Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 42

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 42
Fermingarstorminn er að lægja. Endalaust auglýsingaflóðið er að réna, og ólgandi stöðuvatnið sem hefur myndast á gólfinu undir póstlúgunni minni fer að kyrrast og tæmast. Hvert sem litið er má sjá fermingarhitt og þetta; fermingarrúm, lampa, bækur og skartgripi svo ekki sé nú minnst á græjur, föt og hárgreiðslur. Fermingarbörnin flæða inn í kirkjurnar og spýtast svo út mun græjuríkari. Hér á árum áður streymdu þau út sem fullorðnir einstaklingar en svo er ekki lengur. Ég hef mikið hrist höfuðið, ranghvolft augum og jafnvel frussað yfir börnum nú til dags. Fermingarbörnin eru ekki lengur fullorðin í skilningi laganna - en mér finnst þau yfirleitt bara vera orðin fullorðin miklu fyrr. Öllu heldur finnst mér börn fullorðnast allt of fljótt. Þó að "fullorðin" sé kannski ekki rétt orð. Persónulega finnst mér ekki vera óbrigðult samasemmerki á milli þess að hætta að vera barn og að vera orðin fullorðin. Um daginn birtust tveir strákar, á aldrinum 8-10 ára, fyrir utan gluggann minn. Þeir stóðu þar lengi og dáðustað litla kettinum mínum sem sat rígsperrtur í gluggakistunni. Mér hlýnaði um hjartaræturnar; strákar úti að leika sér! Ekki gameboy eða ipod eða hvað þetta allt heitir svo langt sem augað eygði. Yndislegt! Því þegar ég var lítil vorum við börn miklu lengur. Við lékum okkur úti á kvöldin - allir árgangar götunnar samankomnir. Við klifruðum í trjám og fórum út að hjóla, fórum í snúsnú eða eltingaleik og lékum þess á milli með barbí eða bíla. Leikskólakennari sem ég þekki segir mér að núna þyki það sko ekki fínt að leika með dúkkur eftir átta ára aldur. Og ef stelpurnar halda því áfram gæta þær þess vandlega að það sjáist ekki til þeirra. Barbí á mögulega aðeins lengri líftíma. Það er ekki bara þetta sem mér hefur blöskrað. Föt eru hátt listanum líka. Ég bjó hjá ömmu minni og afa í einn mánuð þegar ég var 19 ára. í fyrsta skipti sem amma mín hengdi upp úr vél sem innihélt nærföt af mér kom hún nánast grenjandi af hlátri inn í herbergið mitt; "Geturðu frætt mig á því hvað þetta er?!" Emjaði hún og veifaði helst til efnislitlum G-streng framan í mig. Ég hló bara með henni, því mér finnst það eiginlega líka fyndið að við göngum í pjötlum semömmurokkar, konurnarsem nýta allt og henda engu, hefðu áhyggjulaust og blístrandi rölt með út í tunnu. Þegar G-strengir eru teknir að gægjast upp úr níðþröngum buxum stelpna í ellefu eða tólf ára bekk - tja, þá blöskrar mér. Og ég efast heldur ekkert um að þeir teygi aumingjalega arma sína á eftir ennþá yngri stelpum. Ég fór í eina fermingarveislu í ár. Fermingardrengurinn var skemmtilegur að vanda, búinn aðsléttaannarsvilltarkrullurnar og ífínumjakkafötum. (veislunni voru einnig tvær stelpur sem litu út fyrir að vera á aldur við hann (ég læt það fylgja hér að ég er afburða léleg í að skera úr um aldur!). Önnur þeirra var í pilsi sem hefði flokkast sem snípstutt ef ekki hefði verið fyrir pífuna neðst á því. Og málningin sat óhagganleg á sínum stað. Nú er ég kannski ekki hæfur samanburður. Maskari var ekki til í mínum orðaforða fyrr en í blálok 10. bekkjar. Og þá var hann spari. Þetta er að miklu leyti mömmu minni að kenna, eða þakka, því hún hafði bara óljósar hugmyndir um hvað Þetta eru tvær gerðir af "fullorðnun" sem eiga sér stað allt of fljótt að mínu mati. Það liggur í augum uppi að 11 ára drengur á ekki að þurfa að bera ábyrgð á 13 mannverum. Eins finnst mér hitt dæmið slæmt. G-strengir og maskari eru ekki ein á ferð, klámvæðingin - og áhrif hennar á poppstjörnur og fyrirmyndir barnanna - tekur líka fullan þátt. Ég er hlynnt því að börn læri að taka ábyrgð. Ég er hlynnt því að þau taki þátt í heimilisstörfum, læri á strætókerfið og kunni að vinna - á meðan það er ekki eingöngu til þess að hafa efni á nýjustu 20.000 króna gallabuxunum. Ég er á móti því að þeim sé skutlað út um allt og að þeim séu gefnar rándýrar gjafir. En mest af öllu er ég líklega á móti því að börn "fullorðnist" hönd í hönd við "Ég hló bara með henni, því mér finnst það eiginlega líka fyndið að við göngum í pjötlum sem ömmur okkar, konurnar sem nýta allt og henda engu, hefðu áhyggjulaust og blístrandi rölt með út í tunnu" maskari gæti verið á þessum tíma. Mamma mín sagði mér sögu um daginn þar sem við röltum á milli snyrtivörubúða (við kunnum nú báðar á maskara). Langafi minn, afi hennar, ólst upp í sveit á Vestfjörðum. Þegar pabbi hans drukknaði féll ábyrgðin á hann, sem elsta son, að taka við búi og börnum. Hann var 11 ára gamall þegar hann var orðinn bóndi og bar ábyrgð á móður sinni og 12 systkinum. klámvæðinguna. Að þau feli barbídúkkurnar og bílana og smelli sér í magaboli. Að verða einsog lítil, ókynþroska útgáfa af kyntákni er ekki að verða fullorðin. Það er að vera villt barn. Ég vona innilega að börn framtiðarinnar snúi þessari þróun við, því ekki má hún ganga lengra. Ég kæri mig ekkert um að eignast barn sem við þriggja ára aldur er orðin smækkuð útgáfa af klámstjörnu eða hasarhetju. Sunna Dís Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir... Viðar Haraldsson 25 ára Fegurð: Kona Helga Júlía Vilhjálmsdóttir 20 ára Fegurð: Góð og falleg kona Fegurð: Lítil börn Fegurð: Sólin er falleg Heiða Arnarsdóttir 29 ára Fegurð: Fjölskylda ísrael: Stríð ísrael: Sorg og óréttlæti ísrael: Stríð ísrael: Óeirðir israel: Hörmungar Innflytjandi: Tælendingar Tónlistarmyndbönd: Sílíkon Fasteignasalar: Svindlarar Innflytjandi: Asíufólkið sem maður sér í miðbænum Tónlistarmyndbönd: Berar stelpur að dilla sér Fasteignasalar: Þeir reyna allt sem þeir geta Innflytjandi: Gott fólk Tónlistarmyndbönd: Skemmtileg Fasteignasalar: Jakkafataklæddir menn Innflytjandi: Útlönd Tónlistarmyndbönd: Gróf Fasteignasalar: Oftast frekar óprúttnir einstaklingar Innflytjandi: Skemmtileg tilbreyting Tónlistarmyndbönd: "Tits" and "ass" Fasteignasalar: Jakkaföt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.