Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 30
30 Þriðjudagur 24. maí 2005 Á forsíðu er greint frá því að Al- þjóðadýraheilbrigðistofnunin (OIE) og FAO hafi haldið ráð- stefnu í Paris í byrjun apríl til þess að ræða úrræði svo draga megi úr hættu á heimsfaraldri vegna fuglaflensunnar. Á ráðstefnunni kom fram það álit sérfræðinga að förgun alifugla í Hong Kong árið 1997 hafi komið í veg fyrir að nýr heimsfaraldur í fólki hafi farið af stað á þeim tíma. Í SA-Asíu býr fólk, alifuglar og svín afar þétt - en svín eru talin mikilvægur hlekkur í því að fugla- flensuveiran smiti milli manna. Aðstæður á þessum slóðum eru þannig að nú telja sérfræðingar að stökkbreytingin muni eiga sér stað - aðeins sé spurning um tíma hve- nær það gerist. Er fuglaflensa hættuleg fyrir okkur hér á Íslandi? Getur þessi faraldur borist til Íslands? Þessu svarar Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma, þannig að þegar fuglaflensuveiran stökkbreytist - þannig að hún smiti milli manna - þá geti afleiðingarnar orðið alvar- legar eins og sóttvarnarlæknir hef- ur ítrekað bent á. „Fram til þess að stökkbreytingin á sér stað verðum við að gera allt til þess að koma í veg fyrir að fuglaflensan berist til landsins. Innflutningslöggjöf um bann við innflutning fugla/dýra og -afurða er mjög mikilvægur liður til að sporna við að smit berist til landsins,“ sagði Jarle. Fuglaflensusmit getur borist með farfuglum og er reiknað með að vatnafuglar séu heilbrigðir smitberar sem flytja smit milli landa og heimsálfa. Á OIE-ráð- stefnunni í París, sem Jarle sat, var sýnt að smit hafði borist með gæs frá Egyptalandi til Suður-Afríku. Mjög lítið er vitað um fuglaflensu- smit í farfuglum sem koma til Ís- lands á hverju vori. Hérlendis greindist ein villiönd með flensu- veirunni í rannsókn á villiöndum við Mývatn í byrjun áttunda ára- tugarins. Síðan er ekki vitað til að rannsóknir hafi verið gerðar á fuglaflensuveirum í farfuglum hér- lendis. „Fyrir okkur skiptir miklu máli að vera laus við fuglaflensu,“ sagði Jarle „þegar kemur að milliríkja- viðskiptum með landbúnaðaraf- urðir. Ef fuglaflensa er ekki á Ís- landi er auðveldara að flytja út landbúnaðarafurðir til allra landa. Nú hafa ESB og Ísland bannað all- an innflutning á alifuglaafurðum frá suðaustur Asíu. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir Taílendinga eru gríðarlegar því þeir eru einn stærsti útflytjandinn á alifuglakjöti í heiminum.“ Á OIE/FAO-fundinum í París var lagt til að hvert land kannaði útbreiðslu fuglaflensunnar með kerfisbundnum sýnatökum. „Þó að síðasta könnun á fuglaflensuveiru hérlendis í alifuglum hafi verið í lok árs 2002, er mikilvægt að kanna hvort fuglaflensa er til stað- ar nú. Ef hún greinist, eru góðir möguleikar á að beita markvissum aðgerðum til þess að minnka af- leiðingar hennar. Ef hún greinist ekki í farfuglum eða alifuglum, er það góð staðfesting á hreinleika af- urðanna,“ sagði Jarle. Fuglaflensan Sérfræðingar telja aðeins tímaspursmál hvenær veiran stökkbreytist Viðbragðsáætlanir yfirdýralæknis vegna tilkynningarskyldra dýrasjúkdóma byggjast á því að skilgreind séu viðbrögð almennings, dýralækna og yfirvalda þegar grunur vaknar um slíkan sjúkdóm. Grunsemdir um smitsjúkdóm berast yfirdýralækni eftir ákveðnum boðleiðum. Hann kemur svo boðum um hættuástand til þeirra sem við eiga; dýralækna, opinberra stofnana og hagsmunaaðila svo eitthvað sé nefnt, skv. skilgreindu viðvörunarkerfi og stýrir þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits. Á heimasíðu Embættis yfirdýralæknis eru upplýsingar um réttar boðleiðir og hvað beri að gera vakni grunur um alvarlegan smitandi dýrasjúkdóm á Íslandi. Í mörgum löndum Asíu geisar nú fuglaflensa, þar sem fuglar og alifuglar drepast og er eytt í stór- um stíl, segir í tilkynningu frá yfirdýralækni