Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 47

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 47
Sí og æ berast fréttir af ólifnaði Bandaríkjamanna. Fólk nánast fyllir upp í húsin sín og bílaframleiðendur stækka drykkjarstatíf í bílum svo þau passi SuperMegaExtraSupaDupaFly stærð af kókdollum. Þjóðin virðst fljóta sofandi að feigðarósi, umvafin Mcdonalds bréfum. En eigum við nokkuð með að gagnrýna þau? Hvernig er lifnaður íslendinga eiginlega? Bryðjum pillur! Konurtaka mun oftar verkjalyf en karlar. 64% íslendinga taka einhver bætiefni af Tæplega 59% karla segjast sjaldan eða og til. Þau vinsælustu eru lýsi, C-vítamín, aldrei taka verkjalyf, en sú tala er rétt fjölvítamín og lýsispillur... rúmlega 36% hjá konum. Hins vegar segist hver fjórða kona taka verkjalyf oftast eða alltaf þegar hún finnur fyrir verk. 24% þjóðarinnar hunsar daglega viðvörunartexta sígarettupakkanna og kveikir sér í. Ef litið er til aldurshópa eru hlutfallslegaflestirreykingamenn meðal 20-29 ára íslendinga. Reykingar virðast hins vegar minnka með menntun; aðeins 14,6% fólks með háskólapróf reykir, á meðan 30,6% fólks með grunnskólapróf kveikir sér daglega í. Frá 1995 til 2003 tók áfengisneysla íslendinga sér stöng í hönd, tók tilhlaup og þeyttist úr 4.76 lítrum af hreinu áfengi á mann á ári, í 6.52 lítra. Og þá er verið að tala um hreint, 100% áfengi, á meðan t.d. Carlsberg er einungis 4.5% áfengur. Bjórneysla hefur einmitt farið úr ca 40 lítrum á mann á ári og upp í 67 lítra. Léttvín teygði sig hins vegar úr tæplega 7 í rúmlega 15 lítra. Þráttfyrirsögurnaraf hinuyfirgengilega og ólýsanlega íslenska djammi og djúsi eigum við langt í land ef við ætlum að ná hinum Norðurlöndunum. Miðað við ligeglaða frændur okkar Dani erum við rétt að byrja! Danir neyta næstum þvi tvöfalt meira áfengis en við Frónbúar. Svo má lesandi sjálfur ákveða hvorri þjóðinni það lýsir best. Það má líka halda því fram að í áfengisneyslu ríki nú hið eftirsóknarverða jafnrétti. í könnunum sem hafa verið lagðar fyrir 10. bekkinga sögðust yfirleitt fleiri strákar hafa drukkið um ævina. Árið 1999 náðu 10. bekkjar stúlkur þeim merka áfanga að standa strákunum jafnfætis hvað varðar áfengisneyslu.Ogeinsogjafnréttissinnar verða örugglega ánægðir að heyra hafa þær hafa síðan náð yfirtökum... 59% íslendinga vilja heimila sölu bjórs og léttvins í matvöruverslunum. Stuðningurinner mesturíaldurshópnum 18-34 ára. Þjóðin skiptist hins vegar í tvennt þegar að því kemur hvort lækki eigi aldur til áfengiskaupa. Það kemur lesendum væntanlega ekki á óvart að stuðningur við aldurslækkun er einnig mestur meðal yngsta hópsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.