Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 24. maí 2005 Undirrituð átti þess kost að taka þátt í ráðstefnunni - Fruktbar framtid - sem mætti þýða Gjöful framtíð og var haldin í Lofthus í Hardanger í Noregi dagana 21.- 22. apríl 2005. Megin þema fundarins var matur, menning og ferðamennska. Í framhaldi af ráðstefnunni var formleg opnun „Streif“ sem eru hátíðarhöld með áherslu á sérkenni hvers fylkis í Norgi. Í sumar verða haldin alls 14 Streif um landið, m.a. í tilefni af 100 ára sjálfstæði Norðmanna frá Svíþjóð. Hátíð- arnar eiga rætur sínar að rekja til verkefna sem landbúnaðar- ráðuneytið hefur m.a. lagt mikla áherslu á undir stjórn Lars Sponheim landbúnaðarráð- herra. Verkefni sem ganga út á að efla smáverkefni, svo sem í handverki, matvælavinnslu, list- sköpun o.fl. sem á einhvern hátt hægt er að tengja viðkomandi landssvæði og héraði. Fjölbreyti- leikinn er það sem lögð er áhersla á; að í Noregi verði til allar bústærðir, fjölbreyttir bú- skaparhættir, fjölbreyttar afurð- ir, fjölbreytt markaðssetning - allt til að koma til móts við fjöl- breyttar þarfir neytenda! Í mars 2004 fengu norsku firð- irnir fyrstu verðlaun National Geo- graphic Traveler sem besti og áhugaverðasti ferðamannastaður- inn í heimi. Við valið var m.a. litið á fegurð og hreinleika náttúrunnar, skipulag ferðaþjónustunnar, menn- ingu, afþreyingu og að sjálfsögðu heildar upplifun ferðamannsins. Þessir þættir falla undir svokölluð „Geotourism principles“ en Hond- uras var fyrsta landið til að setja upp áætlun um Geoturism. Niður- staða þessarar könnunar var kynnt á ráðstefnunni, en auk þess voru haldin fleiri áhugaverð erindi er tengdust ofangreindum þáttum. Hér verður aðeins stiklað á nokkr- um þáttum sem flugu í gegnum höfuð Íslendingsins á meðan þessu stóð: 1. Mikilvægt er að bjóða upp á ferðir, gistingu og matvæli í öll- um verðflokkum um allt land. Fyrir bakpokafólk sem nýtir sér göngu- eða reiðhjólastíga til að fara um landið. Fyrir kjarnafjöl- skylduna sem þarf eitthvað hollt og gott að borða á góðu verði. Fyrir vel fjáða einstaklinga sem vilja nýta sér eðalvagna eða ein- kaflugvélar og fimm stjörnu hótel með háklassa veitingum. Hvernig stöndum við okkur gagnvart þessu ferðamönnum? Ýmsar ferðir eru í boði en hversu auðvelt er að ganga eða hjóla milli þéttbýlisstaða/lands- hluta án þess að vera á þjóðveg- inum?Aukin krafa til gistingar hefur almennt hækkað verðið og það sem býðst ferðamönnum á áningarstöðum við þjóðveginn eru hamborgarar! Er hægt að stuðla að meiri fjölbreytileika hér á landi? 2. Hver er matarmenning okkar og hversu auðvelt er að nálgast ís- lenska þjóðarrétti. Jú, við bein- um fólki á BSÍ til að smakka svið. Segjum fólki að það fái ekki þjóðarréttina nema í febrú- ar á þorra. Hægt er þó að fara út í búð og fá skyr, harðfisk, sum- staðar hákarl og brennivín en annars bara að njóta þess að heyra okkur segja frá gömlum matarhefðum! Geta má þess að einn ferðaþjónustuaðili í Noregi gerir „bara“ út á það að segja frá og sýna hvernig hann með- höndlar og matreiðir svið og heldur svo sviðaveislu fyrir gesti. Margir aðrir selja veiting- ar sem matreiddar eru úr eigin framleiðslu en segja einnig frá sögu býlisins, uppruna matvæl- anna, sýna helstu vinnsluaðferð- ir og segja frá lífinu í sveitinni til að gera heimsóknina sögu- lega og jafnframt áhugaverða. 