Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 24. maí 2005 17
Í rannsóknaverkefninu SKÓG-
VIST eru könnuð áhrif nýskóg-
ræktar á jarðveg, vöxt trjáa,
kolefnishringrás og fjölbreyti-
leika gróðurs, smádýra og fugla.
Verkefnið er unnið í samvinnu
Náttúrufræðistofnunar Íslands,
Skógræktar ríkisins og Land-
búnaðarháskóla Íslands.
Í byrjun voru rannsóknirnar á
Fljótsdalshéraði, þar sem skóg-
laust land var borið saman við
birki- og lerkiskóga á mismunandi
aldri. Sambærilegar rannsóknir
fara nú fram í Skorradal, þar sem
skóglaust land er borið saman við
birki-, greni- og furuskóga. Um
80% árlegrar gróðursetningar á Ís-
landi er með þessum fjórum trjá-
tegundum.
Bjarni Diðrik Sigurðsson (S.r.)
og Ásrún Elmarsdóttir (NÍ) segja
að SKÓGVIST hafi þegar skilað
umtalsverðum niðurstöðum, sem
að miklu leyti eru ný þekking á líf-
ríki skóga og á umhverfisáhrifum
skógræktar hér á landi. Í því sam-
bandi má nefna að litlar sem engar
breytingar hafa orðið á sýrustigi
jarðvegs undir barrskógum í sam-
anburði við íslenska birkiskóga á
sama aldri. Það á því það sama við
um barrskóga á Íslandi og mýrarn-
ar, þessi vistkerfi eru ekki eins súr
og sambærileg vistkerfi á megin-
landi Evrópu. Skýringuna má
rekja til sérstakra eiginleika ís-
lensks eldfjallajarðvegs og þess að
hér er súr mengun minni.
Þessar niðurstöður, auk
nýrra upplýsinga um fuglalíf,
smádýralíf, gróðurfar og sveppi,
verða kynntar á alþjóðlegri ráð-
stefnu sem haldin verður dagana
19.- 21. júní í Reykholti. Ráð-
stefnan er opin öllum og frekari
upplýsingar er að fá á heimasíð-
unni www.skogur.is/page/af-
fornord eða hjá Eddu Oddsdótt-
ur í síma 5154500.
Nýjar rannsóknir á áhrifum
skógræktar á lífríkið.
Jarðvegur er ekki súr-
ari undir barrskógum
SAUÐBURÐARKVER
eftir Sigurð Sigurðarson dýralækni
hefur verið endurútgefið.
Þeir sem áhuga hafa panta það hjá honum í
síma 892 1644 eða í tölvupósti sigsig@hi.is og
gefi upp kennitölu við greiðslu í banka.
Verð með burðargjaldi kr 1.000.
Bæjarráð Sveitarfélagsins
Hornafjörður ítrekaði í vor
erindi til fjárlaganefndar Al-
þingis sem lagt var fram á
fundi nefndarinnar í septemb-
er 2004 varðandi samgöngu-
mál. Þar kemur fram áhersla
á að ný brú yfir Hornafjarð-
arfljót sé mesta samgöngubót-
in innan héraðsins. Sú fram-
kvæmd myndi stytta vega-
lengdir innan sveitarfélagsins
verulega og auðvelda öllum
íbúum sveitarfélagsins að
njóta þjónustu og sækja at-
vinnu í sveitarfélaginu öllu.
Einnig er tekið fram að ný
brú yfir Hornafjarðarfljót
yrði einnig samgöngubót á
þjóðvegi 1 og auðvelda bæði
fólks- og flutningabílum um-
ferð um svæðið. Ákveðið hef-
ur verið að fresta fram-
kvæmdum við Hornafjarðar-
fljót og mótmælir bæjarráð
þeirra frestun.
Albert Eymundsson, sveitar-
stjóri á Hornafirði, sagði í sam-
tali við Bændablaðið að núver-
andi brú yfir Hornafjarðarfljót
væri einbreið rúmlega 40 ára
gömul brú. Hún er hætt að full-
nægja nútíma kröfum vegna
þeirra miklu landflutninga sem
nú eiga sér stað. Þá segir hann
að bæjarráð vilji leggja áherslu
á að fækka einbreiðum brúm í
sveitarfélaginu.
Hann segir að það eigi að
breyta vegastæðinu og hring-
vegurinn styttist um allt að 11
km eftir því hvar vegastæði
verður valið. Nefnir hann sem
dæmi vegalengdina frá þjón-
ustukjarnanum á Hornafirði í
vestari hluta sýslunnar og Suð-
ursveit sem styttist verulega og
væri mikil samgöngubót. Það
er ekki síst mikilvægt vegna
þess að eftir sameiningu hrepp-
anna er um eitt atvinnu- og
þjónustusvæði að ræða.
Vilja nýja brú yfir
Hornafjarðarfljót
Smáauglýsingar sem skila árangri!