Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 5. júlí 2005
Fyrir nokkru hófst gróðursetning trjá-
plantna á Norðurlandi en lengi var beðið eft-
ir að næturfrostin hættu. Næsta vandamál
var þurrkurinn en Valgerður Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga, segir
að oft hafi ástandið verið verra en núna.
„Auðvitað eru svæði sem geta verið mjög
þurr sem er þá skynsamlegt að geyma, eins
og t.d. melar þar sem á að fara lerki. Ef þeir
eru mjög þurrir þá er betra að geyma þá -
það hlýtur nú að rigna einhvern tímann! Þó
við miðum við að gróðursetja ekki nema
fram um mánaðamót júní/júlí þá er betra að
draga gróðursetningu fram í júlí en að gróð-
ursetja ef það er alltof þurrt.“
Eru allar skógarplöntur jafn
viðkvæmar fyrir frosti?
„Nei, það er svo misjafnt hvað þær fara
snemma af stað. Öspin er t.d. viðkvæm þótt
það fari reyndar mikið eftir klónum af henni.
Sumt af henni var orðið ansi laufgað þegar
frostin byrjuðu. Stafafura og hvítgreni eru
einna harðastar, þær fara ekki af stað svo
snemma - og birkið náttúrulega, það lætur ekk-
ert blekkja sig, er sallarólegt ennþá. Menn
verða bara að nota skynsemina í þessu og nota
tímann til að bera á meðan tíðarfarið er svona.“
Hvað er ráðgert að planta miklu núna?
„Við erum að vonast til þess að við náum
einni og hálfri milljón plantna í sumar. Það
verður algjört met ef við náum því. Tvö síð-
ustu ár höfum gróðursett rúma milljón á ári. Af
þessu er áætlað að planta um 900 þúsund plönt-
um nú í vor.“
Er það rétt að plönturnar sem fara í Norður-
landsskóga í sumar komi víðs vegar að af land-
inu?
„Já, við erum með samninga við fimm
gróðrarstöðvar. Við erum skyldug að bjóða út
alla plöntuframleiðslu og síðan fer það bara eft-
ir því hver er með hagstæðustu tilboðin hvaðan
við fáum plöntur. Þannig að okkur er ekki
heimilt að semja við gróðrarstöðvar sem liggja
hagkvæmast fyrir okkur. Reyndar sjá stöðvarn-
ar um að flytja plönturnar þannig að tilboðin
eru miðuð við afhendingu á ákveðnum stöð-
um.“
Er þá ekki heimilt að taka tillit til þess að það
geti verið óheppilegt fyrir plöntu sem er alin
upp á einum stað á landinu að vera gróðursett
á öðrum?
„Jú, ef það eru einhver skynsamleg rök fyrir
því. En það er hins vegar ekki talið að svo sé,
þetta er ekki það stórt land. Hins vegar getum
við t.d. sagt að við viljum ekki fá ösp frá Suður-
landi af því að þar er asparyð. Þannig rök get-
um við notað. En auðvitað ef við erum að fá
plöntur frá Suðurlandi viljum við ekki fá þær
fyrr en er orðið frostlaust hér, við verðum að
stýra því þannig. En útboðsreglurnar eru svona.
Gróðrarstöðin Kjarni er að selja plöntur austur á
Hérað og Barri og Sólskógar á Héraði eru að
selja okkur - bílarnir mætast á leiðinni.
Þetta er eiginlega algjör vitleysa. Auðvitað
er gott að hafa fleiri en eina gróðrarstöð en það
er hins vegar mjög kjánalegt að maður geti ekki
stýrt þessu aðeins. Þetta eru víst lögin um opin-
ber innkaup. Af því við erum ríkisfyrirtæki þá
þurfum við að bjóða út öll innkaup. Þannig að
nú er aðalviðfangsefnið að púsla saman öllum
þessum ferðum. Núna er t.d. verið að keyra
plöntur að austan í Húnavatnssýslurnar og
Skagafjörðinn.
Hins vegar er það alveg bylting fyrir okkur
að fá dreifingarstöðvarnar. Við byrjuðum með
þær í fyrra. Vð semjum við bændur á nokkrum
stöðum og þeir eru í vinnu hjá okkur við að
passa plönturnar. Síðan geta bændur í nágrenn-
inu komið og náð sér í þann skammt sem þeir
vilja. Þrjár af fimm dreifingarstöðvum Norður-
landsskóga eru hjá bændum; á Krithóli í Skaga-
firði, Hólabaki í Húnavatnssýslu og Sandfells-
haga í Öxarfirði.
