Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 5. júlí 2005 Óhætt er að segja að vel sé staðið að þjálfun starfsfólks í verslunun- um. Námið, sem nær eingöngu er verklegt, stendur yfir í tvö ár og lýkur með prófi. Að námstíma loknum þarf neminn að geta svar- að til um uppruna hverrar vöruteg- undar sem hann selur úr sínu kjöt- borði ásamt upplýsingum um nær- ingarinnihald, eldunarleiðbeining- ar, hvaða meðlæti passar best með steikinni og svo skammtastærðir. Kennsluefni Starfsmenn Matra hafa undanfarn- ar vikur verið að útbúa kennslu- efni að beiðni Samtaka verslunar og þjónustu, sem ætlað er starfs- fólki í kjötdeildum verslana, og var þessi ferð liður í þeirri náms- gagnagerð. Að sögn Óla Þórs og Ólafs vissu þeir fyrirfram að WFM er þekkt fyrir fallega fram- setningu á kjöti og matvörum al- mennt en óhætt er að segja að það hafi komið á óvart hversu gríðar- lega vel er staðið að þjálfun starfs- fólks og hversu vel það er upplýst um innri mál fyrirtækisins. Öll launamál eru opin starfsmönnum, innkaupsverð á aðföngum , kostn- aðartölur vegna reksturs og sölu- tölur. Þetta eru allt upplýsingar sem öllum eru aðgengilegar, ekk- ert falið. Lambakjötsins sárt saknað! Óli Þór sagði WFM metnaðarfullt fyrirtæki og ákaflega nútímalegt og ljóst að starfsfólkið er stolt af að vinna hjá því. Þegar þeir félag- ar voru kynntir og hvaðan þeir komu þá fengu þeir nær undan- tekningarlaust að heyra að ís- lenska lambakjötsins væri sárt saknað og að beðið væri með óþreyju eftir að það kæmi í versl- anir. „Öllum ætti að vera orðið ljóst að betra söluumhverfi fyrir íslenskt lambakjöt er ekki til,“ segir Óli Þór. Kjötborð með öðru sniði Þess má líka geta að kjötborðin sjálf eru með allt öðru sniði en hér þekkist en þau eru lokuð, þ.e. að afgreiðslumaður þarf að opna glerhurð til að ná í vöruna. Með þessu móti er ferskleiki og geymsluþol vörunnar aukið til mikilla muna þar sem hitastig er mun stöðugra og minni hætta á utanaðkomandi mengun auk þess sem það býður upp á vinnuhag- ræði að þurfa ekki að tæma kjöt- borðið, það er í raun lokaður kæl- ir, aðeins þarf að yfirfara og snyrta hvern bakka að morgni. Þau kjötborð sem algengust eru hér á landi hafa aðeins gler að framanverðu en opið að aftan, þau eru þægileg að standa að sölu úr þeim en vissulega verður rýrn- un meiri og vinnan líka því þau þarf að tæma að kveldi og fylla að morgni. „Þetta var lærdómsrík ferð og að sitthvað mun rata inn í vænt- anleg kennslugögn og reynt verð- ur að miðla þessari reynslu út til starfsmanna kjötdeilda í íslensk- um verslunum. Það er ljóst að þótt ástandið hér á landi sé ekki alslæmt þá má ýmislegt bæta á þessu sviði t.d. þekkingu starfs- fólks og færni þess í framsetningu og meðhöndlun jafn viðkvæmrar matvöru og ferskt kjöt er,“ segir Óli Þór. Í liðnum mánuði fóru kjötiðnaðarmeistararnir Óli Þór Hilmarsson hjá Matra og Ólafur Júlíusson hjá Ferskum kjötvörum í náms- og kynnis- ferð í verslanir Whole foods Market (WFM) í Washington DC, Mary- land og Virginíu. Þetta er sú verslanakeðja sem hefur verið aðalkaup- andi á fersku lambakjöti frá Íslandi til Bandaríkjanna undanfarin ár. Tilgangur heimsóknarinnar var hjá Óla Þór að kynna sér hvernig staðið er að kennslu og þjálfun starfsfólks í kjötborðum og kjötdeildum þessara verslana. Ólafur Júlíusson var skoða almennt rekstur