Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 20
20 Þriðjudagur 24. maí 2005 Hvað er vothey? Segja má að notaðar séu þrjár að- ferðir til að varðveita gras til fóðr- unar yfir vetrarmánuðina. Í fyrsta lagi er það þurrheysverkun, sem miðast við það að fjarlægja svo mikinn raka úr heyinu að örverur ná ekki að fjölga sér. Þetta þýðir að þurrefnisinnhaldið þarf að vera yfir 80%. Í öðru lagi er það votheysverk- un þar sem forþurrkuðu grasinu (allt að 40% þurrefni) er komið fyrir við loftfirrtar aðstæður (rúll- ur, flatgryfjur og turnar). Um- hverfisbakteríur í grasinu nýta syk- urinn í grasinu til niðurbrots og meðan súrefnis nýtur þá endar þetta ferli í koltvísýringi og vatni. Þegar súrefnið er uppurið fer gerj- un af stað og þá gengur niðurbrotið „til hálfs“ og ediksýra, etanól og mjólkursýra eru helstu afurðirnar. Gerjun krefst raka og gengur best þegar þurrefnisinnihald er minna en 40%. Í þriðja lagi er heyverkun þar sem grasið er hálfþurrkað (40 - 65%) og komið fyrir við loftfirrtar aðstæður. Þetta þurrkstig er ekki nóg til að stöðva örveruvöxt ef súr- efnis nýtur, en samt of hátt til að gerjun nái að lækka sýrustigið svo nokkru nemi. Kostir votheysverkunar Við þurrkun á velli á sér stað mik- ið tap á næringarefnum. Efnaskipt- in í plöntunni halda áfram og nær- ingarefnunum er breytt í koltvísýr- ing og vatn. Meðhöndlun á þurr- legu heyi á velli veldur einnig molnun og við það tapast hluti blaðanna, sem eru næringarríkastu hlutar plöntunnar. Almennt er talið að við fullþurrkun á velli tapist á bilinu 20-30% næringarefna. Til að minnka þetta næringartap er nauðsynlegt að sem minnstur tími líði frá því að gras er slegið þar til því er komið fyrir í öruggri geymslu. Til að lágmarka vökva- myndun og frárennsli frá vothey og þar með næringartap er þó nauðsynlegt að forþurrka grasið í a.m.k. 30%. Hálfþurrkun grass er algeng þegar gras er verkað í rúllum. Næringartap er umtalsvert við þessa verkun en það sem verra er, er að lystugleiki er oft lakari, en þegar gras er verkað í vothey. Einnig er umtalsverð hætta á myndun eiturefna, samfara vexti sveppa og myglu, við þessa verkun og án efa á mikilvægi þess eftir að koma betur í ljós á næstu árum. Votheysverkun er ekki jafn háð veðurfari og önnur verkun. Við votheysverkun verður minna næringarefnatap. Prótínniðurbrot er þó umtalsvert við hefðbundna votheysgerð, sem veldur því að AAT lækkar en PBV hækkar. Vel verkað vothey er yfirleitt lystugt og hentar nautgripum vel og sér- staklega hentar vothey vel til heil- fóðurgerðar. Íblöndunarefni í votheysgerð Mikill fjöldi íblöndunarefna hafa verið notuð í votheysgerð. Flest miða þau að því að lækka sýrustig- ið í heyinu þ.e. tryggja örugga verkun í byrjun t.d. Sil-All 4x4. Önnur draga úr mygluskemmdum þegar súrefni kemst að heyinu t.d. Mold-Zap. Nokkur efni þ.