Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 32
32 Þriðjudagur 24. maí 2005
Vorið 2005 er til 31 litföróttur graður foli
í landinu. 9 þeirra eru reyndir og hafa
verið í notkun. Árið 2003 var sannkallað
litförótt folaár og nú eru þeir 16 ógeltir
jafnaldrarnir frá því ári. Hér verður gerð
stutt grein fyrir þessum folum, lit þeirra,
aldri, ættum og uppruna. Þetta eru bæði
reyndir gæðafolar og efnilegir ungfolar,
taldir upp í aldurs- og stafrófsröð. Þeir
sem eru gefnir upp sem eigendur eða um-
sjónarmenn svara fyrir folana varðandi
frekari upplýsingar og möguleika á því
að koma hryssum undir þá.
Ungu folunum, sem eru nú 21 tveggja
og þriggja vetra, hefur fjölgað svo mikið að
liturinn fer vonandi að þokast úr útrýming-
arhættu, en samt má betur ef duga skal áður
en staða litarins í stofninum er traust. Vegna
þess að enginn þeirra er enn kominn með
fyrstu einkunn er nú sérstök ástæða fyrir þá
sem eiga úrvalshryssur að taka þátt í ævin-
týrinu, nota þetta mikla úrval og fara með
gæðahryssur undir einhvern af þessum
verðandi snillingum og reyna að búa til
fyrsta fyrstu-verðlauna stóðhestinn. Hann
verður ekki til fyrr en úrvalsmerar eru með í
spilinu. Ég minni á að fagráð hefur heitið
300.000 kr. verðlaunum fyrir fyrstu þrjá lit-
föróttu stóðhestana sem koma úr dómi með
fyrstu verðlaun.
Ef menn vita af öðrum litföróttum folum
en þeim sem hér eru tíundaðir, væri gagn-
legt að frétta af því og eins af ungum hryss-
um. Þá væri hægt að koma þeim á skrár yfir
litförótt hross í landinu. Þannig yrðu þau að-
gengileg mönnum til skoðunar og hugleið-
inga. Þá geta menn líka best og fljótlegast
spilað úr möguleikunum og lagt þessum
sjaldgæfa lit styrkjandi lið í stofninum. Ég
vil því hvetja þá sem vita um litförótt hross
til þess að spjalla við mig (s: 568.6052, net-
fang: pimsland@islandia.is).
Folarnir eru:
1) Blámi frá Bár, 1997 grár litföróttur
(fæddur brúnn) - taminn og sýndur,
úrvals góður hestur
F: Dynur frá Svínafelli, sonarsonur Ot-
urs frá Sauðárkróki
M: Svalbrá 7646 frá Bár, af Sleipni-
skyni frá Uxahrygg
Eig: Halla og Niklaus, Ártúnum Rang.
s: 487.5191
2) Gjafar frá Eyrarbakka, 1998 rauður
litföróttur - taminn og sýndur, úrvals
góður hestur
F: Víkingur frá Voðmúlastöðum
M: Litbrá frá Snjallsteinshöfða, Litfara-
dóttir frá Helgadal
Umsj: Sigurbjörn T. Gunnarsson,
Ásamýri, Ásahr. s: 487.6650 - 898.1230
3) Hæringur (áður Heiður) frá Brjáns-
læk, 1998 brúnn litföróttur - taminn
F: Kolfinnur frá Kjarnholtum
M: Júnó yngri á Brjánslæk, Erpsdóttir
frá Erpsstöðum
Umsj: Jónas Hermannsson, Eyrarbakka
s: 482.4007 - 844.5762
4) Ljúfur frá Mýrum í Álftaveri, 1998
brúnn litföróttur - ótaminn
F: Angi frá Laugarvatni
M: Ör frá Mýrum, af Mýrnakyni
Eig: Páll Eggertsson á Mýrum, s:
487.1351 - 848.3338
5) Heimir frá Vatnsleysu, 1999 brúnn
litföróttur - taminn frábærlega ættað-
ur hestur
F: Glampi frá Vatnsleysu, af Hrafnskyni
802 og Lýsings frá Voðmúlastöðum
M: Heiður frá Vatnsleysu (1. verðl.),
Erpsdóttir.
