Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. júlí 2005 9 Íslenskur matur í NATO Á árinu 2003 gerði Viðskipta- þjónusta utanríkisþjónustunn- ar, VUR, verkefnasamninga við allar sendiskrifstofur Íslands um störf þeirra að viðskiptamál- um. Samkvæmt samningunum, sem sniðnir eru að hlutverki hverrar sendiskrifstofu, eiga þær allar að inna af hendi vinnu við útflutningsaðstoð og vera meðvitaðar um störf að við- skiptamálum. Og þótt annar vinkill sé á starfsemi sendiskrif- stofanna er einnig hlutverk þeirra að liðka fyrir og sjá við- skiptatækifæri og kynna ís- lenskar afurðir. Sem dæmi um sendiskrifstofu sem ekki hefur viðskiptamál að aðalstarfi en sinnir þeim þó er fastanefnd Íslands hjá Atlantshafs- bandalaginu, NATO, í Brussel, en fastanefndin stóð fyrir kynningu á íslensku hráefni í lok apríl sl. Hjá alþjóðastofnunum vinna að jafn- aði þúsundir manna og borða dag- lega í mötuneytum þessara stofn- anna. Slík mötuneyti geta verið kjörinn vettvangur til að kynna ís- lenskar afurðir og matseld. Fasta- nefndin fékk Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistara Samband of Iceland til að elda fisk í mötuneyti NATO með íslenskum hætti og var því vel tekið. Að sögn Þóris Ibsen, varafastafulltrúa, sóttu margir í fiskinn og fengu færri en vildu. Að sögn Þóris er fasta- nefndin vakandi fyrir tækifærum til að koma íslenskum vörum og þjónustu á framfæri og eru frekari viðburðir fyrirhugaðir síðar á ár- inu. Rík hefð er fyrir því að stunda landbætur og vernda landgæði í Þistilfirði og taka þá jafnan bændur og sveitarfélagið hönd- um saman í að efla gróðursæld í héraðinu. Síðastliðinn vetur ók Gunnar Þóroddsson, bóndi í Holti í Þistil- firði, 70 heyrúllum út á gróðurlitla mela inn á Háuhæðum í afréttar- landi Holts og Laxárdals í Þistil- firði. Stefán Eggertsson, bóndi í Laxárdal, og Ragnar Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum, fóru svo á dögunum og afklæddu rúllurnar plasti og garni og skáru þær í sundur með vélum. Unglingavinnan í Svalbarðs- hreppi lagði svo lokahönd á verkið 20. júní sl., að dreifa heyinu á mel- ana. Unglingavinnu í Svalbarðs- hreppi er haldið úti í nokkrar vikur í senn árlega og er hún í sumar undir stjórn Ragnars Skúlasonar á Ytra-Álandi. Mætti hann á svæðið með 7 vaska unglinga úr sveitinni, vopnuð heykvíslum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Nú er tími til að mála ! Þú nærð góðum árangri með réttum efnum. Við höfum allt sem þú þarfnast. Afsláttur á útimálningu og viðarvörn í verslunum Hörpu Sjafnar 10 ltr. 4.990 kr. 10 25 42 Stórhöfða 44 Skeifan 4 Snorrabraut 56 www.harpasjofn.is Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 www.flugger.com Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Tilboð Fjölakrýl 50 Vatnsþynnt akrýlmálning. Hefur einstaka viðloðun, sveigju- og veðrunarþol. Hentar sérstaklega á þök. Texolín Þekjandi alkýðviðarvörn, terpentínuþynnanleg. Hörpusilki Akrýlbundin, alhliða málning, úti og inni. Áratuga góð reynsla. Gæðamálning l Fagleg ráðgjöf l Frábær hula F.v. Bóas Jónasson, Garði, Ragnar Skúlason, Ytra-Álandi, Halla Dagný Úlfarsdóttir, Hvammi, Halldóra Sigurðar- dóttir, Hvammi, Aðalbjörg Jóhannesdóttir, Brúarlandi, Margrét Sigurðardóttir, Hvammi, Jóhanna Friðriksdóttir, Hvammi og Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Svalbarði. Uppgræðsla mela í Þistilfirði Frá Geitfjárræktar- félagi Íslands Umsókn um lífkið Í landinu eru nú um 400 vetr- arfóðraðar geitur hjá um 40 eigendum. Skyldleikarækt er veruleg og reynt er að draga úr henni og viðhalda stofnin- um með því að flytja lífgeitur, einkum hafra, á milli hjarða. Geitaeigendur sem vilja sækja um leyfi til að kaupa lífkið á komandi hausti eru minntir á að senda umsókn til yfirdýralæknis fyrir 31. júlí, samanber auglýsingu á bls. 28 í síðasta Bændablaði. Ýmsir annmarkar eru á flutningi geita enda gilda sömu reglur um sjúkdóma- varnir og fyrir sauðfé þótt riðuveiki hafi aldrei greinst í geitum hér á landi. Áhugi er á að nýta betur afurðir geita en nú er gert, einkum mjólk og kjöt, og ljóst er að nokkur markaður er fyrir slíkar af- urðir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.