á.m. Sil- All Fireguard hafa tvíþætta virkni þ.e. tryggja örugga verkun í byrjun og auka geymsluþol og draga úr hættu á myglu þegar rúllan, flat- gryfjan eða turninn er opnaður. Sil-All íblöndunarefni Umhverfisgerlarnir í grasinu fram- leiða eins og áður segir ýmsar óæskilegar sýrur og niðurbrotsefni og valda þar með miklu næringar- tapi. Sil-All íblöndunarefna byggja á mjólkursýrugerlum sem keppa við umhverfisgerlana og tryggja einsleita og örugga gerjun (mynd 1). Sil-All smitar hvert gramm af votheyi með einni milljón mjólk- ursýrugerla. Vothey meðhöndlað með Sil-All íblöndunarefni skilar 4-5% meira þurrefni og um 10% hærra AAT gildi vegna þess að gerjunin gengur hraðar og óæski- leg efnaskipti umhverfisgerla stöðvast fyrr. Sil-All er framleitt af Alltech, alþjóðlegu fyrirtæki á sviði örveru- og lífefnafræði. Sil-All er í forystu á Norðurlöndum og Evrópu. Sil- All er viðurkennt af FAAS (Forage Additive Approval Scheme), sem vottar þar með örugga virkni þess. Sil-All 4x4 inniheldur fjórar tegundir mjólkursýrugerla og fjórar tegundir hvata (tafla 2). Mjólkursýrugerlarnir tryggja það að sýrustigið fellur hratt (mynd 2). Hvatarnir brjóta niður fjöl- sykrunga og skapa aukið framboð sykurs fyrir mjólkursýrugerlana. Sil-All 4x4 hentar í vothey með allt að 35% þurrefni. Sil-All Fireguard inniheldur líkt og Sil-All 4x4 mjólkursýru- gerla og hvata en auk þess mygluvarnarefnin sorbat og benzoate. Sil-All Fireguard hent- ar í vothey með allt að 50% þurr- efni. Mold-Zap íblöndunarefni Mold-Zap inniheldur buffraða própíonsýru (ammonium di- propionate) sem umbreytist í eig- inlega própíonsýru við það að komast í snertingu við raka. Þetta form própíonsýrunnar gerir það að verkum að hún er mun hættuminni gagnvart fólki og veldur lítilli tæringu á vélum þar sem sýrustigið er mun hærra (pH 5,6 sbr. pH 1,5 fyrir própíon- sýru). Mold-Zap er meðal annars ætlað í þurrlegt rúlluhey (> 60% ÞE). Rannsóknir sýna að Sil-All íblöndunarefni tryggja betri verkun votheys, lystugra fóður og minna næringartap. Aukið át og betra næringargildi þýðir meiri mjólk, sem gerir Sil-All mjög arðbæran þátt í mjólkurframleiðslunni. Fréttatilkynning frá Dýra- læknamiðstöðinni ehf. Hellu sem er dreifingaraðili fyrir Alltech á Íslandi Votheysverkun í rúllum, flat- gryfjum eða turnum með að- stoð Sil-All íblöndunarefna Gerlar Hvatar Myglu varnarefni Sil-All 4x4 Enerococcus faecium Lactobacillus plantarum Pediococcus acidilactici Lactobacillus salivarius Cellulase Hemicellulase Pentosanase Amylase Sil-All Fireguard Lactobacillus plantarum Pediococcus acidilactici Lactobacillus salivarius Cellulase Hemicellulase Amylase Na benzoate K sorbate pH Tími Enterococcus Lactobacilli Pediococci Sil-All tryggir örugga gerjun og hraða sýrustigslækkun Gras Vothey 6.5 6.0 5.5 5.0 4.5 4.0 Kóntról Sil-All Gerjunarferlið Gras Vothey Sykur Mjólkursýra + H20 Mannitol Alcohol Mjólkursýra CO2 2 H20 Einsleit gerjun með aðstoð mjólkursýrugerla Náttúruleg gerjun Smjörsýra Ediksýra Mynd 1. Sil-All skapar einsleita og örugga gerjun Mynd 2. Þegar Sil-All íblöndunarefni er notað fellur sýrustig hratt. Tafla 2. Innihald Sil-All íblöndunarefna. Á undanförnum árum hefur meðalnyt hækkað mikið. Samfara því hefur þörfin fyrir sérstaka aðgát í fóðrun afurðamik- illa kúa í geldstöðu og um burð aukist verulega. Um burð þurfa efnaskipti lík- amans að aðlaga sig