Umsj: Björn Jónsson á Vatnsleysu
Skag. s: 453.6556 - 894.2833
6) Stjarni frá Lækjarskógi, 1999 rauð-
stjörnóttur litföróttur - taminn
F: Nökkvi frá Hólmi í A-Landeyjum, af
Litfarakyni frá Helgadal
M: Perla frá Lækjarskógi, Gassadóttir
frá Vorsabæ
Eig: Hilmar Sigurðsson Langárfossi, s:
437.1845 - 861.0161
7) Bjálmi frá Bjálmholti, 2000 brún-
skjóttur litföróttur - taminn
F: Mökkur frá Litla-Hofi í Öræfum,
Dynssonur (frá Svínafelli)
M: Gjörð frá Bjálmholti, rauðskjótt
heimahryssa í Bjálmholti
Eig: Monika Kimpfler Hrafkelsstöðum
á Mýrum s: 437.1849 - 893.3749
8) Helmingur frá Sléttubóli, 2000 brún-
litföróttur - taminn
F: Andvari frá Sléttubóli, Orrasonur frá
Þúfu
M: Hremsa frá Sléttubóli, brúnlitförótt
af Litfarakyni frá Helgadal
Umsj: Vignir Siggeirsson, Hemlu, s:
487.7857 - 894.3106
9) Kostur frá Skarðhlíð undir Eyjafjöll-
um, 2000 jarplitföróttur
F: Tignar frá Skarðshlíð, undan Lofti ftá
Tóftum
M: Glóð frá Mýrum í Álftaveri, undan
Kolbeini frá Hraunbæ
Eig: Ólafur Tómasson Skarðshlíð, s:
487.8887 - 899.9987
10) Vaskur frá Hátúni, 2000 jarpskjótt-
ur litföróttur, stjörnóttur, sokkóttur,
skottóttur, toppóttur - lítið taminn
F: Randver frá Hátúni, Piltssonur frá
Sperðli
M: Blanda frá Hátúni, sonardóttir Lit-
fara frá Helgadal
Eig: Hilmar Sigurðsson Langárfossi, s:
437.1845 - 861.0161
11) Flugar frá Efra-Seli á Stokkseyri,
2002 jarplitföróttur
F: Kormákur frá Flugumýri, af Höfða-
Gustskyni
M: Lukku frá Lækjarskógi, af Erp-
skyni.
Eig: Björn Þór Baldursson Selfossi, s:
483.1633 - 896.1250.
12) Krókur frá Króksseli, 2002 rauð-
stjörnóttur litföróttur m. leist á öðr-
um afturfæti
F: Rauður frá Höfnum, sonarsonur
Orra frá Þúfu
M: Leirljós á Króksseli
Eig: Björn Þór Baldursson Selfossi, s:
483.1633 - 896.1250
13) Litfari frá Lækjarskógi í Dölum,
2002 rauðstjörnóttur litföróttur
F: Toppur frá Eyjólfsstöðum
M: Arabía frá Lækjarskógi
Eig: Georg Helgi Magnússon Reykja-
vík, s: 557.6879 - 696.467.
14) Logi frá Ásamýri í Ásahreppi Rang,
2002 rauðlitföróttur
F: Gjafar frá Eyrarbakka
M: Hrafntinna frá Ásmúla.
Eig: Sigurbjörn T. Gunnarsson í Ásam-
ýri, Ásahr. s: 487.6650 - 898.1230
15) Loki frá Hamraendum í Dölum,
2002 jarplitföróttur
F: Rómur frá Búðardal, Ófeigssonur
frá Flugumýri
M: Lukka frá Búðardal, Stígandadóttir
frá Sauðárkróki af Hremmsukyni í Ól-
afsdal
Umsj: Skjöldur Stefánsson Búðardal, s:
434.1242 - 892.2621
16) Aldur frá Skeggsstöðum í Svartár-
dal, 2003 rauðstjörnóttur litföróttur
ljósfextur
F: Litfari frá Lækjarskógi, af Litfara-
kyni frá Helgadal
M: Huld Skeggsstöðum, undan Vonar-
Neista frá Skollagróf
Eig: Guðrún Hrafnsdóttir, Skeggsstöð-
um s: 452.7149
17) „Ás“ frá Skarði, 2003 brúnlitförótt-
ur
F: Heimir frá Vatnsleysu, Glampason
M: Remedía frá Króktúni, Angadóttir
frá Laugarvatni
Eig: Þórhallur Steingrímsson Reykja-
vík, s: 553.3983 - 897.4293
18) „Fjarki“ frá Skarði, 2003 bleikálóttur
litföróttur
F: Heimir frá Vatnsleysu, Glampason
M: Gerða frá Króktúni, Riddaradóttir
frá Syðra-Skörðugili
Eig: Þórhallur Steingrímsson Reykja-
vík, s: 553.3983 - 897.4293
19) Frosti frá Mýrum í Álftaveri, 2003
brúnlitföróttur
F: Ljúfur frá Mýrum í Álftaveri
M. Prinsessa frá Mýrum, undan Fáki frá
Akureyri
Eig: Páll Eggertsson á Mýrum, s:
487.1351 - 848.3338
20) Hrannar frá Mýrum í Álftaveri, 2003
brúnlitföróttur
F: Ljúfur frá Mýrum í Álftaveri
M. Sleggja frá Mýrum í Álftaveri
Eig: Páll Eggertsson á Mýrum, s:
487.1351 - 848.3338
21) Hreimur frá Kaldbaki, 2003 rauð-
blesóttur litföróttur ljósfextur
F: Litfari frá Lækjarskógi, af Litfara-
kyni frá Helgadal
M: Dama frá Kaldbaki, af Höfða-Gust-
skyni
Eig. Ásgeir Gestsson Flúðum, s:
486.6734 - 863.3011
22) Hrímfaxi frá Mýrum í Álftaveri 2003
brúnlitföróttur
F: Ljúfur frá Mýrum í Álftaveri
M. Brúnstjarna frá Mýrum, undan Kol-
beini frá Hraunbæ
Eig: Páll Eggertsson á Mýrum, s:
487.1351 - 848.3338
23) Hróarr frá Vatnsleysu, 2003 jarplit-
föróttur
F: Arnar frá Vatnsleysu, Smárasonur frá
Borgarhóli
M: Heiður frá Vatnsleysu, Erpsdóttir frá
Erpsstöðum
Eig: Björn Jónsson á Vatnsleysu Skag.
