Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 24. maí 2005 19 Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra sagði frá á Alþingi á dögunum að sí- menntunarstöðvarnar í landinu væru nú orðnar níu talsins: Sí- menntunarmiðstöðin á Vestur- landi, Fræðslumiðstöð Vest- fjarða, Farskóli Norðurlands vestra - miðstöð um símenntun, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarð- ar, Fræðslumiðstöð Þingeyinga, Fræðslunet Austurlands, Fræðslunet Suðurlands, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Fræðslu- og símenntunarmið- stöð Vestmannaeyja. Síðan sagði menntamálaráð- herra meðal annars: ,,Miðstöðv- arnar eru sjálfseignarstofnanir eins og hefur komið fram og voru stofnaðar á árabilinu 1998-2003. Stofnaðilar miðstöðvanna eru sveitarfélög, fræðsluaðilar, stéttar- félög, ýmis félagasamtök, stofnan- ir og fyrirtæki. Við hverja þeirra starfa 2-3 starfsmenn sem sinna verkefnum samkvæmt skipulags- skrá, þ.e. að veita ráðgjöf, upplýs- ingar og miðla menntun í sam- vinnu við félagasamtök, fræðslu- aðila og atvinnulíf...“ Menntamálaráðherra sagði síð- an að í janúar ár hvert geri mennta- málaráðuneytið skriflegan samn- ing við hverja hinna níu símennt- unarmiðstöðva sem starfa á lands- byggðinni. Á fjárlögum 2005 fær hver símenntunarmiðstöð 9,5 millj. kr. Við undirritun samnings greiði ráðuneytið viðkomandi sí- menntunarmiðstöð fyrri helming framlagsins en seinni helminginn 1. ágúst ár hvert. Fyrri hluti fram- lagsins hefur verið greiddur öllum stöðvunum. Gildistími þessara samninga er síðan sjálft almanaks- árið. Að lokum sagði Þorgerður Katrín: ,,Miðað er við að af fram- laginu greiðist fyrir starfsmanna- hald u.þ.b. 5 milljónir króna, fyrir aðstöðu u.þ.b. 2,5 milljónir króna og til sérverkefna um 2 milljónir króna. Þá er rétt að draga líka fram að ráðuneytið styrkir símenntunar- miðstöðvarnar vegna reksturs int- ernetstenginga þeirra og út af hinu svokallaða FS-neti upp á samtals 11,2 milljónir króna á ári hverju. Seint verður undirstrikað mikil- vægi þessara símenntunarmið- stöðva og það er líka rétt að draga fram að á síðasta ári skipaði ég starfshóp með fulltrúum símennt- unarmiðstöðvanna til að fara yfir hlutverk þeirra til framtíðar. Eins og kom fram hjá mér áðan hafa sí- menntunarmiðstöðvarnar verið að koma til skjalanna frá árinu 1998 og alveg til ársins 2003 og þannig er þetta enn þá í þróun að mínu mati. Við eigum að halda áfram að reyna að hlúa að þeim til framtíðar en ég bíð eftir niðurstöðum starfs- hópsins og geri mér vonir um að þá komum við til með að sjá end- anlega mótaða stefnu varðandi hlutverk símenntunarmiðstöðva til framtíðar.“ Níu símenntunar- stöðvar í landinu Í fjarnmámsstofu í Húnaþingi. Mynd: Gunnar Sveinsson. Kemur næst út 7. júní

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.