Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 24. maí 2005 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Landbúnaður sinnir þeirri þörf mannsins að sjá honum fyrir nær- ingu. Öndvert við ýmsar aðrar þarfir fólks nú á tímum er næringin frum- þörf, án næringar er ekkert líf. Á öll- um tímum hefur öflun næringar, þ.e. matar, verið meginviðfangsefni fólks og þjóðir hafa lært að aðlaga sig möguleikum til að afla sér matar á hverjum stað, þar sem búseta, öflun matar og menning hefur fléttast saman í eina heild, stundum nefnt búsetu- landslag eða menningar- landslag. Nú síðustu áratugi hefur þetta svið verið að breytast. Tækni og af- köst við matvælafram- leiðslu hafa aukist sem og möguleikar á lang- flutningum, landa og heimsálfa á milli. Á markað hafa komið mat- væli á lágu verði, oft niðurgreidd af hálfu út- flutningslands. Svar annarra landa við því hefur verið að leggja tolla og aðrar hömlur á innflutning til að vernda eigin öflun á mat. Til að fjalla um þau mál hafa verið stofnuð alþjóðleg samtök til að setja leikreglur um þessu viðskipti. Reyndin hefur orðið sú að þau sam- tök hafa sett í öndvegi milliríkjavið- skipti út frá sjónarmiðum hins frjálsa markaðar, þar sem kaupandinn njóti bestu kjara. Réttur þjóða til að fram- leiða mat til eigin þarfa hefur vegið þar minna. Þó að hagsmunir ríkra þjóða séu ærnir í þessum efnum þá eru hagsmunir fátækra þjóða enn meiri þar sem fólk hefur að engu öðru að hverfa um afkomu. Um þetta er tekist á í yfirstandandi viðræðulotu um alþjóðaviðskipti með búvörur sem ljúka á í desember nk. Nútíminn er tími markaðshyggju og frjáls flutnings fjármagns landa og heimshluta á milli. Fyrirtæki vaxa og teygja starfsemi sína um víða veröld og hagnýta sér bág launakjör og léleg félagsleg réttindi fólks þar sem þann- ig háttar. Það stuðlar að því að unnt er að setja á markað matvæli á lágu verði. Þá er um þessar mundir vaxandi þungi í heiminum í þeirri umræðu að mesta umhverfisvandamál nú á tím- um sé hlýnun andrúmslofts, einkum vegna eyðingar gróðurs og bruna jarðefna. Ein hlið á því eru langflutn- ingar, í lofti, á láði og legi, sem eru peningalega hagstæðir eins og er vegna þess að óhagstæð áhrif þeirra á umhverfið eru ekki verðlögð. Veruleg tregða virðist vera á að viðurkenning fáist á því enda miklir efnahagslegir hagsmunir í húfi. Þó hefur Þýskaland sýnt þar frumkvæði en fjármálaráðherra þess hefur lagt fram tillögu innan ESB um að leggja gjald sem svarar til 20 íkr. á lítra flugvélaeldsneytis. (Sjá Bbl. nr. 5/2005, bls. 18) Sagan sýnir að tíðar- andi er breytingum háður. Núverandi tíðarandi ein- kennist af mikilli sókn eftir efnislegum gæðum þar sem ekki er gætt sem skyldi hvaða áhrif það hef- ur á vistkerfi jarðar og líf fólks. Skref í rétta átt væri að verðleggja áhrif gróð- urhúsalofttegunda á umhverfið. Ætla má að í kjölfar þess fylgdi m.a. að öfl- un þjóða á mat til eigin þarfa væri við- urkennd sem liður í umhverfisvernd. Smátt og stórt Upplag: 14.257 eintök Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.500 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.500. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Næsta blað Næsta blað kemur út 7. júní og verður því dreift með Morgunblaðinu. Matvælaöflun og umhverfismál Leiðarinn Viðskiptaþjóðin Íslendingar Öll fylgjumst við náið með framgangi íslenskra viðskiptamanna á erlendri grund. Í raun er það líka sjálfsagt og eðlilegt - auk þess sem það er athyglisvert að sjá hvernig gamalgrónum fyrirtækjum á erlendri grund er safnað saman í poka íslenskra athafnamanna. Auðvitað hlýtur Smátt og stórt að vona að þeim gangi allt í haginn og að þeir nái settum markmiðum. Dow Jones og Nasdaq Án efa er Ríkissjónvarpið að tala til þessara manna - og hluta bankastarfsmanna - þegar það greinir frá því í lok fréttatíma hvernig hlutabréfavísitölur standa í lok vinnudags. Við fáum að vita hvort Dow Jones eða Nasdaq hafi hækkað eða lækkað og þar fram eftir götunum. Meðaljóninn sem á ekki hlutabréf og starfar ekki í verðbréfadeildum bankanna meðtekur þessar upplýsingar en er engu nær. Ætla má að þeir sem þekkja eðli og tilgang Dow Jones og áþekkra fyrirbæra hafi í raun ekkert með þessa upptalningu að gera. Þeir viti hvort sem er allt um þróun dagsins og séu búnir að lesa um hana á hlutabréfavefjum Netsins. Íslenskar upplýsingar Nokkrir starfsmenn á spítala í Reykjavík sátu í kaffi á dögunum og voru að leysa heimsgátuna þegar þeir komu að hlutabréfaupplýsingum sjónvarpsins. Þeim kom saman um að líklega væri betra ef Ríkissjónvarpið greindi frá afla á Íslandsmiðum eða verðmæti mjólkur í stað þess að þylja