Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 12
Í maí árið 2002 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002 til 2005. Í 3. kafla þingsályktunartillögunnar eru settar fram tillögur um aðgerðir. Þar er m.a. lagt til að unnið verði að sérstakri byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð með það að markmiði að efla þetta öflugasta þéttbýlissvæði utan höfuðborg- arsvæðisins sem byggðakjarna fyrir Norður- og Austurland. Í árslok 2002 skipaði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, verkefnisstjórn til að gera tillögur til ráðherra um stefnumörkun byggðaáætl- unar við Eyjafjörð. Í kjölfar tillagna verkefnis- hópsins og í Byggðaáætlun Eyja- fjarðar var lagt til að gerður yrði það sem kallað er Vaxtasamningur Eyjafjarðarsvæðis til aukinnar samkeppnishæfni, sóknar og al- þjóðatengsla. Það var gert í júlí ár- ið 2004 og um haustið hófst ákveðin vinna við verkefnið en það fór á fulla ferð eftir síðustu áramót. Halldór Gíslason hjá At- vinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar segir að iðnaðarráðherra hafi átt frumkvæðið að þessum vaxtar- samningi sem miðar að því að efla sterkustu atvinnugreinarnar á svæðinu. Þær voru skilgreindar sem matvælaiðnaður, ferðaiðnaður, heilsuiðnaður og mennta- og rann- sóknaiðnaður. Þessar fjórar at- vinnugreinar á að efla og fá til að vinna saman, eins konar sam- vinnuverkefni. Halldór segir að það séu ansi margir aðilar sem koma að samn- ingnum en iðnaðarráðuneytið leggur mest til hans eða 90 millj- ónir á næstu fjórum árum. KEA kemur að þessu með beinum fjár- framlögum upp á 15-20 milljónir og Atvinnuþróunarfélagið leggur bæði til peninga og vinnu. Verk- efninu lýkur árið 2007. Halldór segir að oft séu eining- ar litlar og vaxtarsamningurinn miði að því að koma þeim í sam- vinnu sem eykur slagkraftinn. Hann segir menn hafa fundið fyrir því í okkar litla samfélagi að ótrú- lega lítill samgangur sé á milli að- ila og því sé þetta upphaf að því að búa til samstarfsvettvang. Stofnanir Háskóla Akureyrar voru fengnar til að hafa yfirumsjón með samvinnu í öllum greinunum. Í vetur hafa verið haldnir margir fundir og eru komnar fram hug- myndir að mjög mörgum verkefn- um en engin verkefni eru farin af stað en það gæti orðið í sumar. Þess má geta að vaxtasamning- ur fyrir Vestfirðinga er að verða til og Austfirðingar hafa farið fram á að fá svona samning. 12 Þriðjudagur 24. maí 2005 Hér má sjá Sölva Rey Magnússon og Lindu Elínu Kjartansdóttur sem dvelja í sauðburðinum hjá afa sínum og ömmu í Norðurhlíð í Aðaldal. Sölvi var að eignast sína fyrstu skepnu - gimbur sem nefnd hefur verið Baltasína. /Bændablaðsmynd: Atli. Fyrsta gimbrin hans Sölva Eins og kunnugt er þá er gert ráð fyrir fjármagni í gerð nýrrar brúar yfir Bjarnarfjarðará í vegaáætluninni 2005-8, en þó ekki fyrr en árið 2006. Ástand mannvirkisins er á þá leið að umferð yfir brúna er orðin hættuleg að sögn Vegagerðar- innar. Samkvæmt upplýsingum frá Rögnvaldi Gunnarssyni, for- stöðumanni hjá Vegagerðinni í Reykjavík, hefur vegamálastjóri óskað eftir að undirbúningi verði hraðað þannig að unnt verði að hefja framkvæmdir