Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300
Netfang augl@bondi.is
Næsta blað kemur
út 7. júní
Upplag Bændablaðsins
14.257
Þriðjudagur 24. maí 2005
10. tölublað 11. árgangur
Blað nr. 218
Ferðaþjónusta
bænda í nýtt
húsnæði
15
Sáð í 100 hektara
á Mýrdalssandi
21
Bændablaðinu sem kemur út 7. júní verður dreift
með Morgunblaðinu. Auglýsendur eru beðnir um
að hafa samband sem fyrst við auglýsingastjóra
Bændablaðsins í síma 563 0300.
Fyrsta brautskráning frá Land-
búnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri verður föstudaginn
27. maí næstkomandi kl: 14:00 í
Reykholtskirkju.
Tólf nemendur úr háskóla-
deildum verða brautskráðir með
B.S.– 90 gráðu og fjórir nemar
með B.S.– 120 gráðu (kandidats-
próf). Ennfremur verður fyrsti
meistaraneminn brautskráður frá
skólanum. Af búfræðibraut verða
að þessu sinni brautskráðir tuttugu
nemendur, þar af fjórir fjarnemar.
Að athöfn lokinni er boðið til
kaffiveitinga í matsal LBHÍ á
Hvanneyri.
Svipmynd frá Hvanneyri. Myndina
tók Björn Þorsteinsson
Fyrsta brautskráning frá LBHÍ
Fuglaflensa er vandamál sem þjóðir
heims taka æ fastari tökum. Alþjóða-
dýraheilbrigðistofnun (OIE) og FAO
héldu ráðstefnu í Paris í byrjun apríl
til þess að ræða úrræði til þess að
draga úr hættu á heimsfaraldri vegna
fuglaflensunnar. Markmið ráðstefn-
unnar var að fræða stjórnendur og
fræðimenn aðildarlandanna um stöðu
mála er varðar fuglaflensu í heimin-
um. Á ráðstefnunni kom fram að al-
gengasta smitleið fuglaflensu væri
með villtum fuglum, einkum farfugl-
um.
Jarle Reiersen, dýralæknir alifugla-
sjúkdóma, sagði í samtali við Bænda-
blaðið að hann teldi afar mikilvægt að
kanna hvort fuglaflensa sé í fuglum hér-
lendis, en það mætti skipta þeirri könn-
un í tvö verkefni. Annars vegar þyrfti að
kanna hvort mótefni gegn fuglaflensu sé
til staðar í alifuglum í stærstu alifugla-
búum hérlendis. Þá þyrfti að kanna
hvort mótefni gegn fuglaflensu sé til
staðar í villtum fuglum, einkum öndum
og öðrum vatnafuglum.
Jarle sagði að hann hefði síðast tekið
blóðsýni úr alifuglum á stærstu alifugla-
búum landsins í desember 2002 og þá
fannst ekki mótefni gegn AI. Síðan hafi
ekki fengist fjármunir til þess að fylgj-
ast með þróun mála. Vitað er að fugla-
flensuveiran fannst í villiönd við Mý-
vatni í byrjun áttunda áratugarins, en
Jarle sagði að hann vissi ekki til þess að
fuglaflensa hafi verið könnuð í villtum fuglum
síðan. "Það er afar mikilvægt að kanna stöðu
okkar varðandi fuglaflensuna - einkum með
tilliti til þess að geta gripið til aðgerða ef hún
finnst eða til þess að staðfesta að Ísland sé
laust við fuglaflensu," sagði Jarle og skoraði á
stjórnvöld að veita nægilegt fjármagn svo hægt
verði að framkvæma ofangreind verkefni.
Fuglaflensa er sjúkdómur sem kemur
upp í fuglum og veldur mismunandi
skaða eftir því hvaða fuglategund og
hvaða afbrigði fuglaflensunnar er á ferð-
inni hverju sinni. Í versta falli getur
flensan drepið nær alla fugla, eins og
dæmi eru nú um að gerist í suðaustur As-
íu. Einkum eru kalkúnar og hænsni mjög
móttækileg fyrir veirunni, en einnig hef-
ur komið upp fuglaflensa í vatnafuglum
og villtum fuglum eins og í kríum. Nú er
fuglaflensuveiran landlæg í alifuglum og
villtum fuglum í mörgum löndum í suð-
austur Asíu.
Eitt hættulegasta afbrigði fuglaflens-
unnar sem smitar fólk hefur orðið rösk-
lega 50 mönnum að aldurtila síðan í lok
árs 2003. Hér er um að ræða stökkbreytt
veiruafbrigði sem getur borið smit á milli
fugla og fólks. Ef þessar stökkbreytingar
verða að veruleika er hægt að tala um
möguleika á nýjum heimsfaraldri á borð
við spönsku veikina sem geisaði árin
1918-1919.
