Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. júlí 2005 7
Háttatal
Jón Ingvar Jónsson orti þetta
bráðskemmtilega háttatal:
Aldarháttur
Lífið allt er unaðslegt og algjör
veisla.
Töfraorðið nú er neysla.
Sofandaháttur
Svaf ég vært og vel mig dreymdi
í vorsins skímu,
orti á meðan eina rímu.
Aulaháttur
Er hrein og fögur Hugrún lá í
heitu baði,
kom ég mér á Kjarvalsstaði.
Boðháttur
Þessi kokteill þykir mér nú þurr
og skrýtinn.
Best að fá sér bara einn lítinn.
Þvergirðingsháttur
Til iðju verð ég eflaust seint af
öðrum dreginn,
á móti öllu einhvern veginn.
Lýsingarháttur hinn forni
Grænn og fagur, frjór og víður
fjörður Skaga,
unaðslegur alla daga.
Lýsingarháttur hinn nýi
Lýsing borgar bílinn svo þú
blússa megir.
Opnast þér nú allir vegir.
Nafnháttur
Tómas, Pétur, Trausti, Gunnar,
Tryggvi, Orri,
Heimir, Friðbert, Halldór, Snorri,
Málsháttur
Trauðla stendur teinrétt lengi tré
án róta.
Mergjar til skal beinið brjóta.
Dólgsháttur
Brjóstamikla beðjan fríða, boss-
astinna,
lát mig milli læra þinna.
Viðvaningsháttur
Það er svaka skrýtið hvernig
sumir yrkja
sem kunna engar vísur að kyrja.
Jói litli
Jói litli er sá klárasti í bekknum
og alltaf fyrstur að klára prófin
og spurningarblöðin. Svo að
hann hefði nú eitthvað að gera,
eftir að hann var fyrstur búinn að
svara spurningarblaði kennar-
ans, ákvað kennarinn að
spyrja hann auka spurningar.
„Jói minn, þú ert nú svo klár að
ég ætla að spyrja þig einnar
aukaspurningar. Það eru 5 fuglar
á grein, þú ert með byssu og
skýtur einn fuglinn, hvað eru þá
margir fuglar eftir?“ „Enginn,“
svarar Jói. „Hvað meinar þú...
enginn?“ spyr kennslukonan. „Já,
einn drepst, dettur til jarðar og
hinir fljúga í burtu,“ segir Jói.
Kennslukonan kinkar kolli og
segir: „svarið átti nú að vera 4,
en mér líkar hvernig þú hugsar“.
Örstuttu seinna réttir Jói litli upp
hönd. „Má ég spyrja þig einnar
spurningar?“ „Endilega,“ segir
kennslukonan. „Ókei, 3 konur
standa við ísbíl, og allar eru bún-
ar að kaupa sér ís, ein af þeim
sleikir ísinn, ein af þeim bítur í
ísinn og ein af þeim sýgur ísinn.
Hver þeirra er gift?“ spyr Jói.
Kennslukonan roðnar og segir:
„Eee....ég veit ekki alveg, ætli
það sé ekki sú sem sýgur
ísinn?....eða eitthvað“. „Neeiiii“
segir Jói litli, „það er sú sem er
með giftingarhringinn, en mér lík-
ar hvernig þú hugsar.“
Mælt af
munni fram
Umsjón:
Sigurdór Sigurdórsson
Stofnungi sf. er fyrirtæki í eigu
Félags eggjaframleiðenda og
Félags kjúklingabænda og var
stofnað árið 1990. Það sér um
að flytja til landsins frjóvguð
egg frá Noregi og Svíþjóð, sem
fara beint í sérstaka einangrun-
arstöð á Hvanneyri og eru þar
látin klekjast út. Eftir að fugl-
inn hefur verið hafður í sérstök-
um eldishúsum í 9 til 13 vikur
fer hann á þau bú sem þess hafa
óskað.
Hildur Traustadóttir er fram-
kvæmdastjóri Stofnunga, Félags
eggjabænda og Félags kjúklinga-
bænda. Blaðamaður spjallaði við
hana á Hvanneyri. „Ég hóf störf
hér við einangrunarstöðina árið
1997, en varð framkvæmdarstjóri
síðastliðið haust,“ segir Hildur.
„Eggin koma til okkar frá Noregi
og Svíþjóð, það er holdastofninn
frá Svíþjóð en eggjafuglinn frá
Noregi. Við erum með hana og
hænur og við seljum til búa sem
fyrirfram hafa pantað frá okkur.
Við höfum náð góðum árangri hér
síðustu ár og hafa þau markmið
sem við höfum sett okkur staðist
vel.“
Lausir við alla sjúkdóma
Einangrunin á Hvanneyri er mjög
ströng sem þýðir að ef eitthvað
kemur upp á, færi sá fugl ekki út
úr stöðinni. „Hér hefur samt lítið
komið upp á enda fylgjum við
mjög ströngum hreinlætiskröfum
á öllum stigum framleiðslu. Þeir
sem kaupa þennan fugl geta verið
vissir um að vera lausir við alla
sjúkdóma og ég er í raun mun
hræddari við að sjúkdómar berist
hingað til lands með ferðamönn-
um eða villtum fugli. Það er líka
kostur við að vera hér á Íslandi, þá
getum við verið skrefi á undan
með allar forvarnir, séð vanda-
málin og komið í veg fyrir þau
áður en þau berast hingað.“
Hildur segist geta tekið undir
þær fullyrðingar að íslensk ali-
fuglaframleiðsla sé betri en víða í
útlöndum. „Hér er hormónagjöf
bönnuð, fóðrið sem selt er til
Stofnunga er lyfjalaust og hrein-
lætis gætt í hvívetna. Búin sem
við skiptum við úti fylgja líka
ströngustu kröfum þannig að ég
myndi segja gæði okkar fram-
leiðslu með því besta sem þekkist.
