Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 24. maí 2005 Í nútímasamfélaginu heyr- um við oft talað um vaxandi hraða, streitu, alþjóðavæð- ingu, nýja tækni og aðlögun- arhæfni. Einnig heyrast stöðugt raddir sem tala um þörfina fyrir meiri nýsköp- un, fleiri frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Þetta hljómar líklega allt svolítið nútímalegt og jafnvel gáfu- legt, eða hvað? Þegar maður stendur í miðri landbúnað- arhringiðunni og lítur sér nær þá fer margt forvitni- legt um hugann. Það er jú landbúnaðurinn sem hefur verið vagga allrar meirihátt- ar nýsköpunar síðustu hundrað árin eða svo. Það er í landbúnaðinum sem menn hafa gengið hvað vasklegast fram í tæknivæðingunni, hér er allt mælt og vegið til að tryggja að fóðureiningarnar verði skilvíslega að mjólk og kjöti. Við framleiðslu fóðurein- inganna eru notuð tæki og tól sem gera einstaklingnum kleift að uppskera það sem þurfti tugi manna til áður. Þá hafa menn með hugviti og þekkingu í erfðatækni náð að þróa gróður- tegundir sem áður var útilokað að rækta hérlendis, að ekki sé minnst á það hugvitsama fólk sem að sögn rekur mjaltaþjóna gegnum tölvur og Netið. Breytingartakturinn og kröf- urnar um aðlögunarhæfni hafa líklega ekki verið meiri til nokkurrar atvinnugreinar en landbúnaðarins. Sem dæmi um þau öfl sem hér hafa ver- ið að verki síðustu árin má nefna að íslenskir bændur þurftu á árunum 1985-2003 að laga sig að því að árleg kindakjötssala í kg vegin á íbúa féll úr 41,5 kg niður í 21,9 kg. Annað dæmi er mjólkurneyslan (kg/íbúa) sem dróst saman úr 227,1 kg í 179,1 kg á árunum 1980- 2002. Það er ekki laust við að það renni á mann nokkrar grímur þegar manni verður á að gera sig breiðan með orð- skrúði um nýsköpun og fjöl- þættingu í íslenskum land- búnaði. Að lokum, hafir þú nú verið að velta fyrir þér hug- mynd varðandi einhvers kon- ar atvinnusköpun þá er upplagt að notfæra sér þjónustuna við gamal- gróna aðlögunarhæfni íslenskra bænda gegnum verkefnið Sóknar- færi til sveita, t.d. með því hringja í verkefnisstjóra í 563-0367 eða senda tölvupóst á netfangið aj@bondi.is /AJ Nýsköpun og frumkvöðlar, gamalt vín á nýjum belgjum? „Framfarir í líftækni hafa verið mjög miklar á síðustu áratugum og hafa meðal annars opnað nýja möguleika í kynbótum með því að gera mönnum fært að færa gagn- lega erfðavísa milli tegunda sem iðulega reyndist erfitt eða jafnvel ómögulegt með eldri tækni. Marg- ar nytjategundir mannsins eru þó afrakstur margvíslegrar erfða- blöndunar tegunda, oftast skyldra, svo sem hveiti, sem á uppruna sinn í þremur tegundum, og gulrófan, sem á uppruna sinn í tveimur teg- undum að viðbættri tvöföldun í litningamengi. Rétt er og að nefna miklar framfarir í ræktun nytja- plantna með notkun efnameðferðar og geislavirkni til að örva stökk- breytingar í erfðamengi nytja- plantna. Hefur þessi starfsemi skil- að betri yrkjum til ræktunar í land- búnaði sem gefa meiri og betri uppskeru auk þess að auka ræktun- aröryggi.“ Þannig hljóðar upphaf svars Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman um ræktun á erfðabreyttu byggi, en fyrsta spurning fyrirspurnar Þuríðar var sú hver væru viðbrögð ráðherra við áformum um umfangsmikla ræktun á erfðabreyttu byggi í sveitum landsins á næstu árum. Einnig vildi fyrirspyrjandi vita hvort ráðherra teldi rétt að leyfa hana samhliða annarri ræktun og búskap. Stökkbreytimeðferð Ráðherra segir að byggyrkið Mari „sem var aðalyrkið í árdaga nútíma- kornræktar á Íslandi var framleitt með stökkbreytimeðferð þar sem geislavirkni var beitt. Sú tækni sem