á þessu ári. Til að tryggja umferð á brúnni á þessu ári er verið að skoða hjá Vegagerðinni hvernig unnt sé að styrkja hana með lág- markskostnaði. Ferðaþjónustuaðilar og stjórn- endur annarra fyrirtækja norðan Bjarnarfjarðarár eru uggandi yfir ástandinu sem er að skapast á leið- inni norður, en eina leiðin norður í Árneshrepp er um Bjarnarfjarðar- brú. Að sögn Rögnvaldar er ólík- legt að viðgerðum á brúnni verði lokið fyrir 10. júní, en þá er von á fyrstu stóru rútunum norður yfir Bjarnarfjarðará sem vitað er um með ferðafólk. Engin dagsetning virðist hafa verið ákveðin um hve- nær verði hafist handa við viðgerð- ina á brúnni né hve langan tíma hún muni taka. Rögnvaldur segir að þangað til verði að gera grein fyrir stærð rútubíla sem um brúna fara þannig að unnt sé að skoða hvort hægt sé að heimila þeim um- ferð um brúna áður en styrking á henni fer fram. Oft er það þó þannig að rútur eru á vegum ferðaskrifstofa um víða veröld sem láta ekki vita af dagsferðum sínum norður á Strandir, en tilkynningaskylda um ferðalög um þjóðvegi landsins er alger nýlunda hjá Vegagerðinni. Eins og kunnugt er fara allar fólks- og vöruflutningar norður í Árnes- hrepp um þessa brú og þar á meðal allir fiskflutningar úr Norðurfirði eftir að strandsiglingar lögðust af. Þessi frétt er af vefnum www.strandir.is Brúin yfir Bjarnarfjarð- ará er orðin hættuleg Nýi búnaðarlagasamningurinn, sem undirritaður var 18. maí sl., ber ekki í sér miklar breytingar frá hinum fyrri. Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, var spurður um þær breytingar sem voru gerðar. ,,Varðandi ráðgjafarþjónustuna er lögð enn aukin áhersla á rekstr- ar- og fjárhagsráðgjöf og hvað tækni varðar á hagkvæmar fjár- festingar í vélum og tækjum. Þetta á að vera megin viðfangsefnið í ráðgjafarþjónustunni. Hvað varðar ráðunautaþjón- ustu búnaðarsambandanna stendur það áfram, sem ákveðið hafði ver- ið í síðasta samningi, að frá og með árinu 2006 verða framlög ekki greidd til leiðbeiningamið- stöðva með færri en þrjá ráðu- nauta. Ég hygg að alls staðar á landinu sé sú krafa nú uppfyllt", sagði Sigurgeir. Önnur breyting, sem varðar búnaðarsamböndin, er sú að nú munu allar greiðslur lífeyrishækk- ana, það er að segja lífeyrisskuld- bindinga búnaðarsambandanna vegna eldri ráðunauta, verða greiddar úr sameiginlegum potti. Það lýtur að því að jafna þessar byrðar milli búnaðarsambandanna. Það hefur stundum verið ærinn baggi fyrir smærri búnaðarsam- böndin að bera þessar skuldbind- ingar og kemur misjafnt niður á mismunandi tímum. Hvað þróunar- og jarðarbóta- verkefni varðar eru ákveðnar breytingar. Felldur er niður verk- efnaflokkurinn -bætt aðgengi al- mennings að landi- en það voru lít- ilsháttar framlög til að merkja gönguleiðir, setja prílur yfir girð- ingar, göngubrýr yfir læki o.s.frv. Þetta hefur lítið verið notað sl. 6 til 7 ár. Það þótti því tímabært að breyta um áherslur og í staðinn er tekinn upp verkefnaflokkur með enn meiri fjármunum sem er kall- aður -hreinsunarátak í sveitum-. Þar er stefnt að því í anda verkefn- isins "Fegurri sveita" að stuðla að hreinsun í sveitunum. Þetta hefur ekki