Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 5. júlí 2005 35 tegundir fugla Tjörnin hafði þurrkast upp við framræslu í kringum 1960 en hefur nú verið endurheimt. Hún er nú um 10 hektarar og hafa verið taldar þar um 35 tegundir fugla. Yfir sumartímann hafast við að stað- aldri 15 til 20 tegundir fugla en helsta skrautfjöðrin er flórgoðinn. Fleiri tegundir má finna þarna eins og óðinshana, grafönd, skúfönd og stokkönd. En þrátt fyrir að fuglalífið á Gauksmýrartjörn sé líflegt er það ekki síst aðstaðan sem dregur ferðamenn að staðnum. Byggt hef- ur verið sérstakt fuglaskoðunarhús þar sem er að finna kíkja, fugla- bækur og ýmsan fróðleik um fugl- ana á tjörninni. Skjólbelti og skógrækt Ferðamálafélag V-Húnavatnssýslu hefur haft forgöngu um lagningu göngustígs að fuglaskoðunarhús- inu við Gauksmýrartjörn. Stígur- inn er gerður úr pallaefni. Poka- sjóður hefur styrkt verkefnið og takmarkið er að stígurinn verði að- gengilegur fyrir alla, það er að segja hjólastólafær. Áformað er að halda áfram við stíginn í sumar. „Það er mjög auðvelt er að komast að tjörninni og liggur stíg- ur að húsinu en lögð hefur verið braut úr timbri ofan á stíginn þannig að það er hjólastólafært að mestu leyti. Þar sem þjóðvegur númer 1 liggur í gegnum land Gauksmýrar er tilvalið fyrir fólk að staldra við og virða fjölbreytt fuglalífið fyrir sér,“ segir ábúend- urnir, sem eru þátttakendur í Norð- urlandsskógum. Plantað er í skjól- belti og skógrækt. Þessa dagana er verið að planta í skjólbelti í ná- grenni gistihússins. Í haust er áformað að planta áfram skógar- plöntum. Síðasta haust var hafist handa við að planta í 50 ha girð- ingu í fjallinu fyrir ofan bæinn. Heillandi hestaferðir Á Gauksmýri er boðið upp á gist- ingu í eins og tveggja manna her- bergjum með handlaug. Alls 26 manns geta gist í einu. Veitingar eru í boði fyrir þá sem panta fyrir- fram og getur veitingasalurinn tek- ið 50 manns í sæti. Staðurinn hefur vínveitingaleyfi. Í mat er sérstök áhersla lögð á hollustu og bragð- gæði. Hestaleiga er starfrækt allt árið sem og kennsla í hestamennsku. Undanfarið hafa staðið yfir reið- námskeið fyrir börn. Hefur hver hópur dvalið í eina viku í reið- kennslu, leikjum, kvöldvöku og fleira. Reiðnámskeið þessi hafa staðið til boða í júnímánuði. Þetta árið var fullbókað og því miður þurfti að vísa nokkuð mörgum frá. Næsta ár er áformað að bjóða upp á fleiri vikur auk þess sem þá verð- ur boðið upp á sérstök unglinga- námskeið. Hestaleigan hefur yfir að ráða traustum og góðum hestum við allra hæfi. Mest er um eins til tveggja stunda langar ferðir. Í upp- hafi hvers reiðtúrs eru kennd und- irstöðuatriði í reiðmennsku. Hægt er að koma á staðinn, dvelja, fá til- sögn í hestamennsku og stunda út- reiðar. Hefur það færst í vöxt að hjón komi og dvelji á staðnum, njóti matar og drykkjar, slappi af og skreppi á hestbak. Flórgoði og ferðaþjónusta á Gauksmýri í Húnaþingi vestra Á Gauksmýri í Húnaþingi vestra reka hjónin Jóhann Al- bertsson og Sigríður Lárusdóttir ferðaþjónustu. Starfsemin er fjölbreytt en þó er áhersla lögð á náttúru- og hestatengda ferðaþjónustu. Gauksmýri er aðili að Ferðaþjónustu bænda og fylgir umhverfisstefnu þeirra. Staðurinn er nú í aðlögun hvað varðar GreenGlobe 21 umhverfisviðurkenningu, en annars eru það snyrtimennska og listrænir hæfileikar hús- móðurinnar sem gestir taka gjarnan fyrst eftir. „Eitt helsta aðdráttaraflið á Gauksmýri er þó vafalaust aðstaðan sem hér er til fuglaskoðunar, hún er án efa ein sú besta á landinu. Í samvinnu við Votlendisnefnd fórum við út í það verkefni að endurheimta tjörn eina sem nú blasir við vegfarendum sem leið eiga um Norðurlandsveg,“ segja Jóhann og Sigríður. Vera Roth, sem var á reiðnámskeiði í síðasta mánuði. Hrossið heitir Baugur. Hér má sjá Jóhann Albertsson og Sigríði Lárusdóttur. Í baksýn er Gauksmýrartjörn sem er endurheimt votlendi. Þess má geta að fatlaðir eiga auðvelt mað fara niður að tjörninni, en búið er að leggja timburgöngustíg niður að svokölluðu fuglaskoðunarhúsi. Í húsinu eru bækur um fugla og sjónauki. Þetta er Rakel Sunna frá Þórukoti í Víðidal í jafnvægisæfingum. Slíkar æfingar eru hluti af námsefni krakkanna.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.