Starfsemi Stofnunga hefur vaxið
gríðarlega síðan ég byrjaði að
vinna hér enda hefur verið mikil
aukning í sölu á kjöti. Þetta eru
ódýr matvæli og góð og fjöl-
breytnin mikil á því sem í boði er.
Ég var að fá í hendur nýjustu sölu-
tölur sem sýna enn meiri aukn-
ingu þannig að staðan nú er mjög
góð.“
Stöðin er fullnýtt
Einn galli - ef galla skyldi kalla -
er þó á þessari miklu sölu á ali-
fuglakjöti; það er að einangrunar-
stöðin er fullnýtt eins og sakir
standa. „Hér er allt fullt eins og er
- og alveg ljóst að við þurfum að
stækka við okkur, hvort sem það
verður hér á Hvanneyri eða annars
staðar. Við sjáum hvað setur í
þessum stækkunaráformum, en nú
stendur fyrir dyrum að laga heil-
mikið eldishúsin hér á Hvanneyri
og höfum við fengið styrk frá
Framleiðnisjóði til þess en því
verkefni mun verða lokið í sept-
ember og á ekki að trufla starf-
semi Stofnunga. Alltaf er hlé á
milli innflutninga og þá gefst tími
til að dytta að húsakosti.“
Nákvæm kyngreining
Hildur segir að í hverjum inn-
flutningi á stofnfugli holdafugla
séu um það bil 22.000 til 25.000
egg flutt til landsins. Úr því fást
um það bil 8.000 til 9.000 hænur
og hanar.
„Það tekur um þrjár vikur að
klekja eggið og þá fara fuglarnir í
einangrun í eldishúsin sem stað-
sett eru annars vegar hér á Hvann-
eyri og hins vegar í Skorradal.
Þegar eggin klekjast út fáum við
til okkar frá Noregi sérstakan kyn-
greini sem hefur náð alveg ótrú-
legri leikni í að kyngreina ungana
og segir hann rétt til um kyn
þeirra í um 99,5% tilvika.“
Fjölbreytt starf og skemmtilegt
Hjá Stofnunga vinna þrír starfs-
menn fyrir utan Hildi en vakt þarf
á eggjastöðina allan sólahringinn.
Einnig er dýralæknir innan handar
ef eitthvað kemur upp á. Þegar
ungarnir hafa verið fluttir í eldis-
húsin eru þeir fóðraðir eftir kúnst-
arinnar reglum og nokkrum vikum
síðar sóttir af starfsmönnum bú-
anna sem lagt hafa inn pöntun. „Þá
eru húsin hreinsuð fyrir næsta inn-
flutning og ferillinn hefst upp á
nýtt,“ segir Hildur og bætir við að
um 6 til sjö vikur líði yfirleitt milli
innflutnings eggja.
Starf Hildar sem framkvæmda-
stjóri Stofnunga felst í því að halda
utan um allan daglegan rekstur,
bókhald og sér hún um að panta
eggin og í raun allt sem snýr að
starfi fyrirtækisins. „Þetta er mjög
fjölbreytt starf og skemmtilegt,“
segir Hildur sem segist sækja
meirihluta vinnu sinnar til Reykja-
víkur en þau hjónin búa á Hvann-
eyri. „Þetta er orðið eitt atvinnu-
svæði og lítið mál að ferðast á
milli, sérstaklega eftir að Hval-
fjarðargöngin komu.“ Eiginmaður
hennar er Ari Ingimundarson, sem
starfar sem húsvörður við nem-
endagarðana á Hvanneyri ásamt
því að vakta eggjastöðina í hluta-
starfi.
Hænsnabóndi og
búa í Reykjavík
Hildur er fædd í Vestmannaeyjum
á bænum Breiðabakka en fluttist
þriggja ára gömul í Volasel í Lóni.
Þrettán ára flutti hún aftur til Eyja
og eyddi uppvaxtarárunum þar. „Í
gosinu fór ég svo til Hvanneyrar
og síðan stundaði ég búskap á
Fremstafelli í Suður-Þingeyjar-
sýslu í rúm 20 ár. Ég kom svo aftur
hingað á Hvanneyri fyrir tíu árum
þegar ég gerðist ráðskona hér og
síðan tók ég við Stofnunga 1997,“
segir Hildur sem hefur sem sagt
verið bóndi alla sína tíð eins og
hún segir sjálf. „Mér er sagt að
þegar ég var barn hafi ég sagt öll-
um sem heyra vildu að ég ætlaði að
vera hænsnabóndi og búa í Reykja-
vík og mér virðist sem ég hafi stað-
ið nokkuð vel við þau áform.“
Stofnungi með einangrunarstöð fyrir
eggja- og kjúklingaframleiðslu:
Hormónagjöf bönnuð, fóðrið
lyfjalaust og hreinlæti í hvívetna
Hildur á hlaðinu hjá Stofnunga á Hvanneyri.
Fjölskyldan á Hvanneyri. Ari Sigvaldason, Hildur Traustadóttir og
heimasætan Hrund Þorgeirsdóttir