s: 453.6556 - 894.2833
24) Léttfeti frá Höll í Þverárhlíð, 2003
brúnlitföróttur
F: Össur frá Leysingjastöðum, undan
Adam frá Meðalfelli
M: Síða í Höll, af Norðtungukyni
(Höfða-Gusts)
Eig: Grétar Reynisson, Höll, s:
435.1281 - 849.9574
25) Litfari frá Þjórsártúni, 2003 rauðlit-
föróttur
F: Gjafar frá Eyrarbakka
M: Dimmalimm frá Þjórsártúni
Eig: Karl Ölvisson Þjórsártúni, s:
487.5380 - 893.5380
26) Segull Hátúni í A-Landeyjum, 2003
brúnlitföróttur tvístjörnóttur hring-
eygður
F: Snillingur frá Vorsabæ, Forsetasonur
M: Hátíð í Hátúni, af Litfarakyni frá
Helgadal
Eig: Björn Jónsson Vorsabæ II, á Skeið-
um s: 486.5522 - 861.9634
27) Sleipnir frá Miðey, 2003 rauðlitför-
óttur vindfextur
F: Lokkur frá Vallanesi, Sörlason frá
Sauðárkróki
M: Þrá frá Hrísum, undan Stormi frá
Njálsstöðum
Eig: Hallgerður Hauksdóttir Garðsenda
5 Reykjavík, s: 561.1025
28) Snæfinnur frá Borgarkoti á Skeiðum,
2003 rauðlitföróttur
F: Hamur frá Blesastöðum, Dynsson frá
Svínafelli
M: Ósk frá Grjóteyri
Eig: Ann-Lisette Winther Borgarkoti, s:
486.5558 - 861.7458
29) Stígandi frá Lækjarskógi, 2003 brún-
litföróttur
F: Gammur frá Sauðárkróki, Oturssonur
M: Litbrá frá Lækjarskógi, af Norð-
tungukyni og Litfarakyni frá Helgadal
Eig: Gunnar Sigurður Magnússon í
Lækjarskógi, s: 434.1208. - 898.9508
30) „Tvistur“ frá Skarði, 2003 brúnlitförótt-
ur
F: Heimir frá Vatnsleysu, Glampason
M: Blíða Króktúni, sonardóttir Kolfinns
frá Kvíarhóli
Eig. Þórhallur Steingrímsson Reykja-
vík, s: 553.3983 - 897.4293
31) „Þristur“ frá Skarði, 2003 jarplitför-
óttur
F: Heimir frá Vatnsleysu, Glampason
M: Spóla frá Brekkukoti, Káradóttir frá
Grund
Eig: Þórhallur Steingrímsson Reykja-
vík, s: 553.3983 - 897.4293
Páll Imsland
31 litföróttur foli ógeltur í
landinu vorið 2005
Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara
Bráðabirgðatölur fyrir apríl 2005
apr.05 feb.05 maí.04 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild %
Framleiðsla 2005 apr.05 apr.05 apríl '04 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán.
Alifuglakjöt 456.388 1.264.502 5.333.165 4,0 -5,8 -3,8 22,5%
Hrossakjöt 37.525 140.271 814.219 -23,8 -26,4 0,0 3,4%
Kindakjöt* 10.788 66.363 8.637.837 -38,6 -8,1 -1,9 36,4%
Nautgripakjöt 304.190 900.143 3.594.324 8,4 0,2 -1,5 15,1%
Svínakjöt 437.031 1.266.486 5.353.934 -0,3 -12,8 -12,7 22,6%
Samtals kjöt 1.245.922 3.637.765 23.733.479 1,8 -8,1 -4,8
Mjólk 9.875.908 28.857.150 112.156.936 -0,5 -0,1 4,5
Sala innanlands
Alifuglakjöt 505.956 1.436.129 5.460.031 24,7 15,4 4,0 24,6%
Hrossakjöt 27.904 117.743 570.057 -12,1 -8,1 17,7 2,6%
Kindakjöt 498.581 1.597.917 7.255.210 -2,2 -2,6 12,0 32,7%
Nautgripakjöt 317.059 906.916 3.605.227 10,3 0,5 -1,5 16,3%
Svínakjöt 438.199 1.277.654 5.276.675 6,7 -9,8 -12,1 23,8%
Samtals kjöt 1.787.699 5.336.359 22.167.200 8,7 0,1 1,3
Mjólk:
Sala á próteingrunni: 9.388.558 27.824.550 110.325.019 5,5 2,9 2,5
Sala á fitugrunni: 7.794.837 24.106.609 9.542.761 -4,5 -0,2 1,2
* Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu.