Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 26
26 Þriðjudagur 5. júlí 2005 Fjórir nemendur útskrifuðust á dögunum úr Frumkvöðlaskóla Impru - nýsköpunarmiðstöðvar. Skólinn er starfræktur á Akur- eyri. Honum er ætlað að aðstoða fólk við að hrinda viðskiptahug- myndum af stað og hafa til þess þá nauðsynlegu þekkingu sem þarf. „Þetta starf hefur borið mjög góðan árangur. Nemendur síðustu tveggja vetra hafa margir hverjir verið með mjög góðar hugmyndir sem virðist ætla að verða eitthvað meira úr og það jafnvel ábatasam- ur rekstur. Spanna þessar hug- myndir öll svið atvinnulífsins, „ sagði Sigurður Steingrímsson, verkefnisstjóri Impru á Akureyri. Brúar bilið Sigurður segir að Frumkvöðlaskól- inn sé einn af fjölmörgum þáttum í starfi Impru til stuðnings við frum- kvöðla og markmiðið sé að brúa bilið á milli hugmyndar og fyrir- tækis - á þann veg að nemendur geti tekist á við frumkvöðlastarf og rekstur fyrirtækis. Frumkvöðlum er veitt hagnýt menntun og stuðn- ingur sem hvetur þá og gefur þeim tækifæri til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og nýta þau tækifæri sem til staðar eru. „Almennt má segja að þetta nám hvetji og styðji frumkvöðla við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og geti forðað nem- endum frá því að gera mistök sem margir brenna sig á,“ segir Sigurð- ur Steingrímsson. Meðal námsgreina í Frum- kvöðlaskólanum er frumkvöðla- fræði, hugverkavernd, þróunarferl- ið, verkefnisstjórnun, markaðsmál, fjármál og stjórnun. Nemendur koma í skólann sérhvern fimmtu- dag, fimm klukkustundir í senn frá í október og fram til vors, það er í alls 28 vikur. Fimm nemendur voru við Frumkvöðlaskólann sl. vetur og voru viðlíka margir vetur- inn þar á undan. Brautargengi fyrir konur Kennslan hefur farið fram á Akur- eyri en í athugun er að færa frekar út kvíarnar með kennslu um fjar- fundabúnað. Það hefur meðal ann- ars verið gert í námskeiðunum Brautargengi, sem eru sérstaklega ætlað konum, þaðan sem útskrif- uðust sjö konur nú á vordögum. Í frumkvöðlaskóla Impru fékk Haraldur Ingólfsson viðurkenn- ingu fyrir best unnu viðskiptaáætl- unina, það er að fyrirtækinu Harla sem hann hefur nýlega sett á lagg- irnar. Harla sérhæfir sig í texta- vinnslu hvers konar, ritun og próf- arkalestri ásamt auglýsinga- og bæklingagerð. Starfsmenn Impru sögðu áætlanagerð Haralds sérlega vel unna og sömuleiðis hvernig hann hefur staðið að öllum undir- búningi vegna rekstursins. Gera sér grein fyrir möguleikum Haraldur Ingólfsson er frá Straumfjarðartungu á Snæfells- nesi, en hefur búið á Akureyri nú í tæp átta ár. „Mér fannst námið vera mjög gagnlegt og þá ekki síst að fá tækifæri til að setja hug- myndir mínar á blað og fá leið- beiningar um áætlanagerð og fleira sem nauðsynlegt er fyrir rekstur fyrirtækis. Þannig nær maður að forðast hætturnar og gera sér grein fyrir möguleikun- um. Ég held að brostnar vonir séu algengasta dánarorsök ungra fyr- irtækja. Það er að ekki hafa verið gerðar raunhæfar áætlanir út frá raunverulegum aðstæðum, heldur treyst á vonir og þrár,“ segir Har- aldur sem hefur starfað sem blaðamaður og við almannatengsl á undanförnum árum. Aðspurður segir hann stað- setningu fyrirtækisins síns ekki skipta miklu máli, það geti bæði verið kostur og galli fyrir Harla að starfa á Akureyri en starfsemin sé í eðli sínu landamæralaus. Þó svo stærsti markhópurinn, svo sem eins og auglýsingastofur, bókaút- gáfur, stærri fyrirtæki og stofnan- ir, séu vissulega á höfuðborgar- svæðinu þá eigi það ekki að draga úr möguleikunum með nútíma- tækni að vopni. Nemendur Frumkvöðlaskóla Impru og starfsmenn Impru ný- sköpunarmiðstöðvar á Akureyri. Aftari röð frá vinstri: Haraldur Ing- ólfsson, Tinna Lárusdóttir, Guð- rún Pálína Guðmundsdóttir og Jakob S. Bjarnason. Fremri röð frá vinstri: Fjóla Björk Jónsdóttir, verkefnisstjóri