upp verðbréfavísitölur. Það stæði Íslendingum nær að átta sig á verðmæti innlendra afurða og þróun mála á þeim vettvangi - með fullri virðingu fyrir Dow Jones og Nasdaq og öllum hinum fyrirbærunum sem Smátt og stórt kann ekki að nefna. Föt fyrir hvern dag vikunnar Nútíminn kemur fram í ýmsum myndum - og sumar má tengja beint eða óbeint við þennan verðbréfaheim sem áður var getið. Búið er að gefa ungu fólki til kynna að leiðin til frama sé vörðuð lúxus, fínum fötum og stöðugum utanlandsferðum. Minna er rætt um samviskusemi, alúð og dugnað. Gott dæmi um þetta er viðtal Mbl. við einn af fatasölum landsins, Sævar Karl Ólafsson, en Sævar segir: „Vel klæddir menn í fjármálaheiminum eiga að minnsta kosti ein föt fyrir hvern dag vikunnar, því það er ekki við hæfi að koma á fund með viðskiptavini tvo daga í röð í sömu fötunum. ... einnig þurfa þeir að eiga margar nýstraujaðar skyrtur.“ Svo mörg voru þau orð. Smátt og stórt hefur í hyggju að vera svo gamaldags að meta meira orð og gjörðir bankamanna en hvort þeir eigi fimm sett af jakkafötum til skiptanna... fötum sem Sævar K. Ólafsson segi að kosti á bilinu 57 til 88 þúsund. Líklega hefðu athafnamenn fyrri tíðar - eins og Ólafur Óskarsson, síldarkaupmaður, Pálmi í Hagkaup og þeir félagar Silli og Valdi - svo ekki sé nú talað um mann á borð við Þorvald í Síld og fisk átt í nokkrum erfiðleikum með að innbyrða boðskap Sævars Karls. ESB lagði á síðasta ári fram til kynningar þjónustureglugerð um hvers kyns þjónustustörf og málefni vinnumarkaðarins í löndum sambandsins. Regl- urnar mættu margvíslegri gagnrýni, m.a. gagnrýndu Schröder, kanslari Þýskalands, og Cirac, forseti Frakklands, þær harðlega. Á hinn bóginn var framkvæmdastjóri ESB, Portúgalinn Jose Barossa, tals- maður reglnanna. Samkvæmt reglunum skal sú þjónusta, sem veitt er innan ESB, fylgja fyrirmælum sem gilda í heimalandi fyrirtækisins sem veit- ir þjónustuna, hvort sem um er að ræða í byggingariðnaði, varðandi reglur um umhverfismál eða störf við heilbrigðisstofnanir. Þetta gildir um launakjör og félagsleg réttindi starfsfólks. Samkvæmt reglunum á hvert land að hafa eftirlit með að þeim sé framfylgt í landi sínu. Óvinn- andi verk, segja gagnrýnendur. Löndin eru 25 og með mismun- andi lagaákvæði. Hvar á að borga skatta og skyldur? Jafnvel þeir sem styðja heilshugar frjálsa sam- keppni viðurkenna að þetta fyrir- komulag gangi ekki. Viðurkennt er að erfitt er að hafa eftirlit með vinnumarkaðnum í ESB. Dæmi um slæmt ástand eru sláturhúsastörf í Þýskalandi. Þar hefur þýskum starfsmönnum, sem vinna á taxtalaunum, verið sagt upp og þeir bæst þannig í hóp 5 milljóna atvinnuleysingja í land- inu. Í staðinn eru ráðnir starfsmenn úr hinum nýju löndum ESB í Aust- ur-Evrópu sem vinnuleigur, sem starfa á vafasömum grundvelli, út- vega. Launin sem þetta fólk fær eru 3 til 4 evrur á tímann eða 240 - 320 íkr., m.ö.o. algjör sultarlaun. Á pappírunum lítur þetta þó öðruvísi út. Þar er gengið út frá eðlilegri vinnuviku en í raun er vinnuvikan 60 - 80 klst. Þá geta vinnuleigurnar haft undirverktaka í þjónustu sinni. Eftirlitsaðilar hafa dregið fram í dagsljósið ólöglega ráðningasamninga og stórfelld undanskot undan skatt- greiðslum og greiðslum í trygg- ingasjóði, auk skattsvika og sýnt fram á langan vinnutíma, m.ö.o. ástand sem kalla má nútíma þrælahald. Yfirvöld í Þýskalandi hafa hafið umfangsmikla rannsókn á þessum málum. Yfirmenn fyrir- tækjanna, sláturhúsanna, þvo hendur sínar. Þegar pappírar þeirra eru í lagi er hægt að varpa ábyrgðinni á undirverktakana, sem síðan hafa undirundirverk- taka. Þeir sem sitja uppi með skaðann eru starfsmennirnir sem fá jafnvel fá engin laun þegar lög- reglan hefur gert leit hjá fyrirtæk- inu. Þetta þrælahald fer fram í fleiri greinum atvinnulífsins og þá einkum í byggingar- og matvæla- iðnaði. Það er hins vegar slátur- iðnaðurinn sem hefur fengið mesta fjölmiðlaumfjöllun, en þar hafa pólskir verkamenn tekið vinnuna af 26 þúsund þýskum starfsmönnum. Nú óttast menn að svona starf- semi dreifi sér út um allt þjóðfé- lagið, m.a. í margs konar opinbera starfsemi. Sífellt fleiri efast auk þess um þá kenningu, sem boðuð hefur verið í Þýskalandi á síðustu árum, að ef frjálsræði verði enn aukið á vinnumarkaðnum og launin lækki nóg þá muni at- vinnutækifærum stórfjölga. Schröder, kanslari Þýska- lands, hefur lýst því yfir að hann styðji ekki þessa reglugerð nema ljóst sé að félagsleg réttindi verði ekki gengisfelld og að þau gildi í Þýskalandi jafnt um alla sem búa þar og ekki einungis Þjóðverja. Þrælahald í þýskum sláturhúsum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.