Þetta er svona mánaðartími vor og haust
sem bændurnir hafa hlutavinnu af þessu. Þeir
sjá um að vökva með áburði, annast og afhenda
plönturnarog skrá hvað hver tekur. Þetta er
miklu betra fyrirkomulag en þegar var verið að
keyra beint heim á bæina. Þá fengu menn
kannski 20.000 plöntur í einu heim á hlað og
voru svo að smásetja þær niður í margar vikur.
Þá voru þær orðnar næringarlausar því menn
höfðu auðvitað ekki græjur til að gefa áburð.
Við leiðbeinum dreifingarstöðvunum og leggj-
um til áburðarblandara og annað sem til þarf.
Þetta hefur heppnast mjög vel. Það er líka alltaf
betra þegar er smá nálægð, menn hittast og það
myndast svona ræktunarkjarni. Þetta er auðvit-
að aukakostnaður fyrir okkur en hann skilar sér
margfalt í betri plöntum og betri vinnubrögð-
um.“
Hvað eru margir þátttakendur í Norðurlands-
skógum?
„Það er búið að gera samninga við um 120
jarðir og tæpar fjórar milljónir plantna eru farn-
ar niður. Reyndar eru ekki alveg allir að gróð-
ursetja í vor því sumir eru búnir að fullnýta
svæðin. Svo eru utan við þetta þeir sem eru í
skjólbeltunum, sem eru mjög margir - það eru
um eða yfir hundrað jarðir. Ætli verði ekki sett-
ir niður um 60 km á þessu ári, sem skýlir þá ein-
um 20 til 30 km því beltin eru oftast tvöföld eða
þreföld og jafnvel upp í fimm raðir.
Þetta lítur allt bara vel út og við erum loks-
ins búin að tæma biðlistann. Sumir voru búnir
að bíða alveg frá því árið 2000. Þannig að nú
eru allir komnir með samning nema bara þeir
sem hafa sótt um á þessu ári - því það eru alltaf
að berast nýjar og nýjar umsóknir. Við gerum
ráð fyrir að geta heimsótt þá í sumar sem sóttu
um núna fyrir vorið, tekið út svæðin og þá ætti
að vera hægt að byrja að kortleggja hjá þeim
næsta ár. Það var afleitt þegar menn þurftu að
byrja á að bíða einhver ár eftir að geta hafist
handa og er vonandi úr sögunni,“ sagði Val-
gerður Jónsdóttir. /AÓ
Davíð og Sigríður í Glæsibæ við
Eyjafjörð eru efalítið meðal
þekktustu skógarbænda lands-
ins. Eftir að hafa komið sér
upp myndarlegum skógarreit,
þar sem þau byggðu glæsilegan
sumarbústað til að eiga til elli-
áranna, hófust þau handa við
alvöru skógarbúskap. Plöntun í
Hálsaskóg, sem er um 260 ha að
stærð, hófst árið 1992 og er nú
lokið að undanskildum þeim
svæðum sem ekki teljast hæf til
skógræktar vegna bleytu.
Þarna hafa þau plantað á sjötta
hundruð þúsund plöntum af
a.m.k. tólf trjátegundum. Af
þeim er lerkið mest áberandi
enn sem komið er en greniteg-
undir láta væntanlega meira á
sér bera þegar fram líða stund-
ir.
Hálsaskógur liggur að þjóð-
vegi númer eitt, skammt norðan
við bæinn Moldhauga, svo veg-
farendur sem eru á leið til Akur-
eyrar úr vestri ættu að líta til
vinstri á þeim slóðum og festa sér
útsýnið í minni - þar má búast við
breyttri sýn þegar árin líða. Það
er uppörvandi að sjá hve stór og
glæsileg mörg trén eru orðin á að-
eins þrettán árum, og þaðan af
styttri tíma, sem sýnir okkur að
þótt stundum sé talað um skóg-
rækt sem framtíðarverkefni, sem í
besta falli komi afkomendunum
til góða, eru talsverðar líkur á að
ef við drífum í framkvæmdum
njótum við ávaxta erfiðisins nema
við séum hreinlega komin á graf-
arbakkann.
En skógræktin er ekki frekar
en annar búskapur eintómur dans
á rósum. Sigríður og Davíð segja
veðurfarið stundum hafa sett strik
í reikninginn og leggja mikla
áherslu á að þau vilji alls ekki
byrja að planta á meðan enn fryst-
ir um nætur. Reyndar sé aldrei
hægt að verjast næturfrostum sem
geta komið jafnvel þótt langt sé
liðið á júní en ef of snemma er
plantað sé verið að bjóða hætt-
unni heim. Versta veðurskaða
sem skógræktin þeirra hafi orðið
fyrir segja þau þó vera vetrarveð-
ur sem gerði fyrir um tíu árum.