á heimasíðu embættisins. Í augnablikinu eru staðfest tilfelli í Norður Kór- eu, Víetnam, Tælandi, Kína, Indónesíu, Pakistan, Kambódíu, Laos og Taiwan, þar sem margar millj- ónir fugla eru annað hvort dauðar eða hefur verið fargað sem lið í baráttunni við sjúkdóminn. Ekki eru í gildi neinar takmarkanir á ferðum fólks til þessara landa vegna sjúkdómsins. Fuglaflensa er ekki hættuleg fólki við venjuleg- ar aðstæður. Veiran sem veldur sjúkdómnum skilst út í miklu magni gegnum saur smitaðra fugla, þess vegna er ferðamönnum ráðlagt að forðast beina snertingu við lifandi fugla, t.d. á mörkuðum þar sem lifandi fiðurfénaður er seldur. Veiran þolir ekki suðu þannig að hættulaust á að vera að borða soðn- ar alifuglaafurðir. Sjóða ber allar fuglaafurðir vand- lega. Sama gildir um egg. Til að draga úr smithættu er hreinlæti mikilvægt t.d. að þvo hendur vel og vandlega. Þvoið hendur vel upp úr heitu vatni og sápu eða með efnum sem innihalda spritt. Til að forðast það að smit berist til Íslands hvertur embætti yfirdýralæknis til að fólk fylgi eft- irfarandi leiðbeiningum: 1. Hafi ferðamaður komist í nána snertingu við lif- andi fiðurfénað á ferðalögum sínum, skal hann forðast að koma í beina eða óbeina snertingu við fugla og fiðurfénað hér á landi í a.m.k. 48 tíma eftir heimkomuna til Íslands. 2. Við heimsóknir á staði þar sem eru lifandi fuglar ber að nota einnota hlífðarfatnað sem síðan er skilinn eftir á staðnum. Ef notaður er skó- og hlífðarfatnaður sem hægt er að þrífa ber að gera það vandlega á staðnum. 3. Þrífa ber og sótthreinsa allt sem komið hefur í beina snertingu við fiðurfénað og egg, ef ætlunin er að taka það með til Íslands. 4. Bannað er að taka með sér lifandi fiðurfénað og hráar afurðir fugla frá ofangreindum löndum. 5. Tollayfirvöld eru sérstaklega á varðbergi gagn- vart afurðum frá þessum löndum. Fuglaflensan Hættulaust að borða soðnar fuglaafurðir Brúðarkjóll Höllu til sýnis á hátíðinni Fjör í Flóanum! Margrét í kjólnum. Á myndinni t.h. eru þær saman Jóhanna og Margrét. Á meðfylgjandi mynd má sjá kjól sem varð í 2. sæti í hönnunarkeppni framhaldsskólanna en hún var haldin á Akureyri í apríl. Kjólinn hönnuðu og saumuðu þær Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir í Bitru í Hraungerðishreppi og Margrét Gísladóttir í Glaumbæ í Skagafirði, en þær eru báðar nemendur í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Þær nefna kjólinn Brúðarkjól Höllu og eiga þar við Höllu konu Fjalla-Eyvindar. Í hann notuðu þær satín og þæfða ull, mórauða gæru sem Elísabet í Bitru, móðir Jóhönnu sútaði, hrútshorn og fleira og myndar gæran nokkurskonar slóða á kjólinn. Skartgripi gerðu þær meðal annars úr völubeinum og hrosshári. Þessi óvenjulegi brúðarkjóll verður til sýnis í félagsheimilinu Þingborg á hátíðinni Fjör í Flóanum síðustu helgina í maí. Sjón er sögu ríkari, lítið á http://www.floi.is Víða er afar þéttbýlt í Asíu. Fyrir utan endurveiðihlutfallið kannaði hann hvort endurveiði- staðurinn væri ofar eða neðar í ánni sem getur sagt til um hegðun laxins eftir sleppinguna og tímann sem leið frá því að fiski var sleppt eftir veiði og þar til hann veiddist aftur. Að meðaltali liðu um þrjár vikur þar til fiskurinn var veiddur aftur. Þessi tími var hins vegar frá einum degi og upp í meira en 60 daga. ,,Þetta segir okkur að ef menn ætla að auka veiðina í ám þar sem hrygningarstofninn er í lagi er til- gangslaust að sleppa fiski á haust- in en ef það er gert fyrri hluta veiðitímabilsins eykur það að öll- um líkindum veiðina. Þar sem arf- gengi meðal stórlaxa fyrir að ganga í árnar er hátt er þó alltaf æskilegt að sleppa honum vegna hnignunar hans undanfarin ár", sagði Borgar Páll Bragason. Framhald af forsíðu. Á milli 20 og 30% þess lax sem sleppt er veiðist aftur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.