Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 24
24 Þriðjudagur 24. maí 2005 Á hverju ári fara þús- undir ungmenna úr þétt- býlinu í heimsókn í sveitina. Fimm bæir taka á móti börnum í samstarfi við Bændasamtökin en þeir eru Miðdalur og Grjóteyri í Kjós, Bjarteyjarsandur á Hvalfjarðarströnd, Hraða- staðir í Mosfellsdal og Stóri-Dunhagi í Hörgárdal í Eyjafirði. Bændablaðið var á ferð- inni í Miðdal á dögunum og hitti fyrir hóp barna úr Snælandsskóla í Kópavogi. Með þeim í för voru tveir kennarar og tveir stuðn- ingsfulltrúar, þær Sigríður Þórisdóttir, Þórey Guð- mundsdóttir, Steinunn Pét- ursdóttir og Hugrún Gunn- arsdóttir. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvaða gildi heimsókn sem þessi hefði fyrir börnin. Þær voru sammála um það að heimsóknin væri í senn fróðleg og skemmtileg en mörg barnanna hafa aldrei komið í sveit eða í snertingu við dýrin. Hér væru þau í miklu návígi, gætu haldið á lömbunum og klappað hest- unum. Sigríður sagði að bekkirnir hefðu undirbúið heimsóknina. „Krakkarnir hafa unnið með íslensku húsdýrin síðustu vikurnar. Við erum með sérstakt kennsluefni, bókina Æsa og Gauti í sveitinni. Síðan eru unnin verkefni og upplýs- inga aflað á vefnum.“ Að- spurðar um framboð á námsefni, sem fjallaði um landbúnaðinn og lífið í sveitinni, sögðu þær að það væri ágætt - a.m.k. fyrir yngri stig grunnskólans. Borgarbörn í návígi við dýrin í sveitinni Svanborg Magnúsdóttir og Guðmundur Davíðsson í Miðdal hafa tekið á móti skólabörnum um árabil. Hér eru þau í hesthúsinu ásamt ungum hestaáhugamönnum. Krakkarnir í þriðja bekk Snælandsskóla létu fara vel um sig í lautinni í Miðdal þar sem þau drukku mjólk í boði MS. Sauðburður í fullum gangi og margt að sjá. Sigríður Þórisdóttir, Þórey Guðmundsdóttir, Steinunn Pétursdóttir og Hug- rún Gunnarsdóttir, starfsmenn Snælandsskóla í Kópavogi, voru sammála um að heimsókn í sveitina væri fróðleg og skemmtileg fyrir börnin Landgræðslufélag Héraðsbúa var stofnað árið 2001 að frum- kvæði heimamanna og er hefting jarðvegseyðingar og bætt ásýnd landsins meginmarkmið félags- ins. Félagar eru milli 30 og 40 og starfssvæðið Fljótsdalshérað eins og það leggur sig. Árið 2001 var byrjað að vinna við girðingu við Sænautasel og þar var haldinn landgræðsludagur því tengdur. Sumarið 2004 mátti heita að girðingin væri orðin algróin og gróður sjálfbær. Þessi árangur er mjög sérstakur í ljósi þess að upp- græðslusvæðið er í 550 til 600 m.y.s., meðalárshiti um 1,5 C° (sbr. 5°C í Reykjavík) og úrkoma um 350 mm (sbr. 950 mm í Reykjavík ) á ári. Nær eingöngu hefur verið notast við áburðargjöf og dreifingu á heyrúllum við upp- græðslu svæðisins. Að auki hefur náðst mjög góður árangur utan girðingarinnar með sömu aðferð- um. Annað svæði sem mikil áhersla hefur verið lögð á er Hjarð- arhagaaurar við Hjarðarhaga í Jök- uldal. Þar er um að ræða gamlar skriður og rofabörð í gróðurjaðri þar sem jarðvegsrof var mjög virkt. Nú er svæðið að lokast og virkt jarðvegsrof er nánast ekkert. Mjög mikilvægur þáttur í starf- semi félagsins er rekstur rúllutæt- ara sem keyptur var árið 2002. Heyrúllur eru tættar í rofabörð og á illa farið land og hefur það reynst skila skjótum árangri. Þessi aðferð hefur verið notuð við Sænautasel og Hjarðarhaga auk þess sem bændum á Héraði hefur gefist kostur á að nýta sér tætarann. Notkun á tætaranum er því mikil og má nefna að sumarið 2004 var um 1500 rúllum dreift á vegum fé- lagsins. Uppgræðslustarf Landgræðslu- félags Héraðsbúa er fjármagnað með styrkjum og þar hefur Poka- sjóður farið fremstur í flokki með rausnarlegum framlögum en eins hafa verið sóttir styrkir í Landbóta- sjóð Landgræðslu ríkisins og víð- ar. Ekkert lát er á starfsemi félags- ins og sumarið 2005 er áætlað að unnið verði mikið starf í upp- græðslu með áburðar- og rúllu- dreifingu. Meðal annars verða tek- in fyrir ný svæði utan girðingar við Sænautasel og borið á Hjarðar- hagaaura auk þess sem til stendur að finna ný svæði til uppgræðslu. * Upplýsingar um veðurfar eru fengnar af vef Veðurstofu Ís- lands, www.vedur.is Gústav Ásbjörnsson Landgræðslufélag Héraðsbúa Rúllutætarinn að störfum við Sænautasel.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.