Sérfræðingar á ráðstefnunni voru
sammála um að ekki væri til nein ein ein-
föld lausn, en niðurskurður er sú leið sem
farin yrði ef faraldur er takmarkaður og
einangraður. Bent var á að öllum alifugl-
um var fargað í Hong Kong árið 1997
þegar stökkbreytta veiruafbrigðið dró
fyrstu menn til dauða. Fargað var 1,5
milljón alifugla í Hong Kong og 21
milljón fugla í Hollandi árið 2003.
Fuglaflensa er því mjög kostnaðarsöm
þegar faraldur kemur í löndum sem byggja á
alifuglaræktun.
Nánar á bls. 30.
Algengasta smitleið
fuglaflensu er með farfuglum
Fuglaflensa hefur komið upp í vatnafuglum og villtum fuglum
eins og í kríum
Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma
Ef stökkbreytingar verða að veruleika vofir yfir hætta á nýjum heimsfaraldri á borð við spönsku veikina
Nýr búnaðarlagasamningur var
undirritaður 18. maí sl. en samn-
ingurinn er á milli ríkisins og
Bændasamtaka Íslands um verk-
efni og framlög sem það styður á
sviði hvers konar þróunar og fram-
faramála í landbúnaði. Sigurgeir
Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
Bændasamtakanna, sagði að skipta
mætti framlögunum í þrjá megin
flokka.
,,Það eru framlög til Bænda-
samtakanna og búnaðarsambanda
til að halda uppi ráðgjafarþjónustu
og búfjárræktarstarfi. Í öðru lagi
þróunar- og jarðarbótaframlög,
sem greiðast bændum út á nokkra
verkefnaflokka, og að lokum eru
það framlög til Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins og markaðsstarf-
semi í útflutningi búvara," sagði
Sigurgeir.
Samningurinn er gerður sam-
kvæmt búnaðarlögum sem sett
voru 1998 og tóku við af gömlu
jarðræktar- og búfjárræktarlögun-
um. Fyrsti búnaðarlagasamningur-
inn var gerður í árslok 1999 til
fimm ára, en samninginn á að end-
urskoða annað hvert ár og fram-
lengja um tvö ár. Að þessu sinni
hafði dregist um eitt ár að endur-
skoða samninginn og því er hann
framlengdur um þrjú ár og gildir
til ársins 2010. Hvað fjárhæðir
varðar gildir nýi samningurinn fyr-
ir árin 2008 til 2010.
Sjá nánar á bls. 12
Vopnfirðingurinn Borgar Páll
Bragason er að ljúka BS prófi af
landnýtingarbraut við Landbún-
aðarháskóla Íslands. Lokaritgerð
hans heitir Veiða/sleppa og fjallar
um ýmis atriði er varða þá um-
deildu laxveiðiaðferð að sleppa
löxum sem veiðast. Hann varði
ritgerð sína við skólann í gær, 23.
maí. Leiðbeinandi hans í loka-
verkefninu var Sigurður Már Ein-
arsson, fiskifræðingur hjá Vestur-
landsdeild Veiðimálastofnunar.
Borgar sagðist hafa skoðað
endurveiðihlutfall þeirra laxa sem
sleppt er í Hofsá og Selá í Vopna-
firði. Í þessum ám eru um 50%
veiddra laxa sleppt aftur. Af þeim
fjölda, sem sleppt var veiddust á
milli 20 og 30% aftur í ánum síðar.
Þetta er mjög hátt hlutfall og það
skiptir því orðið máli að sleppa
fisknum, að sögn Borgars. En það
verður að fara varlega með þann
fisk sem á að sleppa því að hreistur-
skemmdir auka mjög líkur á að
hann drepist.
,,Hlutfall þess fisks sem veidd-
ist aftur í þessari könnun minni, er
sem fyrr segir mjög hátt, hærra en
gerist erlendis. Það stafar af því að
veiðiálagið í íslenskum laxveiðiám
er yfirleitt mun hærra en erlendis.
Þess vegna skiptir aðferðin
veiða/sleppa miklu meira máli hér á
landi en erlendis og er býsna gott
veiðistjórnunartæki. Það eru til ár
hér á landi með svo miklu veiði-
álagi að hrygningarstofn laxins er
orðinn of lítill og í slíkum ám getur
aðferðin að veiða/sleppa skipt
máli," sagði Borgar.
Á milli 20 og
30% þess lax
sem sleppt er
veiðist aftur
Framhald á bls. 30
Nýr búnaðarlaga-
samningur undirritaður