Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 26
TÓIULEIKAFÁRID 2005
Fáir áttu von á að íslenskir tónleikahaldarar myndu þora að flytja inn erlend bönd eftir síðasta ár.
Heyrst hefur að aðeins tvö nöfn, af þessum lika endalausa lista af gaurum sem komu hinqað á
síðasta ári, hafi borgað sig: Metallica og Deep Purple. Allt annað var í stórum mínus, sérstaklega
50 Cent og G-Unit sem var eitt af skrautlegustu tonleikaævintýrum síðari ára.
En áður en við rýnum í það viljum við gefa öllum
prómóterunum feitt prik í kladdann fyrir að þora
þessu. Maður yrði hárlaus af stressi að flytja inn
eitthvað hljómsveitahyski. Sjitt, ma'r!
Svo er ekki úr vegi að tékka á hvað þarf að hafa
í huga þegar maður flytur inn hljómsveitir. Það
eru ekki allir sem vita hversu mikil geðveiki
þetta er. Menn þurfa að eiga stappfulla vasa
af seðlum til að borga eftirfarandi glaðninga:
Löggæslu, risatryggingu fyrir tónleikagesti,
skemmtanaleyfi, stefgjöld (sem dæmi má
nefna að STEF-gjöld fyrir Metallica tónleikana
voru á fimmtu milljón króna), leigu á húsnæði,
virðisaukaskatt, hótel fyrir hljómsveitarmeðlimi
og krúið, flugfar fyrir alla hersinguna, flutning
á græjum, læknakostnað, leigu á hljóðkerfi að
ógleymdum auglýsingakostnaði
sem er allverulegur.
Það er því í mörg horn að líta þegar hljómsveitir
eru fluttar inn til landsins. Við segjum bara: "lifi
íslenskt tónleikahald" og ef tónleikahaldarar
vilja keppast við hvorn annan um hver fer fyrstur
á hausinn, þá segjum við bara: "Kúdósl".
Hér gef ur að líta upptalningu á þeim hljómsveitum
sem munu verma íslenska
tónleikalýðinn í sumar:
Hver: Robert Plant & The Strange Sensation
Hvar: Laugardalshöll
Hvenær: 24. apríl
Á góðum degi hefði nú Tim kallinn hann Roman látið
sjá sig á tónleikum með Plant en þá erum við ekki að
tala um sjöunda, áttunda, níunda eða tíunda áratuginn,
óóóónei! Við hefðum viljað tékka á kappanum þegar
pípurnar voru upp á sitt besta og gæjinn var rammur af
sexappíli. Nú er þetta bara gamall kallskaufi og orðið
á götunni segir að hann taki ekki nein Zeppelin-lög,
votöpp með það, ma'r? Plantarinn er víst að marínera
hausinn á sér með einhverri hugleiðslu og flytur bara
Zep-stöffið "ef hann er í góðu skapi".
Hver: The Shadows
Hvar: Kaplakriki
Hvenær: 5. maí
Skuggarnir mæta í annað sinn til íslands og spila í
Handarkrikanum í Gaflarafirði. Ég held svei mér þá að
þeim finnist þeir sjálfir leiðinlegir og þá sérstaklega
gítarleikarinn Hank "Starvin" Marvin sem tekur hvert
leiðindasólóið á fætur öðru. Pant frekar fara með
Gísla Marteini í Inter-Rail um Evrópu en að fara á The
Shadows.
Hver: Franz Ferdinand
Hvar: Kaplakriki
Hvenær: 27. maí
Það verðurþéttsetinn bekkurinn þegar Franz Ferdinand
mætir á svæðið en sú fagra sveit hefur átt miklu og
góðu gengi að fagna hér á landi upp á síðkastið.
Risaþumall segir Tim Roman, þetta er staðurinn til að
vera á 27. maí.
Hver: Iron Maiden
Hvar: Egilshöll
Hvenær: 7. júní
Ah! Kóngarnir í pínþröngu spandex-buxunum. Hvað
er meira spennandi en að hlusta á metal fluttan í
hjólabuxum? Það verður án efa margt um manninn á
JárnFrúnni en 13 ár eru liðin síðan að Brúsi Dickinson og
félagar mættu hingað til lands og svöluðu rokkþyrstum
landanum. Við mætum, tala nú ekki um ef að Brain
Police hitar upp með nýja gítaristanum.
Hver: Duran Duran
Hvar: Egilshöll
Hvenær: 30. júní
Simon Le Bon og frænkurnar í Duran Duran eru
komnar á fullt skrið og hafa að eigin sögn aldrei verið
öflugri hvað performansið snertir. Við tökum Bon og
félögum trúanlegum enda er hér á ferðinni eitthvert
magnaðasta eytís-poppband sem um getur. Hvað væri
það líka svalt að fá Richard Scobie og félaga í Rikshaw
til að hita upp, svona rétt til upprifjunar á því að hér á
landi mátti einnig finna 80's bönd af bestu gerð?
Hver: Foo Fighters / Queens of the Stone Age
Hvar: Egilshöll
Hvenær: 5. júlí
Þessir tónleikar voru auglýstir nýlega, okkur öllum
til mikillar gleði, en hins vegar segir okkar maður
á kantinum að Egilshöllin sé upptekin þetta kvöld.
Frómir menn segja að ætli Foo og Queens að finna kofa
til að hýsa þá fjölmörgu aðdáendur sem vilja leggja
leið sína á tónleikanna, þá neyðast þeir til að bóka
knattspyrnuhöllina í Keflavík. Þar sem að við lögðum
oft leið okkar til Kef hér á árum áður og erum enn með
skítlausar tennur eftir ærlegar barsmíðar í Stapanum,
þá munum við ekki grípa til þess örþrifaráðs að fara á
Suðurnesin til að sjá þessi bönd.
Hver: Velvet Revolver
Hvar: Egilshöll
Hvenær: 7. júlí
Slash, Duff, Sorum og snillingurinn Scott Weiland
verða vafalítið í gríðarlegri stemningu í Egilshöllinni.
Heyrst hefur að uppistaðan í prógrammi þeirra félaga
verði gamlir Guns'N Roses slagarar ásamt efni frá
Stone Temple Pilots okkur íslendingum sérstaklega til
heiðurs. Timmarinn vitnar hér í Hómerinn sjálfan: "l'll
be there, front-row, CENTER!"
Hver: Snoop Dogg
Hvar: ?
Hvenær: 17. júlí
Ekki hefur enn fundist húsnæði fyrir Snúparann
en samkvæmt sérlegum heimildarmanni götunnar
á kallinn að fara létt með að fylla nokkurn veginn
hvaða kofa sem er. Kallinn er líka farinn að vinna með
Pharrell Williams, N.E.R.D. gaurnum, og tökum við þvi
fagnandi enda mikill snillingur þar á ferð. Okkar maður
úr Quarashi lætur vel af Pharrell en böndin tvö léku
saman á nokkrum festivölum back in the day.
Hver: Alice Cooper
Hvar: Kaplakriki
Hvenær: 13. ágúst
Einn af frumkvöðlum shock-rokksins mun heiðra okkur
með nærveru sinni í haust. Það má því búast við að
unnendurafsprengjahans(MarylinMansonogSlipknot)
muni mæta á svæðið ásamt öllum gamlingjunum sem
munu eflaust dusta rykið af Billion Dollar Babies fyrir
þessa tónleika. Þar sem að málaðir fimmtugir menn
eru mjög langt frá því að örva blóðrásina hjá okkur, þá
höldum við okkur heima fyrir þetta kvöld.
Tim Roman