Hvassa suðvestanátt sem reif upp
skara og stórskemmdi plöntur.
Þrátt fyrir áföll hafa þau hjón-
in haldið ótrauð áfram og bætt við
skógræktarlandið eftir að þau
luku plöntun í Hálsaskógi. Stefn-
an er að bæta einum átján þúsund
plöntum í hópinn í sumar enda
segja þessir fyrrum sauðfjár- og
kúabændur að trén séu skemmti-
legasti bústofn en þau hafa haft.
/AÓ
Næturfrostin skógarbúskapnum skeinuhætt
Ólöf Erlingsdóttir, starfsmaður í Gróðrarstöðinni Kjarna, og Davíð
Guðmundsson, skógarbóndi í Glæsibæ. Þau halda þarna á fyrstu
plöntubökkunum sem Davíð sækir þetta vorið. Bbl./AÓ
Valgerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga
Það var bylting að fá dreifingarstöðvarnar
- áætlað að planta 2,5 milljónum í sumar
Úr dýra-
ríkinu
Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út
fyrsta ritið í ritröðinni Náttúru-
skoðarinn eftir Bjarna E. Guðleifs-
son náttúrufræðing. Þetta fyrsta
hefti nefnist Úr dýraríkinu og er
þar fjallað á alþýðlegan hátt um 20
fyrirbæri úr dýraríkinu svo sem
köngulær, rækjur, farfugla, snjó-
tittlinga, keldusvín og kýr. Flestir
þættirnir byggja á eldri erindum
höfundar, sem hafa verið aukin og
endurbætt. Ekki er um fræðilega
útekt að ræða á fyrirbærunum
heldur auðlesinn fróðleik um for-
vitnileg fyrirbæri úr ríki dýranna
með persónulegu ívafi úr reynslu-
heimi höfundar. Fyrirhugað er að
næstu hefti fjalli um fyrirbæri úr
jurtaríkinu og síðan úr steinarík-
inu.
Höfundurinn, Bjarni E. Guðleifs-
son, er starfsmaður Landbúnaðar-
háskóla Íslands og hefur starfað
við rannsóknir á plöntum og smá-
dýrum við tilraunastöð Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins á
Möðruvöllum í Hörgárdal og er
búsettur þar. Hann hefur einkum
fengist við rannsóknir á vetrarþoli
plantna og áhrifum mannlegra at-
hafna á smádýralíf í mold og á
gróðri. Rúmlega þriðjungur þátt-
anna í þessu fyrsta hefti er um
fugla sem augljóslega eru höfundi
hugleiknir. Því var ákveðið að af-
henda fyrsta eintakið formanni
Fuglaverndarfélags Íslands sem
vinnur að verndun búsvæða fugla
sem mannlegar athafnir geta ógn-
að.
Náttúruskoðarinn fæst í bókabúð-
um og hann er einnig hægt að
panta í síma 587-2619.
Landbúnaðar-
sýning í
Skagafirði
Dagana 18. til 21. ágúst verð-
ur efnt til landbúnaðarsýn-
ingar á Sauðárkróki. Þetta er
í fyrsta sinn sem haldin er
landbúnaðarsýning í reiðhöll-
inni Svaðastöðum á Sauðár-
króki. Húsið er 2.600 fermetr-
ar að stærð með gríðalegu úti-
svæði og og þegar hefur sýnt
sig að það hentar vel til sýn-
ingahalds.
Í tilkynningu segir að fjöldi
fyrirtækja muni kynna vörur
sínar og þjónustu s.s. afurðasöl-
ur, búvélafyrirtæki, innréttinga-
fyrirtæki og tryggingafélög og
því gefist bændum og búaliði
kjörið tækifæri til þess að sjá og
reyna það nýjasta sem er í boði
á markaðnum. „Sýningargestir
mun fá innsýn í flest það sem
íslenskur landbúnaður felur í
sér og meðal dagskráatriða
verður kúasýning, fjárhunda-
keppni og kynbótasýning
hrossa. Lagt verður upp úr því
að um fjölskylduvæna skemmt-
un sé að ræða með fjölbreyttri
afþreygingu fyrir börnin.Það er
Fluga hf á Sauðárkróki sem
stendur fyrir sýningunni í sam-
vinnu við Leiðbeiningamiðstöð-
ina ehf og búgreinafélögin í
Skagafirði.“