Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 35
Þriðjudagur 24. maí 2005 35  8 '  0' .-    '       1 &7 &    *   40 '  1 9..  7#$6:%  Í lokatillögum nefndar um sam- einingu sveitarfélaga er lagt til að Öxarfjarðarhreppur, Rauf- arhafnarhreppur, Keldunes- hreppur, Tjörneshreppur, Húsavíkurbær, Aðaldælahrepp- ur og Skútustaðahreppur sam- einist. Kosning fer fram 8. okt- óber nk. Ef þessi sveitarfélög sameinast verður til sveitarfélag með 3.864 íbúa miðað við íbúa- tölur frá 1. desember 2004. Sveitarfélögin 7 hafa kosið sameiningarnefnd og sagði Rúnar Þórarinsson, oddviti í Öxarfjarðar- hreppi, að kallað hefði verið til fyrsta fundar hennar 18. maí síð- astliðinn í Skúlagarði. Hann segist telja að áhugi fólks fyrir samein- ingu sveitarfélaganna sé misjafn eftir hreppum. Sumum ofbýður hvað svæðið er stórt og eiga erfitt með að sjá þetta fyrir sér sem eitt sveitarfélag og heilstætt atvinnu- svæði enda vegalengdir miklar innan svæðisins. Á móti bendir Rúnar á að samgöngur hafi batnað ótrúlega mikið á síðustu misserum og haldi því vonandi áfram á kom- andi árum. Síðan eru ýmsir hræddir við að missa eitthvert sjálfstæði sem þeir telja sig hafa. Hann segist sjálfur hafa bent á að það sem snýr að fólki í fámennustu sveitarfélögun- um sé tómt mál að tala um eitt- hvert sjálfstæði. Öll lög og allar reglugerðir eru miðuð við miklu stærri sveitarfélög. ,,Við verðum bara að taka við þessu og höfum ekkert um þetta að segja því við eigum alltaf í vax- andi erfiðleikum að uppfylla öll þau skilyrði sem sett eru fyrir öll- um málum. Það sem ég óttast líka er að við endum sem 2. eða 3. flokks sveitarfélag ef við ekki sameinumst í haust. Það er alla vega þannig að þegar búið er að sameina sveitarfélögin í stærri heildir hafa menn ákveðnar laga- skyldur gagnvart íbúunum varð- andi ýmsa þjónustu. Ég neita að trúa öðru en að menn hafi þann þroska til að bera að þeir reyna að uppfylla þær skyldur,“ sagði Rún- ar Þórarinsson. TRIOPLAST ... TRIOWRAP Sameining sveitarfélaga á Norðausturlandi Sumum ofbýður hvað svæðið er víðáttumikið

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.