þá var notuð í kynbótastarfinu er reyndar notuð enn, en er mun meiri óvissu háð og tilviljanakenndari með tilliti til árangurs en erfðatækn- in sem hér um ræðir; með geisla- virkni er hundruðum, jafnvel þús- undum erfðavísa breytt í einu, og nánast engin leið að finna út hvaða erfðavísar urðu fyrir stökkbreyting- um auk þess sem litþræðir geta brenglast að fjölda og gerð. Meiri nákvæmni Í búfjárkynbótum gerir erfðatækn- in einnig fært að vinna með mun meiri nákvæmni og öryggi en áður var og hugsanlega forðast sum mistök sem gerð voru þegar stíft val fyrir tilteknum eiginleika leiddi samtímis af sér ómeðvitað nei- kvætt úrval gagnvart öðrum eigin- leika, svo dæmi sé tekið. Nútíma- erfðatækni gerir mönnum fært að færa t.d. mótstöðu, oft einn skil- greindan erfðavísi, við skordýra- plágum og plöntusjúkdómum inn í erfðamengi nytjaplantna og bæta með þeim hætti magn og gæði uppskerunnar, auk þess að draga úr þörfinni fyrir margvísleg varnar- efni, eins og skordýraeitur, sem menn vilja síður hafa í náttúrunni eða fæðunni. Þessi not tækninnar leiðir vanalega til yrkja sem flokk- ast undir þá skilgreiningu að kall- ast erfðabreytt eða erfðabætt (eins og kynbætt). Vísast til heimasíð- unnar erfðabreytt.is um aðgengi- legar upplýsingar varðandi tækni þessa. Á Íslandi væri sérstaklega áhugavert hvernig hægt væri að bæta þol nytjategunda gagnvart erfiðum ræktarskilyrðum, svo sem síðsumarfrostum og vorfrostum, sem gætu orðið vaxandi vandamál ef veðurfar fer almennt hlýnandi eins og spár gera ráð fyrir. Íslend- ingar eiga því verulegra hagsmuna að gæta varðandi þróun þessarar tækni sem nauðsynlegt er að huga að. Byggkyn- bætur efldar Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið að því að efla byggkyn- bætur með hinni nýju erfðatækni þótt ekki sé enn stefnt að fram- leiðslu erfðabreyttra yrkja. Í húsa- kynnum háskólans á Keldnaholti hefur frá árinu 2000 á vegum sprotafyrirtækisins ORF líftækni verið unnið að framgangi áætlunar um ræktun á erfðabreyttu byggi til framleiðslu á verðmætum lífefn- um, einkum fyrir rannsóknarstof- ur, sjúkrahús og lyfjaiðnaðinn. Felast í þessu verkefni mjög áhugaverðir möguleikar fyrir land- búnaðinn og uppbyggingu inn- lendrar hátækni. Landbúnaðarráðuneyti hefur fylgst með þessum áætlunum frá upphafi og veitt þeim stuðning. Rétt að huga vel að þeim mögu- leikum sem í þessari nýju tækni felast til framdráttar atvinnulífinu og vegna byggðaþróunar. Öryggi matvæla- framleiðslu Þuríður spurði ráðherra vort hann teldi öryggi matvælaframleiðslu tryggt með tilliti til þess að erfða- efni berast í jarðveg og dreifast með vatni og lofti. „Þó að það komi ekki fram í spurningunni,“ segir í svari ráð- herra, „er í þessu svari gengið út frá því að hún beinist að áætlun- um um ræktun á erfðabættu byggi en ekki almenna nýtingu á erfða- breyttum plöntum. Erfðaefni í þeim skilningi sem felst í spurn- ingunni dreifast hvorki né safnast fyrir í jarðvegi og vatni, enda ekki þrávirk efni, heldur lífræn efni er brotna hratt niður. Byggið er sjálffrjóvga tegund, þ.e. frjóvgun fer fram inni í blóminu, og frjó tegundarinnar dreifist almennt ekki við íslenskar aðstæður. Eng- in tegund vex í íslenskri náttúru sem hugsanlegt frjó frá hinu erfðabreytta byggi gæti víxlast við. Jafnvel þegar mismunandi byggyrki sem blómgast á sama tíma eru ræktuð hlið við hlið verður ekki vart við víxlfrjóvgun. Nægir hér að vísa til niðurstaðna umfangsmikilla tilrauna Landbún- aðarháskóla Íslands í Gunnars- holti er birtust í Rannsóknarriti Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 1 2005. Það er mat helstu sérfræð- inga landsins á sviði kynbóta og erfðatækni að þær áætlanir sem þekktar eru um ræktun erfða- breyttra nytjaplantna ógni með engum hætti öryggi íslenskrar matvælaframleiðslu, hvorki beint né óbeint. Rétt er að benda á að þekktar áætlanir tengjast á engan hátt framleiðslu fóðurs eða mat- væla. Landbúnaðarráðuneyti tek- ur undir þetta álit.