3. Eftirminnilegt er að sjá og kynn- ast lífi og starfi innfæddra. Hvaða vinnubrögð eru t.d. til sýnis hér er tengjast okkar helstu atvinnuvegum, fornum starfsháttum, matreiðsluaðferð- um, handverki, eða nýtingu nátt- úrunnar í stórum og smáum stíl frá örófi alda til okkar daga? Fyrir slíkar sýningar er greitt og víða gert út á þátttöku gesta, námskeiðahald eða sölu á við- komandi afurðum. Sums staðar erlendis skrá ferðaskrifstofur kl.10 á morgnana í skoðunar- ferðir á sveitabýli sem farið er í eftir hádegi. Bændurnir taka á móti hópnum segja frá búskapn- um, húsdýrunum, ræktuninni, framleiðslunni og bjóða að lok- um upp á heimatilbúnar veiting- ar og/eða opna söluhorn með heimaunnum munum eða afurð- um - gegn hæfilegu gjaldi að sjálfsögðu. 4. Upprunamerkingar eða svæðis- bundin markaðssetning fram- leiðsluafurða hvers héraðs eru að ryðja sér til rúms erlendis. Margir vita um sérstöðu Mý- vatnsafurða en hvað með þær afurðir sem framleiddar eru í Dölunum, undir Eyjafjöllum eða á Vatnsnesinu? Eru þær sér- stakar eða öðruvísi en annars staðar - eru hugsanlega til vinnsluaðferðir eða uppskriftir sem segja má að einkenni hérað- ið eða svæðið? Við vitum t.d. að kjötsúpan hefur þróast á mis- munandi vegu, bjúgnagerð er fjölbreytileg og notkun á hráefni mismunandi eftir landshlutum en það er bara ekki sýnilegt ferðamanninum aðeins nánustu fjölskyldumeðlinum. Nú er Harðangursfjörðurinn kominn með sérstakt kennimerki (logo), áttablaðarósina, til að merkja allar afurðir og þjónustu sem er í boði á svæðinu. Á 20 veitinga- stöðum í Harðangri er hægt að fá veitingar af Harðangursmat- seðli - samhliða öðrum veiting- um. Þessi matseðill gefur til kynna að hráefnið í veitingunum kemur úr héraðinu. 5. Sérstaða íslensks landbúnaðar - er hún einhver miðað við ná- grannalöndin? Búfjárkynin eru mjög sérstök, ætli við gerum nóg til að kynna landnámsgrip- ina okkar. Litadýrðin er ótrúleg og mörgum óskiljanleg, hyrndir gripir og kollóttir, fjölbreytileiki afurða úr hreinni náttúru og dýravelferð víða til fyrirmyndar. Hvað um sérstöðu kollótta fjár- ins á Ströndum eða forystufjár- ins fyrir norðan? Hvað um nýt- ingu hlunninda sem sum hver fyrirfinnast ekki erlendis eða er bannað að nytja vegna mengun- ar? Hvers vegna að gera ekki meira af því að kynna landsins gæði og nýtingu fyrr og nú? 6. Íslensk menning - hver er hún og er hún eitthvað sérstök? Margt kemur í kollinn, s.s. þjóð- sögur, sögusagnir, örnefnasög- ur, álfa- og tröllasögur, vísna- söngur, ferskeytlur og tvíræðar drykkjuvísur, nóbelskáld og þjóðþekkir listmálarar, þjóð- dansar, leikrit og þjóðlegir leik- ir, hjátrú, handverk og fleira og fleira! Gerum við nóg til að koma þessari sérstöðu á fram- færi? Ýmsir ganga með góðar hug- myndir að atvinnutækifærum í kollinum. Nú er kominn tími til að framkvæma. Til staðar eru at- vinnuráðgjafar, heilbrigðisfulltrú- ar, ráðunautar, kennarar og fleiri sem geta veitt leiðbeiningar um fyrstu skrefin. Til eru sjóðir er stykja nýsköpun og smáverkefni til sveita, m.a. atvinnusköpun kvenna í drefibýli. Margir ferðaþjónustu- aðilar og ýmis sveitarfélög eru áhugasöm um samstarf og aukinn fjölbreytileika í afþreyingu og þjónustu. Samstarf nærliggjandi aðila er kostur til að efla svæðin í heild sinni með fjölbreytilegri