Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 5. júlí 2005 15 Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða haldinn á dögunum mótmælir í ályktun sinni þeim hugmyndum sem fram hafa komið um að sauðfjárbændur eigi að hafa fé sitt á sumarbeit í afgirtum beitarhólfum. Segir að framleiðsla og sala á dilkakjöti og markaðssetning þess byggir á því að féð fái ganga frjálst og velja sér bestu og safamestu grösin á heiðum og í fjalllendi landsins. Í greinargerð með álykun þessari segir að víða um land mundi fylgja því mikill kostnaður ef bændur ættu að girða fé sitt af og jafnvel ógerlegt að girða vegna fjalllendis og þjóðvega sem liggja um jarðirnar, til dæmis víða á Vestfjörðum. „Hætta er á að sauðfjárrækt mundi leggjast af á stórum svæðum ef þessi hugmynd yrði að raunveruleika og heilsársbyggð leggjast af á stórum svæðum, því þótt ásókn sé í jarðir sumstaðar á landinu, eru önnur héruð þar sem heilsársbúseta stendur og fellur með sauðfjárrækt, og þyrfti að styrkjast frekar en draga úr. Það fólk sem ætlar að búa í sveitum landsins þarf að búa í sátt og samlyndi og eru þessar hugmyndir ekki til þess fallnar,“ segir í ályktun aðalfundar Búnaðar- sambands Vestfjarðar. Búnaðarsamband Vestfjarða mótmælir beitarhólfum Auglýsingar Áhrifaríkur auglýsingamiðill Sími 563 0300 Netfang augl@bbl.is Ullarmóttaka á Blönduósi og í Mosfellsbæ er lokuð vegna sumarleyfa til 8. ágúst.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.