hratt mikilli mjólk- urframleiðslu. Mjög mikilvægt er að sjá til þess að kýrin sé sem best undir þessar breytingar á efnaskiptum líkamans búin og þannig minnka líkurnar á sjúkdómum tengdum burði s.s. föstum hildum, doða og súrdoða. Eitt af því sem skiptir veru- legu máli í þessu sambandi er að ná sem mestu þurrefnisáti rétt fyrir burð. Þá eru efnaskipti kýrinnar komin af stað á aukn- um hraða og eiga auðveldara með að mæta ört vaxandi okruþörf. Skýringarmynd 1 sýnir að sterkt sam- hengi er milli þurrefnisáts sem hlutfall af líf- þunga rétt fyrir burð og þurrefnisáts á þriggja vikna tímanbili eftir burð. Áhrif á frjósemi og heilbrigði eru einnig mjög já- kvæð. Auk mikillar orkuþarfar verður skyndi- lega rétt fyrir og við burð mikil þörf fyrir steinefni og þá sérstakelga kalsíum vegna mjólkurframleiðslu. Mynd 2 sýnir að kýrin þarf 36-48 klukkustundir til að stöðva kalsí- umfallið í blóðinu áður hún getur byrjað að ná í kalsíum úr beinunum. Eitt þeirra áhugaverðu efna sem bændum stendur nú til boða og nýtist vel í baráttunni við sjúkdóma tengdum tímabilinu kringum burð nefnist Kuhtrank Kuhtrank inniheldur kalsíum, glúkósu, vitamín, snefilefni og „AktiVITA - Komp- lex“ en þessi efni mynda heppilega samsetn- ingu sem hjálpar líkamanum að takast á við breytingar tengdar burði. Í Kuhtrank er bætt AktiVITA blöndu, sem í eru sérstök kolvetni sem meltast ekki fyrr en í seinasta hluta meltingavegarins. Við þetta hæga niðurbrot á kolvetnunum myndast m.a. smjörsýra. Smjörsýran lækkar sýrustig og stuðlar þannig að auknu heil- brigði þarmanna og bættum meltanleika steinefna. „AktiVITA - Komplex ® „ kemur jafnvægi á og örvar meltingarstarfsemina. Kalsíumjafnvægið er sérlega mikilvægt á tímabilinu rétt eftir burð. Það hefur sýnt sig að með notkun Milki Kuhtrank er hægt að hafa jákvæð áhrif á kalsíumjafnvægið ásamt því að bæta upp skort á vatni, orku og snefilefnum. Mælt er með að kýrin drekki u.þ.b 30 lítra af Kuhtrank strax eftir burð. Venjulegur skammtur er 50 g í hvern lítra af heitu vatni. Örmagna kúm eru gefnir aukalega 15 lítrar á dag í 2-3 daga. Horfast verður í augu við að nytháar kýr ganga í gegnum mikið álagsskeið við burð. Líkamsstarfsemin þarf að aðlagst hratt til þess að geta mætt mikilli mjólkurfram- leiðslu. Notkun á Kuhtrank er leið til þess að auðvelda þessa aðlögun og minnka líkur á kostnaðarsömum sjúkdómum. Ásgeir Harðarson, fóðurfræðingur Mjólkurfélags Reykjavíkur þýddi og staðfærði. Relation between DMI one day prior calving and 21 days post- partum (R = 0,54) DMI one day prior calving, % of BW D M I 2 1 d a y s p o st -p a rt u m , % o f B W þ u r r e f n i % L Þ Þurrefnisát einum egi fyrir burð. (% af lífþunga) 0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 6 5 4 3 2 1 r2=0,54 Samhengi milli þurrefnisáts við burð og 21 degi seinna . (Grummer, 1996) Ca- stig og hormónaskil (Martens, 1994) 0 2 4 6 8 10 12 14 16 -2 -1 0 1 2 3 dagar fyrir og eftir burð e fn í í m g Calcium-level in blood Parathormone pour out Nytháar kýr þarfnast hjálpar - Milki Kuhtrank!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.