þjónustu í stað samkeppni um sömu þjónustu! Hver og einn býr yfir tækifærum sem liggja í honum sjálfum, búskapnum og því landi eða nærumhverfi sem viðkomandi byggir - oft á tímum tækifærum sem enginn annar hefur eins góða möguleika til að nýta. Lifandi byggðir og sérstaða í formi landslags, atvinnu, afþrey- ingar, menningar og veitinga skipta máli fyrir komandi kynslóð- ir, þ.e. fjölbreytt atvinnutækifæri, ný sóknarfæri og eftirsóknarverð búseta! Ásdís Helga Bjarnadóttir Landbúnaðarháskóla Íslands Hvanneyri Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um bætur vegna úreldingar gróðurhúsa á árinu 2005 Ríkissjóður greiðir á árunum 2002-2006 bætur fyrir úreldingu gróðurhúsa sem ylræktað græn- meti var framleitt í á árunum 2000 og 2001. Einungis er heimilt að greiða bætur fyrir úreldingu gróðurhúsa með burðarvirki úr stáli og með tré-, ál- eða stálgrind og ef þekju- efni er gler, polycarbonat eða acryl auk búnaðar til upphitunar og loftunar (kælingar). Pökkunaraðstaða er ekki meðtalin í því flatar- máli sem úrelt er og úreldingarbætur eru greiddar út á. Flatarmál skal reikna miðað við ytri brún sökkuls á gróðurhúsi. Heimilt er að greiða að hámarki 5000 krónur á fermetra til úreld- ingar en að hámarki 2500 krónur á fermetra til hlutaúreldingar. Þá er heimilt að færa fjármuni af ónýttu fé til úreldingar milli ára, þó eigi hærri fjárhæð hverju sinni en sem nemur 20 milljónum króna. Úrelding getur náð til allra gróðurhúsa á garðyrkjubýli en einnig er heimilt að úrelda einstök gróðurhús sem framleiðsla ylræktaðs grænmeti fór fram í á árunum 2000-2001. Þá er heimilt að verja eftirstöðvum af framlagi ársins, til hlutaúr- eldingar gróðurhúsa. Undir þennan flokk geta fallið ný og nýleg gróðurhús sem þarfnast endurbóta til að hægt sé að vera með heilsársræktun með raflýsingu í þeim. Umsóknir verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast innan til- skilins umsóknarfrests. Berist umsóknir á sama ári um úreldingu umfram 30 milljónir króna skal þeim raðað í forgangsröð. Ef umsóknir um úreldingu fara umfram þá fjármuni sem eru til ráð- stöfunar skal fyrst taka til úreldingar gróðurhús á garðyrkjubýlum þar sem hætt er með öllu framleiðslu grænmetis og flyst sá for- gangur milli ára ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2005, og skulu umsóknir berast á þar til gerðum eyðublöðum, til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík. Umsóknareyðublöð og reglur um úreldingu gróðurhúsa á árunum 2002-2006 er að finna á heimasíðu Bændasamtaka Íslands, www.bondi.is og hjá Bændasamtökum Íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Nánari upplýsingar gefa Magnús Ág- ústsson garðyrkjuráðunautur Bændasamtaka Íslands og Ásdís Kristinsdóttir hjá Bændasamtökum Íslands. Bændasamtök Íslands, Ásdís Kristinsdóttir Ferðamannalandið Ísland Viljum við draga fram sér- stöðu okkar eða falla í hópinn? Gengið um 4 km leið milli bæja eftir vegslóðum. Skúlptúrar, veitingar, tón- list, verkefni ýmiss konar til úrlausnar á leiðinni. Þátttakendum boðið upp á Epla-ci- der frá framleiðanda í Harðangri ásamt „lefsum“ og blönduðum ávaxtasafa úr framleiðslunni. Sölubásar fyrir margs konar varn- ing frá íbúum svæðisins. Harðang- urssaumur; dúkar, púðar, bekkir o.fl.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.