Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 12
Hver er reynslan af breytingunni sem var um áramótin? Hækkaði rafmagnið eða lækkaði? Nú er liðinn nokkur tími frá því kerfisbreyting við vinnslu, dreif- ingu og sölu rafmagns tók gildi. Miklar umræður urðu um hvort þessar breytingar væru af hinu góða eða ekki. Margar sögur voru sagðar af gífurlegum verðhækkun- um hjá einstaka bændum. Stjórn- völd héldu því fram að ekki væri allt sem sýndist og að rafmagn myndi lækka hjá álíka mörgum og það hækkaði hjá. Hér væri fyrst og fremst um að ræða kerfisbreytingu og að flestir yrðu jafn vel eða betur staddir á eftir. Breytingin opnaði m.a. á þann möguleika bænda, að selja rafmagn úr bæjarlæknum inn á sameiginlegt dreifikerfi lands- manna. Orkustofnun var beðin um að bera saman orkukostnað fyrir og eftir breytingu hjá nokkrum bænd- um, sem góðfúslega gáfu leyfi sitt til að vera notaðir til samanburðar. Vegna tímaskorts tókst ekki að bera saman orkukostnað þeirra allra að þessu sinni en vonandi verður það hægt þótt síðar verði. Greinargerð Orkustofnunar Að beiðni Bændasamtaka Ís- lands hefur Orkustofnun tekið saman nokkrar staðreyndir um þær kerfisbreytingar sem urðu á sölu raforku um sl. áramót. Þær breyt- ingar hafa komið misvel við not- endur í landinu. Þeir sem ekki hita með raforku koma betur út úr þeim en þeir sem þurfa að rafhita híbýli sín. Notandi sem notar mikið raf- magn vegna hitunar á híbýlum sín- um greiðir meira nú er hann gerði áður. Hins vegar greiðir hann minna fyrir raforku til almennra nota en áður, en sá hluti er að jafn- aði ekki nema 15% af heildarraf- orkunotkun þess sem hitar með rafmagni. Þá hafa niðurgreiðslur hækkað umtalsvert samhliða því að þak niðurgreiðslna hefur lækk- að. Þau atriði sem snúa einna helst að notendum voru eftirfarandi: Í fyrsta lagi var með þeim breytingum sem gerðar voru lögð áhersla á að ekki væri heimilt leng- ur að selja raforku á mismunandi verði eftir notkun. Í öðru lagi var dreifiveitum gert skylt að birta allan kostnað við dreifingu og flutning orkunnar. Í þriðja lagi var ákveðið að hlutfall milli hitunar og almennrar notkunar yrði 85% / 15%. En við skoðun á yfir 3.000 notendum með sérmælda hitun reyndist meðaltalið vera u.þ.b. það. Þetta þýðir í stuttu máli eftir- farandi: Áður greiddi notandi með 6.000 kWst/ári sérmælda almenna notkun 9,12 kr/kWst fyrir með fastagjöldum en greiðir nú 7,55 kr/kWst eða 17,3% lægra einingar- verð. Sami notandi með sérmælda hitun sem svarar til 34.000 kWst/ári greiddi nettó (að frá- dregnum niðurgr. og afsláttum) 2,66 kr/kWst en greiðir núna 3,32 kr/kWst eða 24,9% hærra einingar- verð. Einingarverðið getur verið mismunandi hjá einstaka notanda eftir því hver notkunin er vegna fastagjaldanna. Bændur hins vegar voru flestir með svokallaðan marktaxta A5 þar sem öll notkun fór í gegnum einn mæli og var gert ráð fyrir að þeir fengju að hámarki 70.000 kWst/ári niðurgreidda vegna hitunar. Til að ákvarða hve stór hluti af notkun- inni væri til almennra nota var á sínum tíma horft til þess að at- vinnustarfsemi er öllu jafna tölu- verð til sveita og á þeim tíma var súgþurrkun almenn vinnsluaðferð og var því hlutfallið 70% af heild- arnotkun ákvarðað sem hitun og 30% til almennrar notkunar. Allir ættu þó að geta verið sammála um það að hitunarkostnaður á sam- bærilegri stærð húsnæðis í rúm- metrum ætti að vera svipaður hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli að því gefnu að húsnæðis sé byggt á svipuðum tíma og úr svipuðu byggingarefni. Snúum okkur þá að því hvernig þeir bændur sem hafa heimilað birtingu orkureikninga sinna koma út í nýju umhverfi m.v. gamla fyr- irkomulagið. 