Frumkvöðlaskól- ans, Sigurður Steingrímsson, Björn Gíslason og Arnheiður Jó- hannsdóttir, öll verkefnisstjórar hjá Impru. Þau hlutu viðurkenningar fyrir best unnu viðskiptaáætlanirnar hjá Frumkvöðlaskólanum og Brautargengi; Haraldur Ingólfsson fyrir Harla og Hildur M. Jónsdóttir fyrir vefsíðuna Heilsubankinn.is. Impra á Akureyri útskrifar nemendur í nýsköpun Forðar frumkvöðlum frá mistökum Á sama tíma og bandarískir bændur velta fyrir sér að mjólka kýrnar sex sinnum á sólarhring skoða starfsbræður þeirra hin- um megin á hnettinum á Nýja- Sjálandi að mjólka aðeins einu sinni á dag. Það hefur áður komið fram í blaðinu (Husdjur) að bandarískir bændur skoða það nú að mjólka kýrnar fjórum til sex sinn- um á sólarhring. Sú aukna hagkvæmni sem þeir ætla þar að sækja er alveg önd- vert við það sem starfs- bræður þeirra á Nýja-Sjá- landi skoða, að auka hag- kvæmni hjá sér í mjólkur- framleiðslu með því að mjólka aðeins einu sinni á dag. Á Nýja-Sjálandi eru nú fundarherferðir meðal bænda til að kynna niður- stöður rannsókna á að mjólka aðeins einum sinni á dag. Byggt er á reynslu um 130 búa sem hafa reynt aðferðina. Þetta hafa þeir áður reynt á tímum fóð- urskorts (beitarskortur vegna þurrka) en nú skoða þeir þetta sem búskaparhætti sem skili auknum afrakstri vegna minni vinnu. Verið er að skoða að mjólka kýrnar sem eru á fjarliggjandi beitarhólfum aðeins daglega og minnka vinnu við rekstur kúnna. Mjólkurmagn á dag minnkar að sjálfsögðu eitt- hvað. En í mati Nýsjálendinga, sem framleiðslu á flatareiningu lands, náðu þeir sömu framleiðslu hjá Jerseykúnum með að fjölga gripum á flatareiningu í staðinn. Neikvæð áhrif eru stytting á mjaltaskeiði og að frumutala hækkar. Vandamál vegna frumu- töluhækkunar telja þeir sig geta leyst með breyttri meðferð. Rétt er að minna á eldri tilraun- ir sem hafa sýnt að daglegar mjalt- ir hafa tilhneigingu til að gelda kýrnar. Á tíunda áratugnum voru gerðar tilraunir á Írlandi þar sem bornar voru saman mjaltir 7, 13 eða 14 sinnum í viku. Þarna voru bornar saman mjaltir einu sinni eða tvisvar á dag. Auk þess var skoðað að sleppa mjöltum einu sinni í viku. Írsku til- raunirnar byggðu á beit en meðalafurðir kúnna voru 6000-7000 kg af mjólk. Í ljós kom að vanda- lítið var að sleppa einum mjöltum í viku til að fá frí á laugardags- eða sunnudagskvöldi. Eink- um var þetta vandalítið ef mjaltatíma á mjöltum fyrir og eftir þær mjaltir sem felldar voru niður var hnikað aðeins til. Við mjaltir einu sinni á dag komu hins vegar fram vandamál. Afurðir féllu. Kýrnar vildu geld- ast vegna þess að ekki var haldið upp regluleg- um efnaskiptaferlum í júgrinu. (Þessi grein byggir á frásögn í júni-júlí hefti sænska nautgripa- ræktarritsins Husdjur og er fremur hér birt til að sýna þær gerólíku framleiðsluaðsæður sem eru í ýms- um löndun en að hér geti verið um að ræða hlut sem eigi t.d. við hér á landi.) /JVJ. Nægir að mjólka kýrnar einu sinni á dag? Héraðssýningum kynbótahrossa lokið Héraðssýningum kynbótahrossa er nú lokið. Alls voru haldnar tíu sýningar í vor, auk þess sem kynbótahross komu fram á Fjórð- ungsmóti Vesturlands um sl. helgi. Hæst dæmda hross vorsins var Númi frá Þóroddsstöðum sem hlaut 8.66 í sýningu á Sörlastöðum, en næstur honum kom svo Blær frá Torfunesi með 8.55, á sömu sýningu, en Blær hlaut hæstu hæfileikaeinkunn vorsins, 8.80. Áætlað er að halda tvær síðsumarsýningar, annars vegar á Hellu, dagana 15. - 19. ágúst nk., og hins vegar í Eyjafirði, dagana 17. - 19. ágúst nk. Á myndinni t.h. má sjá eitt af þeim hrossum er hlaut góðan dóm í vor, Þula frá Hellubæ, hér sýnd af Bergi Jónssyni, en hún varð efst í elsta flokki hryssna í Kópavogi. / HGG Kýr mjólkaðar á Nýja-Sjálandi. Kemur næst út 30. ágúst Sími 563 0300 Netfang auglýsingar augl@bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.