verið útfært endanlega en rætt um að stuðla sérstaklega að niður- rifi ónýtra bygginga og girðinga og að fjarlægja brotajárn. Verkefni tengd búfjárhaldi verða útvíkkuð þannig að þau taki til lagfæringa á eldri byggingum sem hvort heldur miða að bættum aðbúnaði búfjár- ins eða að því að bæta vinnuað- stöðu og auka hagkvæmni í nýt- ingu þessara bygginga. Þá er gert ráð fyrir umtalsverðri aukningu á fjármunum til kornræktar strax í ár og á næstu árum. Sú breyting er gerð að Bændasamtökin geta end- urskoðað árlega þær reglur sem gilda um þróunar- og jarðarbóta- framlögin. Það er því meiri sveigj- anleiki í nýtingu þessara fjármuna en verið hefur. Landbúnaðarráð- herra þarf að staðfesta reglurnar, verði þeim breytt. Þess vegna höf- um við núna svigrúm fram undir haustið með að ganga frá þeim reglum sem gilda munu fyrir árið 2006. Umsóknartímanum er líka breytt og umsóknarfrestur verður árlega til 1. mars í staðinn fyrir að bændur hafa þurft að ganga frá þessum umsóknum á haustin. Svör frá Bændasamtökunum skulu ber- ast eigi síðar en 30. apríl," sagði Sigurgeir Þorgeirsson. Fóðurkál, einkum repja, hefur mest verið notuð til beitar fyrir fé enda ést hún afar vel og hefur skilað góðum vexti í rannsóknum. Vetrarrepja hentar betur en sumarrepja til haustbeitar, eink- um vegna stutts nýtingartíma sum- arrepjunnar. Vetr- arrepju ætti að vera nóg að sá í fyrri hluta júní eigi að byrja að nýta hana á fyrstu tveim vik- um septembermán- aðar (þarf 90-120 vaxtardagar), fer þó eftir vaxtarskil- yrðum á hverjum stað. Miðað við 75% nýtingu ætti 1 ha af repju að duga fyrir tæplega 90 lömb í 35 daga en ef nýtingin er ekki nema 50% þarf að fækka lömb- unum niður í 60. Þetta er þó vitaskuld mjög háð því hverni repjan hefur sprottið um sumarið og er rétt að sá frekar ríflega miðað við þann lambafjölda sem bú- ist er við að þurfi að bata, frekar en að láta akurinn klárast án þess að ná fimm vikna beitartíma. Afgang- inn má alltaf nýta fyrir líflömb og fullorðnar ær til að byggja þær upp fyrir næstu meðgöngu og mjalta- skeið. Æskilegt er að lömbin hafi aðgang að öðru beitilandi, annað hvort há eða úthaga, með grænfóðr- inu til að uppfylla trénisþarfir. Jarðvegur sem fóðurkál er ræktað í þarf að vera vel ræstur, ekki súr og sæmilega unninn og gæta þarf að því að hann sé ekki orð- inn of þurr þegar sáð er – herfa, sá og valta í einni lotu ef kostur er. Ráðlagt er að bera á repjuna 130-160 kg N, 35- 50 kg P, og 75-95 kg K á hvern hektara. T.d. 800-980 kg. Fjölgræðir 5 eða 750-900 kg. NPK 17-5-13. Auk repjunnar hefur mergkál sums staðar gefið góða raun, einkum sunn- anlands en stöngull mergkálsins getur reynst lömbunum erfiður til átu. Góð samantekt um tilraunir með grænfóðurrækt fyrir lömb var birt sauðfjárræktarblaði Freys haustið 2001 og í Handbók bænda 2004 og 2005 eru upplýs- ingar um jarðvegskröfur, áburðar- og sáðmagn og uppskeru hjá repju og fleiri grænfóðurtegundum. Grænfóður fyrir lömb Nýi búnaðarlaga- samningurinn Vaxtasamningur Eyjafjarðar Samstarfsverkefni hins opinbera og einkaaðila atvinnulífs við Eyjafjörð

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.