kjöt- borðanna og framsetningu kjöts og kjötvara en Ferskar kjötvörur er rekstraraðili á kjötborðunum í verslunum Hagkaups. Ferð þessi var styrkt af Bændasamtökum Íslands og Samtökum verslunar og þjónustu en Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri hjá Áformi skipulagði heimsóknir þeirra félaga ytra. Verslanir WFM eru orðnar þekktar í Bandaríkjunum fyrir frábæra fram- setningu á matvörum almennt ásamt því að vera leiðandi í sölu á lífræn- um, umhverfisvænum og náttúrulegum kjötvörum og grænmeti. Ein- kunnarorð þessara verslana eru „Leiðandi markaður á heimsvísu í sölu á náttúrulegum og lífrænum matvörum“. Fyrsta verslunin var stofnsett ár- ið 1980 í Austin í Texas og nú eru þær orðnar 170 bæði í Bandaríkjunum sem og í Bretlandi. Auk skoðunarferða í verslanir störfuðu Óli Þór (t.v.) og Ólafur með starfsfólki í kjötborði WFM í P-stræti í Washingtonborg. Bblmynd: Guðni. Íslenska lambakjötsins sárt saknað í verslunum Whole Foods! Mikil mildi var að ekki varð stórslys á héraðssýningu kyn- bótahrossa í Kópavogi í júní. Kolbrún Grétarsdóttir, hesta- kona frá Grundarfirði, var að sýna hryssu sína, Sóleyju frá Þorkelshóli, í yfirlitssýningu þegar hryssan fór utan í grind- verk við brautina, missti jafn- vægið og steyptist yfir grind- verkið með knapann á baki. Kolbrún varð á milli grind- verksins og hryssunnar og lenti svo undir henni hinum megin. Byltan var gríðalega hörð og leit út fyrir að um stórslys væri að ræða. Kolbrún var þó með meðvit- und en gat sig lítið hreyft. Hún var flutt með sjúkrabíl á Landspít- alann, en til allrar hamingju reyndist hún óbrotin, aðeins illa marin, bólgin og tognuð. Hún hefur verið að jafna sig undan- farna daga og vonast til að geta riðið á Fjórðungsmóti hesta- manna á Kaldármelum, en þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir enn hvort það tekst. Kolbrún segir reiðhjálminn hafa bjargað lífi sínu, það sé engin spurning. Hún hafi verið nýbúin að kaupa sér nýjan og vandaðan öryggishjálm og hann hafi verndað hana og komið í veg fyrir alvarlegan höf- uðáverka. Hún vill hvetja alla hestamenn til að nota vandaða hjálma og bendir á að slysin geri ekki boð á undan sér. Hryssan sem hún var á er fullorðin og hef- ur Kolbrún sjálf þjálfað hana og sýnt í gegnum tíðina og þekkir hana vel, þannig að ekki var um ungt og óreynt hross að ræða. „Þetta var einfaldlega slys og þau geta gerst hvenær sem er.“ Kol- brún fór þó ekki tómhent heim þrátt fyrir byltuna því henni tókst að hækka hryssuna fyrir þrjú at- riði og fór hún í fyrstu verðlaun. Slys sem þetta vekja mann þó til umhugsunar og eru það helst tvö atriði sem standa upp úr þegar horft var á sýninguna í Kópavogi. Annars vegar það að grindverkið skyldi ekki gefa neitt eftir, sem veldur því að hrossið missir jafn- vægið og steypist yfir, og hins vegar það að enn er fjöldi knapa í kynbótasýningum að sýna hross með hjálma eða reiðhatta sem standast engar öryggiskröfur og myndu ekki vernda knapann ef hann félli af baki. Er ástæða til að hvetja umsjónarmenn kynbóta- sýninga til að gera strax bragarbót þar á og setja kröfur um notkun löglegra öryggishjálma líkt og gert er í öðrum hestasýningum. /HGG Hjálmurinn kom í veg fyrir stórslys Kolbrún og Sóley rétt áður en slysið varð. Bændablaðsmynd: HGG

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.