Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 24. maí 2005
Íbúar á Bíldudal fögnuðu vel
þegar nýr slökkvibíll renndi í
hlaðið við slökkvistöðina á
Bíldudal föstudaginn 22. apríl
sl. Sigurður Pétur Guðmunds-
son, slökkvistjóri Brunavarna
Vesturbyggðar, sagði í samtali
við Bændablaðið að mikil þörf
hafi verið orðin fyrir nýjan
slökkvibíl á Bíldudal. Fyrir
voru tveir gamlir og illa gang-
færir slökkvibílar á staðnum.
Nýi slökkvibíllinn var keyptur
notaður frá Þýskalandi en gerður
upp sem nýr væri eftir að hafa far-
ið í gegnum verksmiðjur Toma í
Þýskalandi, Hann stendur undir
öllum væntingum og meira en
það að sögn Sigurðar Péturs. Sett-
ur var búnaður í bílinn fyrir nokk-
ur hundruð þúsund krónur og
kostaði bíllinn hingað kominn 4,3
milljónir króna. Bíllinn er árgerð
1983 af gerðinni MD Iveco með
aldrifi.
Slökkvilið Brunavarna Vest-
urbyggðar er þrískipt. Á Bíldudal
er þessi nýi slökkvibíll og 8
slökkviliðsmenn búa þar. Á Pat-
reksfirði eru tveir slökkvibílar og
12 slökkviliðsmenn og á Barða-
strönd sér bjögunarsveitin um
rekstur eins slökkvibíls. Sigurður
Pétur segir að ef um alvöru bruna
sé að ræða, til að mynda á Pat-
reksfirði, koma liðsmenn frá
Bíldudal og Tálknafirði til að-
stoðar og öfugt því samstarfið sé
gott.
Nýr slökkvibíll til Bíldudals
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra verður í opinberri
heimsókn í boði norska landbún-
aðarráðherrans, Lars Sponheim,
dagana 22.-24. maí í Hörðalandi
í Noregi, en Hörðaland er mikið
landbúnaðarhérað og jafnframt
kjördæmi norska ráðherrans. Í
ferðinni verður lögð áhersla á að
kynna nýsköpun í landbúnaði,
en norska ríkisstjórnin hefur nú
um nokkurt skeið verið með sér-
stakt átaksverkefni nefnt „Land-
bruk +“ til að efla atvinnu og
byggð í sveitahéruðum. Megin
markmið verkefnisins hefur ver-
ið að efla heimavinnslu afurða,
bændamarkaði ásamt þróun og
vinnslu þjóðlegra sér-norskra
landbúnaðarafurða.
Þriðjudaginn 24. maí munu
ráðherrarnir funda um málefni
landanna ásamt aðstoðarmönnum.
Fundurinn á m.a. að fjalla um tví-
hliða samninga milli Íslands og
Noregs, samstarfið innan Norður-
landaráðs og þróun EES-samnings-
ins.
Í för með Guðna Ágústssyni
landbúnaðarráðherra eru kona hans
frú Margrét Hauksdóttir, Eysteinn
Jónsson aðstoðarmaður hans, Há-
kon Sigurgrímsson skrifstofustjóri
í landbúnaðarráðuneytinu, Ágúst
Sigurðsson rektor Landbúnaðarhá-
skóla Íslands, Bjarni Guðmunds-
son prófessor við Landbúnaðar-
háksóla Íslands og Haraldur Bene-
diktsson formaður Bændasamtaka
Íslands.
Opinber heimsókn landbún-
aðarráðherra til Noregs
www.bondi.is