Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 35

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 35
Súffragetturnar náðu að knýja fram kosningarétt kvenna í Bretlandi eftir stríðið og Bandaríkin fylgdu fast á eftir. Á meðan almenningur var að jafna sig eftir hörmungarnar fór hann að efast um ágaeti þeirrar kynslóðar sem hafði ráðið ríkjum í stríðinu og tískufrömuðirnir hugsuðu með sér að núna þyrfti að gera ákveðnar breytingar. Menn sáu að lífið var stutt og því þyrfti að njóta þess. Litríkir og blómstrandi tímar voru framundan, (að minnsta kosti í nokkur ár). Á þessum tíma fóru menn að líta framhjá formlegu reglunum sem höðu ríkt í lengri tíma og konurnar fóru að sýna þetta aukna frelsi sitt í hversdagsklæðnaði. Lífsstykkin fuku fyrir brjóstahöldurum. Pils og kjólar fóru að styttast og náðu núna niður á kálfa í staðinn fyrir að vera í ökklasídd. Konur, (auk þess að ganga í buxum), fóru að klippa hárið stutt, sem áður þótti alveg óhugsandi, enda var það óneitanlega þægilegra í vinnunni. Hattarnir urðu barmaminni og náðu niður fyrir eyru, hálsmálin þurftu núna ekki lengur að ná upp í háls og sexý háhælaðir skór tröllriðu öllu, því að þar sem pilsin voru orðin styttri skipti skófatnaðurinn óneitanlega meira máli. Tventíslúkkið kallaði þó á grannt útlit, því að lífsstykkin héldu núna ekki svona fast að eins og áður og konur fóru því að fara í megrun. Meiköpp varð hversdagslegra og konur urðu ófeimnar við það að draga upp varalitinn á veitingahúsinu og smyrja varirnar með æsandi litum. Föt kalmannanna urðu um leið meira sportí og þægileg. Einn fremsti hönnuður þessa tíma er án efa Coco Chanel og hönnun hennar hefur verið talin ímynd tventís lúkksins. Hlutlausir litir og einföld snið, hnésíð pils, berir handleggir og boxý jakkar urðu einkennandi, algjörlega í kontrast við það sem áður hafði verið. Stutta hárið var bylgjað, sólbrúnka var flott og skartgripir, sem þurftu ekki að vera ekta, voru notaðir tii að skreyta bert holdið. Litli svarti kjóllinn, sem er eitt af einkennismerkjum Chanel, kom fram á svipuðum tíma. Samkvæmt henni áttu fötin fyrst og fremst að vera þægileg. Þegar kreppan mikla skall á árið 1929 átti skellurinn eftir að ná til tískubransans eins og til annarra þátta atvinnulífsins. Fólk taldi sér trú um að verið væri að refsa þeim fyrir kasjúal lúkkið, stuttu pilsin og drengjalegu klippingarnar. Pilsasíddinféll niðurafturog bringan var ekki lengur til sýnis. Atvinnuleysi þýddi minni kaupmátt og tískubransinn þurfti að finna aðrar leiðir, enda friðartímarnir brátt á enda. -f næsta blaði: aðdragandi allsherjarstríðs og ár seinni heimsstyrjaldarinnar. Suðurlandsbraut 6 Hlíðasmára 12 Stórhöfða 17 Kringl ! Vinsælasti kínverski rétturinn á veitingahúsum um allan heim Críspy Aromatic önd Hálf önd með 18 pönnukökum, vorlauk, agúrku, sósu og steiktum hrísgrjónum, frábær aðalréttur fyrir 2 einnig spennandi forréttur fyrir 4-6 Fáfð öndina senda heim eða borðið á staðnum! kr. 1745 kr.3490 | Crispy Aromatic önd er eingöngu afgreidd fyrir 2 eða fleiri |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.