12 Þriðjudagur 5. júlí 2005 Tafla 1 Orkudreifing og -sala í dreibýli sölusvæði Rariks Reikningur dreifiveitu 2004 Haraldur Benediktsson Vestri-Reyni 2 Eldri verðskrá A5 Notkun Eining Grunnv. VSK Samtals Áætluð ársnotkun 84.252 3,55 299.095 5,18% 15.493 Fastagjald 1 14.620 14.620 24,50% 3.582 Aflgjald 13 8.440 109.720 24,50% 26.881 Yfirnotkun kWhy 2.893 8,13 23.520 24,50% 5.762 Samtals 446.955 51.719 Niðurgreiðsla og afslættir 70.000 -1,877 -131.390 5,18% -6.806 Alls með niðurgreiðslu 315.565 44.913 VSK 44.913 Samtals 360.478 Tafla 3 Orkudreifing og -sala í dreibýli sölusvæði Rariks Reikningur dreifiveitu 2004 Sveinn Ingvarsson Reynihlíð Eldri verðskrá A51 Notkun Eining Grunnv. VSK Samtals Áætluð ársnotkun 53.005 4,77 252.834 24,50% 61.944 Fastagjald 1 14.620 14.620 24,50% 3.582 Aflgjald kW 8 8.440 67.520 24,50% 16.542 Yfirnotkun kWhy 6.270 8,13 50.975 24,50% 12.489 Samtals 385.949 94.557 VSK 94.557 Samtals 480.506 Tafla 4 Orkudreifing og -sala í dreibýli sölusvæði Rariks Reikningur dreifiveitu 2005 Sveinn Ingvarsson Reynihlíð Dreifing Notkun Eining Grunnv. VSK Samtals Orka 1 almenn 56.746 2,99 169.671 24,50% 41.569 Fastagjald 1 1 7274 7.274 24,50% 1.782 Orka auka 7.300 1 7.300 24,50% 1.789 Samtals 184.245 45.140 Sala Orka 2 almenn 56.746 3,35 190.099 24,50% 46.574 Fastagjald 2 1 4.000 4.000 24,50% 980 Samtals 194.099 47.554 Samtals dreifing og sala 378.344 92.694 VSK 92.694 Samtals 471.038 Tafla 5 Orkudreifing og -sala í dreifbýli sölusvæði Rariks Reikningur dreifiveitu 2004 Gunnar Jónsson Egilsstöðum 2 Eldri verðskrá A1 og C1 Notkun Eining Grunnv. VSK samtals Orka almenn 9.272 8,13 75.381 24,50% 18.468 Orka hiti 36.789 4,76 175.116 5,18% 9.071 Fastagjald almenn 1 5.930 5.930 24,50% 1.453 Fastagjald hiti 1 18.500 18.500 5,18% 958 Samtals 274.927 29.951 Niðurgreiðsla og afslættir 36.789 -2,646 -97.344 5,18% -5.042 Alls með niðurgreiðslu 177.583 24.908 VSK 24.908 Samtals 202.491 Tafla 6 Orkudreifing og -sala í dreifbýli sölusvæði Rariks Reikningur dreifiveitu 2005 Gunnar Jónsson Egilsstöðum 2 Dreifing Notkun Eining Grunnv. VSK Orka 1 almenn 9.272 2,99 27.723 24,50% 6.792 Orka 1 hiti 36.789 2,99 109.999 5,18% 5.698 Orka auka 7.300 1 7.300 5,18% 378 Fastagjald 1 1 7274 7.274 24,50% 1.782 Samtals 152.296 14.650 Sala Orka 2 almenn 9.272 3,35 31.061 24,50% 7.610 Orka 2 hiti 36.789 3,35 123.243 5,18% 6.384 Fastagjald 2 1 4.000 4.000 24,50% 980 Samtals 158.304 14.974 Samtals dreifing og sala 310.601 29.624 Niðurgreiðslur 35.000 -3,2 -112.000 5,18% -5.802 Alls með niðurgreiðslu 198.601 23.823 VSK 23.823 Samtals 222.424 Tafla 8 Orkudreifing og -sala í dreibýli sölusvæði Rariks Reikningur dreifiveitu 2005 Hallgrímur Þórhallsson Brekku Dreifing Notkun Eining Grunnv. VSK Samtals Orka 1 almenn 6.355 2,99 19.002 24,50% 4.656 Fastagjald 1 1 7274 7.274 24,50% 1.782 Orka 1 hiti 36.013 2,99 107.678 5,18% 5.578 Orka auka 7.300 1 7.300 5,18% 378 Samtals 141.254 12.394 Sala Orka 2 almenn 6.355 3,35 21.290 24,50% 5.216 Fastagjald 2 1 4.000 4.000 24,50% 980 Orka 2 hiti 36.013 3,35 120.643 5,18% 6.249 Samtals 145.933 12.445 Samtals dreifing og sala 287.187 24.839 Niðurgreiðslur 35.000 -3,2 -112.000 5,18% -5.802 Alls með niðurgreiðslu 175.187 19.037 VSK 19.037 Samtals 194.224 Tafla 2 Orkudreifing og -sala í dreibýli sölusvæði Rariks Reikningur dreifiveitu 2005 Haraldur Benediktsson Vestri-Reyni 2 Dreifing Notkun Eining Grunnv. VSK Samtals Orka 1 almenn 12.638 2,99 37.787 24,50% 9.258 Fastagjald 1 1 7274 7.274 24,50% 1.782 Orka 1 hiti 71.614 2,99 