega ekki hægt að
fá út úr einnar nætur gamani og það er ekki
fyrir alla að nota kynferðislegar athafnir til
að ná í þá umhyggju sem það langar í. Það er
svo mikið af fólki sem er á lausu og hefur ekki
hugsað sér að fara í samband á næstunni og
koma sér fyrir með maka og fara að punga út
börnum. Kúrupartýin gera það auðveldara
fyrir þau að fá þann skammt af snertingu og
nánd sem það þarfnast.
t
Hvar get ég leitað
mér upplýsinga?
Þetta er heimasíða hjónanna sem
stofnuðu CuddlePartý og þar er að finna
allar upplýsingar um kúrið...
http://www.cuddleparty.com/
kh'-./.SJJH-.?'.-