Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 52

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 52
Hvað á ég að fá mér ef mig langar að vera heilsusamleg en samt ekki bara borða grænmeti eða ávexti. Maður veit stundum ekkert hvernig maður á að snúa sér þegar mann langar í eitthvað rosalega hollt en líka samt pínu djúsí og bragðgott. Tímarnir hafa breyst mikið frá því að hinn ekta íslenski heimilismatur var bara málrðc slátur og kótilettur með smjöri voru einn af þeim réttum sem fólk borðaði ótt og títt. Núna er líka málið að huga að heilsu sinni, blanda þessum klassíska mat saman við heilsurétti sem og aðra rétti. Ég var að vinna í heiisubúð sem ég nefni ekki á nafn í grein þessari. Ég, sem hélt ég væri alveg svona þokkalega að mér í hollustunni, vissi bara ekki ystutæsar hvað hollur, heilbrigður oi^ virkiíega góður matur væri. Ó jálll. Ég lærði helling af nýjungum og langar þess vegna að deila því með ykku kæru lesendur hvað ÞIÐ getið gert til a 3a betur, líða betur og síðast en ekki t hta betur út. Ég er að reyn kur hversu miklu máli að borða hollt, því líkaminn þarfnast allra þessra næringarefna og vítamina. Lífrænn ræktaður matur er Ijúfur í maga, mjög bragðgóður og stútfullur af orku og næringu. Ég mæli því með því hér og nú að við skoðum betur hvað við látum ofan í okkur, förum út í næstu heilsubúð, fáum ráðgjöf fagmanna og hefjum nýtt líf. Hér koma svo tíu tips í sem gott er að hafa í huga: 1. Kókosolía er góð til steikingar. 2. Agave síróp má nota í stað sykurs. 3. Borðaðu spelt brauð í staðinn fyrir fínbakað brauð. 4. Notaðu hýðishrísgrjón í stað venjulegra. 5. Soba núðlur eru hollari en hvítar núðlur. 6. Notaðu extra virgin ólífuolíu, þær eru kaldhreinsaðar. 7. Borðaðu hráar hnetur í stað ristaðra eða saltaðra. 8. Borðaðu lífræna og þurra ávexti og forðastu niðursoðna í sykurlegi. 9. Slepptu kartöflum í miklu magni og fáðu þérfrekar rótarávexti, t.d sætar kartöflur, rauðrófur eða steinseljurót. 10. Drekktu ferska, helst nýpressaða, ávaxtasafa í stað safa með viðbættum sykri. Sniðugar heiisubúðir þar sem þú færð allar upplýsingar: Maður lifandi Heilsuhúsið Á næstu grösum Grænn kostur Yggdrasill Lífræna kaffihúsið ", \ z z $ summer Calvin Klein hefur sent frá sér sjóðheitan sumarilm. Ilmurinn, ck one summer, er ferskur og einungis til í takmörkuðu magni þannig að það er um að gera að næla sér í hann á meðan birgðir endast. Flaskan er hönnuð í anda sólarinnar, glóandi gul og djúp appelsínugul. Ekki láta þennan seiðandi sumarilm fram hjá þér fara! © rernis si ÍLSLeri 1USU passa Þt ‘p? HJARTALAGA ANDLIT Þá ertu með mjóa höku en breitt enni, eins og til dæmis Gillian Anderson, Lisa Kudrow og Michelle Pfeiffer. Þú þarft að velja þér gleraugu sem breikka neðri helminginn á andlitinu og ættir því að fá þér egglaga gleraugu, kringlótt eða með fínlegum umgjörðum. Alls ekki fá þér gleraugu sem ná langt upp á enni. Þá ertu með breiða kjálka og áberandi kinnbein eins og til dæmis Sandra Builock, Demi Moore og Janet Jackson. Egglaga eða kringlótt gleraugu passa þér vel því þau minnka breiddina í andlitinu og gera það ekki eins áberandi kassalaga. Ekki kaupa gleraugu sem eru jafn breið og breiðasti hluti andlitsins. Sumum virðist ómögulegt að finna sólgleraugu sem passa og úrvalið er svo mikið að það gæti tekið óratíma að finna réttu gleraugun ef maður veit ekki fyrst að hverju maður á að leita. Lögun gleraugnanna skiptir nefnilega gríðarlegu máli því mismunandi gerðir henta hverjum haus. Því ættirðu að kíkja í spegilinn og skoða á þér andlitið og lesa síðan áfram. KRINGLÓTT ANDLIT Það þarf ekki að lýsa þessu mikið, andlitið er kringlótt eins og bolti og enginn partur er breiðari en annar. Drew Barrymore, Marilyn Monroe og Kate Winslet prýða þennan hóp. Ferhyrnd gleraugu sem gera andlitið grennra og teygja á því passa þér vel og hafðu þau þá breiðari til hliðanna, því ef þau eru of löng niður gera þau andlitið minna en það er. Þá eru kinnbeinun há og hakan mjó eins og hjá Jennifer Aniston, Cameron Diaz og Juliu Roberts sem dæmi. Allar gerðir fara þér vel en þú þarft bara að velja stærðina vandlega. Þá er andlitið langt en mjótt eins og Gwyneth Paltrow, Jennifer Love Hewitt og Julia Ormond eru dæmi um. Til þess að fá meira jafnvægi í andlitslínurnar ættirðu að velja þér stór og skrautleg gleraugu sem draga athyglina að miðju andlitsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.