Orðlaus - 01.08.2005, Page 26

Orðlaus - 01.08.2005, Page 26
Samféiagið var orðið mun frjálsara í lok sjötta áratugarins og í byrjun þess sjöunda. Þá var unglingatískan farin að ryðja sér til rúms svo um munaði. Sú bylgja átti eftir að magnast á komandi árum þar sem allir reyndu að gera eitt- hvað nýtt og ferskt. Unglingarnir urðu meðvitaðri um sinn eigin lífsstíl og skoðanir og kepptust um að sýna þær í klæðaburðinum. Barnslegt útlit og götutískan Unga fólkið eyddi og eyddi í neyslu og fór að leiða tískuna á ný mið með frumlegum og rótteekum hugmyndum sem mótuðust á götum stórborganna. Þangað sóttu hönn- uðurnir innblástur sinn og hópur af ungum stílistum fór að keppa við stóru nöfnin í tískubransanum. Fágaða góða stúlkan hvarf nánast alveg af yfirborðinu og við tók ögr- andi klaeðaburður í bland við barnslegt út- lit sem ýkt var upp með málningu og gervi- augnhárum. Ástin blómstrar á Carnaby Dæmigert viðhorf á sjötta áratugnum var að gleyma fortíðinni og líta fremur fram á veginn. Á þessum tíma var London háborg tískunnar og sixtís-lúkksins og göturnar Carnaby street og Kings Road urðu aðal verslunargöturnar, fullar af litlum búðum þar sem unga fólkið gat verslað allt frá nýjustu línunum í notaðan varning. Ástin blómstraði og ungdómurinn vildi gera allt til að sýna það. Þetta var hraður tími þar sem miklar breyt- ingar urðu í tísku, tónlist og nýsköpun og var þar margt sem hafði áhrif. Óhugnan- legar myndir frá Víetnamstríðinu hvöttu til mótmæla og öskur á breytingar á sama tíma og kvikmyndastjörnurnar héldu áfram að heilla almenning. Tónlistarmennirnir urðu kyntákn og aðdáendur sveita á borð við Bítlana og Rolling Stones lögðu sig fram um að líkjast goðunum. Allt var gert til að fylgja nýjustu tískunni sem breyttist hratt og dreifðist á sama hraða um heiminn. Fyr- irmyndir ungdómsins voru þó ekki einungis rokkstjörnur og kvikmyndaleikarar því mód- el, Ijósmyndarar og hönnuðir urðu stjörnur í augum almennings. Twiggy og renglulegt útlit hennar varð ímynd áratugarins og fóru hönnuðirnir að sníða föt sem hentuðu slíku vaxtarlagi. Auk þess má nefna John F. Kenne- dy og konu hans Jackie og má nefna að þeg- ar forsetinn tók ofan hattinn sem hafði ver- ið einn helsti fylgihluturinn á árunum áður datt hann úr tískunni. Modarar og mínípils Unglingaklíkurnar voru ennþá áberandi eins og áratuginn á undan. Helst ber þar að nefna Modara, sem urðu fyrst áberandi í Bret- landi. Þeir voru mjög tískumeðvitaðir, keyrðu um á vespum og klæddust fínum jakkafötum, skyrtum með stífum krögum og bindi. Þeir hlustuðu á The Who og eld- uðu grátt silfur við rokkarana sem klæddu sig í leður og sturtuði í sig áfengi. Ekki má gleyma stelpunum í þessari umfjöll- un. Þegar leið á áratugin fór pilsasídd þeirra að breytast og voru pilsin nánast orðin að litlum beltum undir lokin. Mínípilsið, sem kennt hefur verið við Mary Quaint, var kom- iðá göturnar. Klæðnaðurinn þótti kynþokka- fullur (þó hann færi fyrir brjóstið á eldra og heldra fólk- inu) og til að toppa heild- a r I ú k k i ð gengu stelp- urnar í litrík- um sokka- b u x u m , rúllukraga- peysum og u p p h á u m s t í g v é I u m við. Hönnuð- urinnYvesSa- int Laurent hannaðimitt- islausa kjóla, með stóru munstri þar sem dregið var úr öllum kvenlegum línum og kom síðar frammeðsér- stök jakkaföt á konur. Um leið klipptu stelpurnar sig stutt og settu á sig gervinegl- ur og gervi- a u g n h á r og ýktu þar með enn frekar barnslegt og dúkkulegt útlitið. Litagleði, geimfara- stíll og hippatíska Mikil litagleði einkenndi sjöunda áratug- inn. Strákarnir gengu í aðsniðnum jakkaföt- um, litríkum skyrtum, með munstruð bindi og söfnuðu hári og börtum. Áratugurinn endaði með því að maður steig á tunglið og því var nokkurs konar geimfarastíll ein- kennandi á síðustu árunum þar sem pallíett- ur, rennilásar og málmar voru notaðir til að skreyta klæðnaðinn. Ekki voru Stanley Kubrick myndin 2001: A Space Odyssey og Star Trek þættirnir til að draga úr þeirri þró- un. Ekki voru þó allir fastir með hugann í geimnum og hannaði Barbara Hulanscki til að mynda síða kjólar, flauelisdragtir og mill- issíð pils. Stærstu breytingarnar urðu síðan undir lok áratugsarins þegar hippatískan fór að sækja í sig veðrið. Unga fólkið sem var búið að fá nóg af stríði og stjórnarhátt- um ríkisstjórnarinnar stóðu fyrir mótmæla- göngum, hlustuðu á sækadelíska tónlist á næturklúbbunum, reyktu hass og gleyptu

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.