“ Nútímaerfðatækni gerir mönnum fært að bæta magn og gæði uppskerunnar Erfðatæknin dregur úr þörfinni fyrir margvís- leg varnarefni, eins og skordýraeitur, sem menn vilja síður hafa í náttúrunni eða fæðunni Landbúnaðarráðuneyt-inu hafa verið kynntáform um ræktun erfðabreytts byggs á þessu ári, staðsetningu og rækt- unarskilyrði. Landbúnað- arráðuneyti er ekki kunn- ugt um aðra ræktun erfða- breyttra nytjaplantna. Landbúnaðarráðherravar spurður hvortrétt væri að setja tak- markandi ákvæði um rækt- un á erfðabreyttu byggi eða öðrum erfðabreyttum tegundum „í ljósi þeirrar óvissu sem er um áhrif slíkrar ræktunar á lífrík- ið,“ eins og segir í fyrirspurninni. Ráðherra sagði helstu sérfræðinga á sviði plöntu- kynbóta og erfðatækni inn- an landbúnaðargeirans telja enga óvissu ríkja varðandi áhrif slíkrar ræktunar á lífríkið umfram það sem kann að vera um almenn áhrif aukinnar ræktunar hefðbundinna byggyrkja. Aukin ræktun korns er með bestu sóknar- færum íslensks landbúnað- ar nú um stundir. Ræktun erfðabættra plantna er þegar háð ströngu leyfis- veitingaferli samkvæmt lögum. Fjarkennsla á háskólastigi hjá Fræðsluneti Suðurlands nýtur mikilla vinsælda, meiri en bú- ist var við í upphafi. Jón Hjartarson, framkvæmda- stjóri Fræðslunetsins, segir að stærsti hópurinn sé á Selfossi, síðan er hópur á Hvolsvelli, í Vík og á Kirkjubæjarklaustri sem stundar háskólanám í fjarkennslu. Hann segir að um sé að ræða fullorðið fjöl- skyldufólk sem er í vinnu en fær í gegnum fjarnámið tæki- færi til að stunda háskólanám utan vinnutímans. Fræðslunetið er það sem Jón kallar miðlari. Það býr til alla aðstöðuna og heldur utan um fjarkennsluna og prófin og miðlar þannig náminu til fólks- ins. Hann segir að á Selfossi hafi nemendur aðgang að hús- næði Fræðslumiðstöðvarinnar allan sólarhringinn og hafi ótak- markaðan aðgang að þráðlausri nettengingu og aðra vinnuað- stöðu. Jón segir að fjarkennslunni fylgi gríðarleg vinna og það hafi ekki verið gert ráð fyrir að fjar- námið á háskólastigi færi af stað með þeim krafti sem raun ber vitni. Þess vegna segir hann skorta fjármagn til starfseminn- ar og forráðamenn Fræðslunets- ins sæki fast á um opinberan styrk til þessarar starfsemi. Á Austfjörðum, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra voru sett upp svo kölluð háskólanámsset- ur eða þekkingarsetur og þeim fylgdi aukið fjármagn. Fræðslunet Suðurlands er sjálfseignarstofnun á sviði há- skólamenntunar, fullorðins- fræðslu og símenntunar. Megin- markmið Fræðslunets Suður- lands er að efla aðgengi íbúa fjórðungsins að margs konar námi og símenntun og auka með því búsetugæði á svæðinu. Það býður upp á nám á há- skólastigi á Suðurlandi í sam- starfi við háskólastofnanir, stuðlar að auknu framboði á Suðurlandi á símenntun og full- orðinsfræðslu á öllum stigum menntunar. Þá er lögð áhersla á samstarf atvinnulífs og skóla. Að efla tengsl grunn- og endur- menntunar, fylgjast með og nýta bestu fáanlegu fjarkennslu- tækni hverju sinni og standa að og styðja við rannsóknir og vís- indaiðkun á Suðurlandi. Fræðslunet Suðurlands Fjarkennsla á háskólastigi meira sótt en búist var við

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.