214.126 5,18% 11.092 Orka auka 7.300 1 7.300 5,18% 378 Samtals 266.487 22.510 Sala Orka 2 almenn 12.638 3,35 42.337 24,50% 10.372 Fastagjald 2 1 4.000 4.000 24,50% 980 Orka 2 hiti 71.614 3,35 239.908 5,18% 12.427 Samtals 286.244 23.780 Samtals dreifing og sala 552.732 46.290 Niðurgreiðslur 70.000 -3,2 -224.000 5,18% -11.603 Alls með niðurgreiðslu 328.732 34.686 VSK 34.686 Samtals 363.418 Ný raforkulög Ef eingöngu orkuverðið er skoðað er hækkunin 23,67% Ef niðurgreiðslurnar eru taldar með 4,17% Ef virðisaukanum er bætt við 0,82% Tafla 1 og 2 sýna hvernig breytingarnar verða hjá Haraldi miðað við óbreytta notkun og búið er að skipta heildarnotkuninni í hlutföllunum 85% hitun og 15% almenn notkun. Sveinn Ingvarsson býr að Reykjahlíð á Skeiðum. Hann er með hita- veitu og er því aðeins með almenna notkun, svokallaðan A51 taxta, þar sem orkuverðið var 4,77 kr/kWst. Í töflu 3 er sýnt hver orkureikningur Sveins var í gamla kerfinu. Í nýja fyrirkomulaginu er Sveinn að greiða 8,12% lægra verð, eins og sjá má í töflu 4, ef miðað er við sama orkumagn, en samkvæmt reikningum hans var áætluð orkunotkun hækkuð hjá honum um 3.740 kWst/ári en þrátt fyrir það lækkar orkureikningur hans um tæp 2%. Gunnar Jónsson á Egilsstöðum 2 er einn af þeim bændum sem voru með sérmælda hitun sem og almenna notkun. Eins og sjá má er hlutfallið milli hitunar og almennrar notkunar nær því að vera 80/20 í stað þeirra 85/15 sem ákveðin voru fyrir sammælinguna. Hins vegar er mönnum sem eru með sérmælda hitun heimilt að halda sig við sitt hlutfall. Hitanotkun er rétt yfir núverandi hámarki. Í nýja umhverfinu lítur þetta þannig út: Ef eingöngu orkuverðið er skoðað er hækkunin 12,98% Ef niðurgreiðslurnar eru taldar með 11,84% Ef virðisaukanum er bætt við 9,84% Hallgrímur Þórhallsson býr einnig austur á héraði á bænum Brekku. Raf- magnsreikningur hans fyrir árið leit svona út samkvæmt töflu 7: Tafla 7 Orkudreifing og -sala í dreibýli sölusvæði Rariks Reikningur dreifiveitu 2004 Hallgrímur Þórhallsson Brekku Eldri verðskrá A5 Notkun Eining Grunnv. VSK Samtals Áætluð ársnotkun 42.368 3,55 150.406 5,18% 7.791 Fastagjald 1 14.620 14.620 24,50% 3.582 Aflgjald 7 8.440 59.080 24,50% 14.475 Yfirnotkun kWhy 3.788 8,13 30.796 24,50% 7.545 Samtals 254.903 33.393 Niðurgreiðsla og afslættir 42.368 -1,877 -79.525 5,18% -4.119 Alls með niðurgreiðslu 175.378 29.273 VSK 29.273 Samtals 204.651 Í núverandi kerfi lítur þetta út skv. töflu 8. Ef eingöngu orkuverðið er skoðað er hækkunin 12,67% Ef niðurgreiðslurnar eru taldar með -0,11% Ef virðisaukanum er bætt við -5,10% Þau fjögur dæmi sem hafa verið sýnd hér með leyfi viðkomandi notenda eru á vissan hátt lýsandi þótt Orkustofnun hafi bæði séð meiri og minni hækkanir. Það má segja sem svo að ef eingöngu orkuverðið er skoðað þá hækka menn töluvert. Á móti kemur að niðurgreiðslur hafa hækkað um- talsvert sem í öllum ofanskráðum tilfellum leiðir til hækkunar sem er innan þeirra marka sem stjórnvöld settu sér. Í næsta Bændablaði verða þeir fjórir skoðaðir sem eftir eru og þá verður einnig kastljósinu beint að verstu dæmunum sem og borin saman orkunotkun nokkurra stórra mjólkurbúa. Orkustofnun vinnur að sparnaðaraðgerðum í orkunotkun og væntanlega verða niðurstöður þeirra rannsókna kynntar á haustdögum. Þá vinna stjórnvöld og Orkustofnun að því lagfæra agnúa núverandis kerfis raforkumála þannig að allir geti vel við unað þegar upp er staðið. Benedikt Guðmundsson Umsjónarmaður með niðurgreiðslu til húshitunar Akureyrarsetri Orkustofnunar Borgum við Norðurslóð

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.